Ferguson gegn Mourinho 24. febrúar 2009 16:31 Tveir fornir fjendur munu leiða saman hesta sína í kvöld þegar Inter Milan og Manchester United eigast við í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn í kvöld er fyrri leikur liðanna og sá síðari verður miðvikudaginn 11. mars á Old Trafford í Manchester. Þeir Jose Mourinho þjálfari Inter og Alex Ferguson stjóri Manchester United eru tveir af sigursælustu þjálfurum Evrópu undanfarin ár og þeir hafa háð nokkur eftirminnileg einvígi í gegn um tíðina. Bakgrunnur þeirra Mourinho og Ferguson er nokkuð ólíkur þó þeir séu taldir tveir af bestu þjálfurum heimsins í dag.Byrjaði sem túlkur Mourinho var aldrei knattspyrnumaður sjálfur, en segja má að hann sé uppalinn í knattspyrnu. Ferill hans hófst þegar hann var túlkur fyrir Bobby Robson hjá Porto snemma á tíunda áratugnum. Hann stýrði Benfica og Leira áður en hann sló í gegn með Porto og síðar Chelsea, þar sem hann gerði liðið að Englandsmeistara tvö ár í röð. Árangur Mourinho í Evrópukeppni er mjög góður. Hann vann Evrópukeppni félagsliða árið 2003 með Porto og árið eftir gerði liðið betur og sigraði í Meistaradeildinni. Hann komst nálægt því að fara alla leið í keppninni með Chelsea árin 2005 og 2007 en varð að sætta sig við að tapa fyrir Liverpool í bæði skipti. Vann fyrsta Evrópubikarinn fyrir 26 árum Sir Alex Ferguson er búinn að vera við stjórnvölinn hjá Manchester United í 22 ár og virðist hvergi nærri hættur. Árangur hans bæði í Skotlandi og á Englandi á sér fá fordæmi í sögunni. Ferguson á að baki 13 deildarmeistaratitla, þar af þrjá með Aberdeen, og tvo Meistaradeildartitla með Manchester United. Þar að auki vann hann Evrópukeppni bikarhafa með Aberdeen árið 1983 og aftur með United árið 1991. Þetta er árangur sem lætur afrek Mourinho og margra annara algjörlega hverfa í skuggann.Mourinho gegn Ferguson Fyrsta einvígi Jose Mourinho og Ferguson var leiktíðina 2003-04 þegar Porto sigraði í Meistaradeildinni. Frægt er þegar Mourinho hljóp fagnandi eftir hliðarlínunni á Old Trafford þegar jöfnunarmark hans manna tryggði liðið áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Þeir félagar áttu eftir að skiptast á föstum skotum í fjölmiðlum upp frá þessu og ekki minnkaði það þegar Mourinho tók við Chelsea. Portúgalinn kynnti sig strax til sögunnar sem útvaldan mann og stóð við stóru orðin með því að vinna tvo titla í röð með Chelsea.Eitt tap fyrir Ferguson Sagan er ekki beint á bandi Inter Milan fyrir leikinn gegn Manchester United, því Inter hefur aldrei í sögunni unnið sigur á enska liðinu í alvöruleik. Ítalirnir geta þó huggað sig við þá staðreynd að fáir stjórar geta státað af öðrum eins árangri gegn Manchester United og Alex Ferguson en einmitt Mourinho. Mourinho hefur þannig aðeins tapað einu sinni fyrir Ferguson á ferlinum, en það var í deildarleik í nóvember árið 2005. Mourinho hafði hinsvegar betur í fimm skipti sem stjóri Chelsea, þar á meðal í úrslitaleik enska bikarsins árið 2007.Vildi mæta Manchester United Jose Mourinho hefur aldrei skort sjálfstraustið og hann lýsti því yfir að United hefði verið óskamótherjinn þegar dregið var í 16-liða úrslitin í Meistaradeildinni. "Fólk sagði að ég væri geggjaður þegar ég óskaði eftir United í 16-liða úrslitunum," sagði Mourinho í samtali við sjónvarpsstöð Manchester United. "En af hverju ætti ég ekki að vilja mæta besta liði Evrópu? Ég vildi mæta þeim af því það yrði stór áskorun og gríðarlega erfið hindrun. Þetta verður sérstakt einvígi fyrir mína menn og ég þarf ekki að hafa mikið fyrir því að gera þá klára í svona leiki. Bestu leikirnir eru á móti bestu liðunum og United er besta liðið í dag," sagði Mourinho. Hann hefur fulla trú á að hans menn geti sigrað. "Við vitum að við getum unnið. United er einstakt lið með einstaka leikmenn og er sterkt bæði í vörn og sókn. Við erum hinsvegar með mjög reynda menn í okkar röðum og þeir kunna að spila stórleiki. Þetta verða mjög jafnir leikir," sagði Mourinho.Þeir voru heppnir Sir Alex Ferguson ber mikla virðingu fyrir Mourinho en gat auðvitað ekki stillt sig um að skjóta einni pillu á Portúgalann þegar hann var spurður út í dráttinn þegar lá fyrir að United myndi mæta Inter. "Mourinho er sérstakur persónuleiki og okkur hefur alltaf komið vel saman. Hann sló okkur út úr Meistaradeildinni þegar hann var með Porto og vonandi verðum við jafn heppnir núna og þeir voru þá," sagði Ferguson. "Það er betra að spila á móti stórliðum í keppninni því þá eru allir á tánum. Inter hefur náð einstökum árangri í deildinni heima fyrir og vonandi náum við góðum úrslitum á San Siro fyrir síðari leikinn á Old Trafford," sagði Skotinn. Stórleikurinn í kvöld verður að sjálfssögðu sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 19:30 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira
Tveir fornir fjendur munu leiða saman hesta sína í kvöld þegar Inter Milan og Manchester United eigast við í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn í kvöld er fyrri leikur liðanna og sá síðari verður miðvikudaginn 11. mars á Old Trafford í Manchester. Þeir Jose Mourinho þjálfari Inter og Alex Ferguson stjóri Manchester United eru tveir af sigursælustu þjálfurum Evrópu undanfarin ár og þeir hafa háð nokkur eftirminnileg einvígi í gegn um tíðina. Bakgrunnur þeirra Mourinho og Ferguson er nokkuð ólíkur þó þeir séu taldir tveir af bestu þjálfurum heimsins í dag.Byrjaði sem túlkur Mourinho var aldrei knattspyrnumaður sjálfur, en segja má að hann sé uppalinn í knattspyrnu. Ferill hans hófst þegar hann var túlkur fyrir Bobby Robson hjá Porto snemma á tíunda áratugnum. Hann stýrði Benfica og Leira áður en hann sló í gegn með Porto og síðar Chelsea, þar sem hann gerði liðið að Englandsmeistara tvö ár í röð. Árangur Mourinho í Evrópukeppni er mjög góður. Hann vann Evrópukeppni félagsliða árið 2003 með Porto og árið eftir gerði liðið betur og sigraði í Meistaradeildinni. Hann komst nálægt því að fara alla leið í keppninni með Chelsea árin 2005 og 2007 en varð að sætta sig við að tapa fyrir Liverpool í bæði skipti. Vann fyrsta Evrópubikarinn fyrir 26 árum Sir Alex Ferguson er búinn að vera við stjórnvölinn hjá Manchester United í 22 ár og virðist hvergi nærri hættur. Árangur hans bæði í Skotlandi og á Englandi á sér fá fordæmi í sögunni. Ferguson á að baki 13 deildarmeistaratitla, þar af þrjá með Aberdeen, og tvo Meistaradeildartitla með Manchester United. Þar að auki vann hann Evrópukeppni bikarhafa með Aberdeen árið 1983 og aftur með United árið 1991. Þetta er árangur sem lætur afrek Mourinho og margra annara algjörlega hverfa í skuggann.Mourinho gegn Ferguson Fyrsta einvígi Jose Mourinho og Ferguson var leiktíðina 2003-04 þegar Porto sigraði í Meistaradeildinni. Frægt er þegar Mourinho hljóp fagnandi eftir hliðarlínunni á Old Trafford þegar jöfnunarmark hans manna tryggði liðið áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Þeir félagar áttu eftir að skiptast á föstum skotum í fjölmiðlum upp frá þessu og ekki minnkaði það þegar Mourinho tók við Chelsea. Portúgalinn kynnti sig strax til sögunnar sem útvaldan mann og stóð við stóru orðin með því að vinna tvo titla í röð með Chelsea.Eitt tap fyrir Ferguson Sagan er ekki beint á bandi Inter Milan fyrir leikinn gegn Manchester United, því Inter hefur aldrei í sögunni unnið sigur á enska liðinu í alvöruleik. Ítalirnir geta þó huggað sig við þá staðreynd að fáir stjórar geta státað af öðrum eins árangri gegn Manchester United og Alex Ferguson en einmitt Mourinho. Mourinho hefur þannig aðeins tapað einu sinni fyrir Ferguson á ferlinum, en það var í deildarleik í nóvember árið 2005. Mourinho hafði hinsvegar betur í fimm skipti sem stjóri Chelsea, þar á meðal í úrslitaleik enska bikarsins árið 2007.Vildi mæta Manchester United Jose Mourinho hefur aldrei skort sjálfstraustið og hann lýsti því yfir að United hefði verið óskamótherjinn þegar dregið var í 16-liða úrslitin í Meistaradeildinni. "Fólk sagði að ég væri geggjaður þegar ég óskaði eftir United í 16-liða úrslitunum," sagði Mourinho í samtali við sjónvarpsstöð Manchester United. "En af hverju ætti ég ekki að vilja mæta besta liði Evrópu? Ég vildi mæta þeim af því það yrði stór áskorun og gríðarlega erfið hindrun. Þetta verður sérstakt einvígi fyrir mína menn og ég þarf ekki að hafa mikið fyrir því að gera þá klára í svona leiki. Bestu leikirnir eru á móti bestu liðunum og United er besta liðið í dag," sagði Mourinho. Hann hefur fulla trú á að hans menn geti sigrað. "Við vitum að við getum unnið. United er einstakt lið með einstaka leikmenn og er sterkt bæði í vörn og sókn. Við erum hinsvegar með mjög reynda menn í okkar röðum og þeir kunna að spila stórleiki. Þetta verða mjög jafnir leikir," sagði Mourinho.Þeir voru heppnir Sir Alex Ferguson ber mikla virðingu fyrir Mourinho en gat auðvitað ekki stillt sig um að skjóta einni pillu á Portúgalann þegar hann var spurður út í dráttinn þegar lá fyrir að United myndi mæta Inter. "Mourinho er sérstakur persónuleiki og okkur hefur alltaf komið vel saman. Hann sló okkur út úr Meistaradeildinni þegar hann var með Porto og vonandi verðum við jafn heppnir núna og þeir voru þá," sagði Ferguson. "Það er betra að spila á móti stórliðum í keppninni því þá eru allir á tánum. Inter hefur náð einstökum árangri í deildinni heima fyrir og vonandi náum við góðum úrslitum á San Siro fyrir síðari leikinn á Old Trafford," sagði Skotinn. Stórleikurinn í kvöld verður að sjálfssögðu sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 19:30
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira