Bandaríkjamenn styðja Fogh Rasmussen Guðjón Helgason skrifar 21. mars 2009 12:14 Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. MYND/AP Bandaríks stjórnvöld ætla að styðja Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í embætti framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Þetta fullyrðir Jim Hoagland, Pulitzer verðlaunaður dálkahöfundur, á vef bandaríska dagblaðsins Washington Post í dag. Hoagland hefur tvívegis holtið Pulitzer verðlaunin margfrægu fyrir skrif sín. Í dálk á vef Washington Post í morgun fjallar hann um stefnu Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins í Afganistan. Í lok greinarinnar segir hann að James Jones, þjóðaröryggisráðgjafi Baracks Obama Bandaríkjaforseta, hafi flogið á laun til Sviss fyrr í þessum mánuði til fundar við Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, en Fogh Rasmussen var hafi þá verið þar í fríi. Þar hafi Jones greint forsætisráðherranum frá því að bandarísk stjórnvöld styddu hann í embætti framkvæmdastjóra NATO. Hollendingurinn Jaap de Hoop Scheffer hefur verið framkvæmdastjóri bandalagsins síðan í janúar 2004 þegar hann tók við af Robertson lávarði. De Hoop Scheffer lætur af embætti um mitt þetta ár. Arftaki hans verður kosinn á leiðtogafundi NATO sem haldinn verður bæði í Frakklandi og Þýskalandi í byrjun apríl en í ár eru 60 ár liðin frá stofnun NATO. Fogh Rasmussen hefur verið sterklega orðaður við embættið og nýtur til þess víðtæks stuðnings frá aðildarríkjunum, þar á meðal stuðningi Breta, Frakka og Þjóðverja. Tyrkir eru hins vegar sagðir mjög mótfallnir að danski forsætisráðherrann taki við. Það mun vera vegna þess að Danir hafa leyft kúrdísku sjónvarpsstöðinni ROJ að starfa í Danmörku en hún er útlæg í Tyrklandi þar sem Tykir telja hana styðja hryðjuverkamenn úr röðum PKK. Einnig eru Tyrkir sagðir reiðir danska forsætisráðherranum vegna Múhameðsteikninganna svokölluðu. Erlent Fréttir Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Bandaríks stjórnvöld ætla að styðja Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í embætti framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Þetta fullyrðir Jim Hoagland, Pulitzer verðlaunaður dálkahöfundur, á vef bandaríska dagblaðsins Washington Post í dag. Hoagland hefur tvívegis holtið Pulitzer verðlaunin margfrægu fyrir skrif sín. Í dálk á vef Washington Post í morgun fjallar hann um stefnu Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins í Afganistan. Í lok greinarinnar segir hann að James Jones, þjóðaröryggisráðgjafi Baracks Obama Bandaríkjaforseta, hafi flogið á laun til Sviss fyrr í þessum mánuði til fundar við Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, en Fogh Rasmussen var hafi þá verið þar í fríi. Þar hafi Jones greint forsætisráðherranum frá því að bandarísk stjórnvöld styddu hann í embætti framkvæmdastjóra NATO. Hollendingurinn Jaap de Hoop Scheffer hefur verið framkvæmdastjóri bandalagsins síðan í janúar 2004 þegar hann tók við af Robertson lávarði. De Hoop Scheffer lætur af embætti um mitt þetta ár. Arftaki hans verður kosinn á leiðtogafundi NATO sem haldinn verður bæði í Frakklandi og Þýskalandi í byrjun apríl en í ár eru 60 ár liðin frá stofnun NATO. Fogh Rasmussen hefur verið sterklega orðaður við embættið og nýtur til þess víðtæks stuðnings frá aðildarríkjunum, þar á meðal stuðningi Breta, Frakka og Þjóðverja. Tyrkir eru hins vegar sagðir mjög mótfallnir að danski forsætisráðherrann taki við. Það mun vera vegna þess að Danir hafa leyft kúrdísku sjónvarpsstöðinni ROJ að starfa í Danmörku en hún er útlæg í Tyrklandi þar sem Tykir telja hana styðja hryðjuverkamenn úr röðum PKK. Einnig eru Tyrkir sagðir reiðir danska forsætisráðherranum vegna Múhameðsteikninganna svokölluðu.
Erlent Fréttir Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira