Viðskipti erlent

Boeing þota Donalds Trump er til sölu

Boeing 727 einkaþota auðkýfingsins Donalds Trump er til sölu. Þotan er einkum þekkt fyrir að vera merkt Trump í risavöxnum stöfum á hliðinni, stöfum sem munu vera úr blaðgulli.

Þotan er nokkuð komin til ára sinna og uppfyllir ekki lengur kröfur Trump. Þotan er smíðuð 1968 og var í flota Amarican Airlines árum saman áður en Trump festi kaup á henni og breytti þotunni úr 134 sæta farþegaþotu yfir í 24 sæta einkaþotu með öllum þægindum um borð, þar á meðal tvöföldu hjónarúmi.

Þrátt fyrir aldurinn hefur þotunni verið vel haldið við að því er segir í auglýsingu frá Controller sem annast söluna. Fyrir utan svefnherbergið og sæti fyrir 24 um borð eru þar einnig lítil borðstofa og þrjú snyrtiherbergi.

Engin verðmiði er settur á þotuna hjá Controller, að því er segir á börsen.dk.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×