Óþarfi eða nauðsyn? Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 10. október 2009 06:00 Ekki er ofsögum sagt af Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Nú gengur maður undir manns hönd og hefur upp þann söng að AGS sé að þvinga upp á okkur meiri lánum en við þurfum og þau séu þess utan tilgangslaus og til þess eins fallin að auka kostnað ríkissjóðs. Það er þó mála sannast að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur hvorki beitt Íslendinga brögðum frjálshyggjunnunar eins og hann var að sögn alræmdur fyrir annarsstaðar, né heldur hefur hann troðið upp á okkur lánum. Þvert á móti hefur hann dregið endurskoðun 1. áfanga sameiginlegrar áætlunar Íslands og AGS og afhendingu annars hluta umsaminna lána úr hömlu vegna deilna okkar við Breta og Hollendinga um Icesave. Sá dráttur sem orðið hefur er hvorki til þess fallinn að auka trúverðugleika AGS né endurreisnar efnahagslífs á Íslandi. Upphæð lána stöðugt til endurmatsÞað virðist gleymast í þessari umræðu að samkvæmt skýrum þingvilja um fjárhagslega fyrirgreiðslu frá AGS og viljayfirlýsingu stjórnvalda um samstafið við sjóðinn, þá er gert ráð fyrir að efnahagsáætlunin sé endurskoðuð ársfjórðungslega. Þannig er samið um AGS lánið og norrænu lánin að ekki er skylt að taka á móti lánunum umfram það sem Íslendingar telja sig þurfa vegna endurreisnarinnar. Komi í ljós við einhverja af endurskoðunum efnahagsáætlunarinnar að ekki þurfi á frekari lánum að halda, þá verður þeim hafnað og þar með getum við sparað okkur umtalsverðan vaxtakostnað. Er það virkilega svo að þetta sé ekki öllum ljóst? Mjög líklegt má telja að í kjölfar 1. endurskoðunar muni lánsþörfin vera endurmetin og áætluð upp á nýtt. Það er hins vegar afar mikilvægt fyrir trúverðugleika efnahagsáætlunarinnar að sýna framá að Ísland hafi tryggt sér fullnægjandi fjármögnun næstu misserin og árin og þar gegna lánapakkar AGS og vinaþjóða miklu máli. Fjármögnun mögulegra útgjalda í erlendri myntÍ efnahagsáætlun stjórnvalda er gert ráð fyrir að utanaðkomandi erlend fjármögnun sé nauðsynleg upp á 5 milljarða Bandaríkjadali, ca. 2 milljarða frá AGS og ca. 3 milljarða frá öðrum ríkjum. Þetta er til þess að hafa borð fyrir báru og lenda hvorki í sjóðsþurrð við endurskipulagningu lána ríkisins né of stórum sveiflum á gjaldeyrismarkaði. Í þessu sambandi er vert að hafa í huga að erlendir aðilar eiga hér fjáreignir, m.a. í jöklabréfum fyrir um nokkur hundruð milljarða króna, og á næsta og þar næsta ári liggur fyrir að greiða þarf um 200 milljarða vegna erlendra lána ríkissjóðs. Ríkissjóður þarf að geta sýnt framá að hægt verði að standa við þessar skuldbindingar með afgerandi hætti. Þau gjaldeyrishöft sem sett voru á fyrir árslok 2009 eru ill nauðsyn við núverandi aðstæður, m.a. vegna ofangreindra skuldbindinga við erlenda aðila og takmarkaðs gjaldeyrisvarasjóðs til að standa skil á þeim. Seðlabankinn hefur birt stefnu um slökun haftanna sem samþykkt var af ríkisstjórninni nú í sumar. Stefnt er að því að opna fyrir innflæði fjármagns á næstu mánuðum og lina svo höftin í áföngum án þess að gengisstöðugleika verði ógnað. Hér skiptir samstarfið við AGS sköpum. Seðlabanka Íslands opnast vonandi aðgangur að umsömdu láni frá sjóðnum auk lána frá Norðurlöndum og Póllandi sem þegar hefur verið samið um en eru háð endurskoðun sjóðsins á framgangi efnahagsáætlunarinnar. Færeyingar hafa hinsvegar þegar veitt okkur lán af höfðingsskap sínum án skilyrða. Gjaldeyrishöft og greiðslufall í stað erlendra lána?Áður en gjaldeyrishöftin verða afnumin, þarf að sýna fram á að ríkið hafi tiltækan gjaldeyri til að standast mögulegt útstreymi fjáreigna íslenskra og erlendra aðila, og að sá gjaldeyrir sé vel fjármagnaður. Því er það mat flestra, m.a. Seðlabanka og efnahags- og viðskiptaráðuneytis að afleiðing af frekari drætti á eflingu gjaldeyrisvarasjóðsins (með lánum frá AGS og vinaþjóðum eða með öðrum hætti) verði sú að gjaldeyrishöft verði ekki afnumin, lánshæfismat ríkisins falli m.a. með þeim afleiðingum að tilteknir fjárfestar verði að draga sig til baka frá Íslandi og fjármögnun orkufyrirtækja og sveitarfélaga verði torveldari. Þrýstingur mun þá aukast á frekara fall krónunnar sem aftur felur í sér hækkandi verðbólgu, meira atvinnuleysi og auknar skuldir atvinnulífs og heimila. Gjaldeyrislánin frá AGS og vinaþjóðum eru því forsenda þess að gjaldeyrishöftin verði afnumin án frekara hruns íslensku krónunnar auk þess sem möguleikum íslenska ríkisins til að standa við afborganir af lánum væri teflt í tvísýnu. Greiðslufall af hálfu ríkisins væri nýtt risavaxið áfall að glíma við. Hvorutveggja myndi hamla endurreisn atvinnulífs og heimila og festa kreppuna í sessi um ókomin ár. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ekki er ofsögum sagt af Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Nú gengur maður undir manns hönd og hefur upp þann söng að AGS sé að þvinga upp á okkur meiri lánum en við þurfum og þau séu þess utan tilgangslaus og til þess eins fallin að auka kostnað ríkissjóðs. Það er þó mála sannast að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur hvorki beitt Íslendinga brögðum frjálshyggjunnunar eins og hann var að sögn alræmdur fyrir annarsstaðar, né heldur hefur hann troðið upp á okkur lánum. Þvert á móti hefur hann dregið endurskoðun 1. áfanga sameiginlegrar áætlunar Íslands og AGS og afhendingu annars hluta umsaminna lána úr hömlu vegna deilna okkar við Breta og Hollendinga um Icesave. Sá dráttur sem orðið hefur er hvorki til þess fallinn að auka trúverðugleika AGS né endurreisnar efnahagslífs á Íslandi. Upphæð lána stöðugt til endurmatsÞað virðist gleymast í þessari umræðu að samkvæmt skýrum þingvilja um fjárhagslega fyrirgreiðslu frá AGS og viljayfirlýsingu stjórnvalda um samstafið við sjóðinn, þá er gert ráð fyrir að efnahagsáætlunin sé endurskoðuð ársfjórðungslega. Þannig er samið um AGS lánið og norrænu lánin að ekki er skylt að taka á móti lánunum umfram það sem Íslendingar telja sig þurfa vegna endurreisnarinnar. Komi í ljós við einhverja af endurskoðunum efnahagsáætlunarinnar að ekki þurfi á frekari lánum að halda, þá verður þeim hafnað og þar með getum við sparað okkur umtalsverðan vaxtakostnað. Er það virkilega svo að þetta sé ekki öllum ljóst? Mjög líklegt má telja að í kjölfar 1. endurskoðunar muni lánsþörfin vera endurmetin og áætluð upp á nýtt. Það er hins vegar afar mikilvægt fyrir trúverðugleika efnahagsáætlunarinnar að sýna framá að Ísland hafi tryggt sér fullnægjandi fjármögnun næstu misserin og árin og þar gegna lánapakkar AGS og vinaþjóða miklu máli. Fjármögnun mögulegra útgjalda í erlendri myntÍ efnahagsáætlun stjórnvalda er gert ráð fyrir að utanaðkomandi erlend fjármögnun sé nauðsynleg upp á 5 milljarða Bandaríkjadali, ca. 2 milljarða frá AGS og ca. 3 milljarða frá öðrum ríkjum. Þetta er til þess að hafa borð fyrir báru og lenda hvorki í sjóðsþurrð við endurskipulagningu lána ríkisins né of stórum sveiflum á gjaldeyrismarkaði. Í þessu sambandi er vert að hafa í huga að erlendir aðilar eiga hér fjáreignir, m.a. í jöklabréfum fyrir um nokkur hundruð milljarða króna, og á næsta og þar næsta ári liggur fyrir að greiða þarf um 200 milljarða vegna erlendra lána ríkissjóðs. Ríkissjóður þarf að geta sýnt framá að hægt verði að standa við þessar skuldbindingar með afgerandi hætti. Þau gjaldeyrishöft sem sett voru á fyrir árslok 2009 eru ill nauðsyn við núverandi aðstæður, m.a. vegna ofangreindra skuldbindinga við erlenda aðila og takmarkaðs gjaldeyrisvarasjóðs til að standa skil á þeim. Seðlabankinn hefur birt stefnu um slökun haftanna sem samþykkt var af ríkisstjórninni nú í sumar. Stefnt er að því að opna fyrir innflæði fjármagns á næstu mánuðum og lina svo höftin í áföngum án þess að gengisstöðugleika verði ógnað. Hér skiptir samstarfið við AGS sköpum. Seðlabanka Íslands opnast vonandi aðgangur að umsömdu láni frá sjóðnum auk lána frá Norðurlöndum og Póllandi sem þegar hefur verið samið um en eru háð endurskoðun sjóðsins á framgangi efnahagsáætlunarinnar. Færeyingar hafa hinsvegar þegar veitt okkur lán af höfðingsskap sínum án skilyrða. Gjaldeyrishöft og greiðslufall í stað erlendra lána?Áður en gjaldeyrishöftin verða afnumin, þarf að sýna fram á að ríkið hafi tiltækan gjaldeyri til að standast mögulegt útstreymi fjáreigna íslenskra og erlendra aðila, og að sá gjaldeyrir sé vel fjármagnaður. Því er það mat flestra, m.a. Seðlabanka og efnahags- og viðskiptaráðuneytis að afleiðing af frekari drætti á eflingu gjaldeyrisvarasjóðsins (með lánum frá AGS og vinaþjóðum eða með öðrum hætti) verði sú að gjaldeyrishöft verði ekki afnumin, lánshæfismat ríkisins falli m.a. með þeim afleiðingum að tilteknir fjárfestar verði að draga sig til baka frá Íslandi og fjármögnun orkufyrirtækja og sveitarfélaga verði torveldari. Þrýstingur mun þá aukast á frekara fall krónunnar sem aftur felur í sér hækkandi verðbólgu, meira atvinnuleysi og auknar skuldir atvinnulífs og heimila. Gjaldeyrislánin frá AGS og vinaþjóðum eru því forsenda þess að gjaldeyrishöftin verði afnumin án frekara hruns íslensku krónunnar auk þess sem möguleikum íslenska ríkisins til að standa við afborganir af lánum væri teflt í tvísýnu. Greiðslufall af hálfu ríkisins væri nýtt risavaxið áfall að glíma við. Hvorutveggja myndi hamla endurreisn atvinnulífs og heimila og festa kreppuna í sessi um ókomin ár. Höfundur er forsætisráðherra.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun