Gengi hlutabréfa í Straumi hækkaði um 5,3 prósent í Kauphöllinni í morgun og hífði nýju Úrvalsvísitöluna (OMXI6) upp fyrir 800 stigin á ný.
Þá hækkaði gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri um eitt prósent.
Á sama tíma lækkaði gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, um 2,14 prósent og Marel Food Systems um 0,78 prósent.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,98 prósent og stendurnú í 804,87 stigum.