Íslendingar erlendis: Rúrik skaut OB á toppinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. september 2009 11:00 Rúrik Gíslason í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Daníel Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum víða um Evrópu. Þar bar helst að Rúrik Gíslason skoraði annað marka OB í 2-0 sigri á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Rúrik lék allan leikinn í liði OB sem tyllti sér á topp deildarinnar með sigrinum. Esbjerg getur þó endurheimt toppsætið með sigri á AGF á morgun. Stefán Logi Magnússon náði ekki að koma í veg fyrir að Fredrikstad ynni mikilvægan sigur á Lilleström í botnbaráttu norsku úrvalsdeildarinnar í gær. Fredrikstad vann leikinn, 1-0, en Garðar Jóhannsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Fredrikstad skoraði sigurmark leiksins sex mínútum síðar. Stefán Logi Magnússon lék allan leikinn í marki Lilleström. Fredrikstad kom sér úr fallsæti með sigrinum en á engu að síður fyrir höndum erfiða baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Í Svíþjóð lagði Theodór Elmar Bjarnason upp eina mark IFK Gautaborgar er liðið tapaði fyrir Kalmar á útivelli, 2-1. Hann lék allan leikinn í liði Gautaborgar, rétt eins og Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson. Gautaborg mátti ekki við því að tapa þessum leik en liðið er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 47 stig, rétt eins og AIK sem á nú leik til góða. Liðið mætir Djurgården á morgun. Kalmar er nú í þriðja sæti deildarinnar með 45 stig. Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Falkirk sem gerði markalaust jafntefli við Kilmarnock í skosku úrvalsdeildinni í gær. Hann var tekinn af velli á 61. mínútu. Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi Hearts sem vann 2-1 sigur á Hamilton en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Hearts er í sjöunda sæti deildarinnar með sjö stig en Falkirk í því ellefta og næstneðsta með þrjú stig. Þá lék Bjarni Þór Viðarsson allan leikinn er Roeselare gerði 1-1 jafntefli við Genk í belgísku úrvalsdeildinni. Roeselare er enn án sigurs í deildinni en liðið er í botnsæti deildarinnar með þrjú stig eftir níu leiki. Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ Sjá meira
Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum víða um Evrópu. Þar bar helst að Rúrik Gíslason skoraði annað marka OB í 2-0 sigri á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Rúrik lék allan leikinn í liði OB sem tyllti sér á topp deildarinnar með sigrinum. Esbjerg getur þó endurheimt toppsætið með sigri á AGF á morgun. Stefán Logi Magnússon náði ekki að koma í veg fyrir að Fredrikstad ynni mikilvægan sigur á Lilleström í botnbaráttu norsku úrvalsdeildarinnar í gær. Fredrikstad vann leikinn, 1-0, en Garðar Jóhannsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Fredrikstad skoraði sigurmark leiksins sex mínútum síðar. Stefán Logi Magnússon lék allan leikinn í marki Lilleström. Fredrikstad kom sér úr fallsæti með sigrinum en á engu að síður fyrir höndum erfiða baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Í Svíþjóð lagði Theodór Elmar Bjarnason upp eina mark IFK Gautaborgar er liðið tapaði fyrir Kalmar á útivelli, 2-1. Hann lék allan leikinn í liði Gautaborgar, rétt eins og Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson. Gautaborg mátti ekki við því að tapa þessum leik en liðið er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 47 stig, rétt eins og AIK sem á nú leik til góða. Liðið mætir Djurgården á morgun. Kalmar er nú í þriðja sæti deildarinnar með 45 stig. Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Falkirk sem gerði markalaust jafntefli við Kilmarnock í skosku úrvalsdeildinni í gær. Hann var tekinn af velli á 61. mínútu. Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi Hearts sem vann 2-1 sigur á Hamilton en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Hearts er í sjöunda sæti deildarinnar með sjö stig en Falkirk í því ellefta og næstneðsta með þrjú stig. Þá lék Bjarni Þór Viðarsson allan leikinn er Roeselare gerði 1-1 jafntefli við Genk í belgísku úrvalsdeildinni. Roeselare er enn án sigurs í deildinni en liðið er í botnsæti deildarinnar með þrjú stig eftir níu leiki.
Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ Sjá meira