Moody´s segir FIH bankann í alvarlegum vandræðum 26. mars 2009 16:05 Matsfyrirtækið Moody´s segir að FIH bankinn danski sé í alvarlegum vandræðum og að ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af framtíð bankans. FIH er nú í eigu íslenska ríkisins eftir að Seðlabankinn tók allsherjarveð í bankanum síðasta haust fyrir 500 milljón evra láni til Kaupþings. Í frétt um málið á business.dk kemur fram að Moody´s segi nú að fjárhagsstyrkur FIH sé aumur og að vandamál bankans séu aðkallandi. Moody´s hefur lækkað lánshæfimat á langtímaskuldbindingar bankans úr A2 niður í Baa3. Þá hafa skammtímaskuldbingar verið lækkaðar úr Prime-1 niður í Prime-3. Þetta segir business.dk að sé mjög merkilegt í ljósi þess að FIH sé með ríkisábyrgð. Jafnframt aðvarar Moody´s um að FIH eigi á hættu að fá einkunina "non-prime". Yrði það í fyrsta sinn í sögunni sem danskur banki fengi slíka einkunn. Meðal þess sem Moody´s leggur til grundvallar mati sínu er að eignarhald á FIH er óljóst eftir að Kaupþing fór í þrot og Seðlabankinn tók yfir hlutafé Kaupþings í bankanum. Það eru fleiri danskir bankar en FIH sem Moody´s hefur áhyggjur af. Lánshæfiseinkunnar hjá Danske Bank, Jyske Bank, Spar Nord og Sydbank voru einnig lækkaðar töluvert. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody´s segir að FIH bankinn danski sé í alvarlegum vandræðum og að ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af framtíð bankans. FIH er nú í eigu íslenska ríkisins eftir að Seðlabankinn tók allsherjarveð í bankanum síðasta haust fyrir 500 milljón evra láni til Kaupþings. Í frétt um málið á business.dk kemur fram að Moody´s segi nú að fjárhagsstyrkur FIH sé aumur og að vandamál bankans séu aðkallandi. Moody´s hefur lækkað lánshæfimat á langtímaskuldbindingar bankans úr A2 niður í Baa3. Þá hafa skammtímaskuldbingar verið lækkaðar úr Prime-1 niður í Prime-3. Þetta segir business.dk að sé mjög merkilegt í ljósi þess að FIH sé með ríkisábyrgð. Jafnframt aðvarar Moody´s um að FIH eigi á hættu að fá einkunina "non-prime". Yrði það í fyrsta sinn í sögunni sem danskur banki fengi slíka einkunn. Meðal þess sem Moody´s leggur til grundvallar mati sínu er að eignarhald á FIH er óljóst eftir að Kaupþing fór í þrot og Seðlabankinn tók yfir hlutafé Kaupþings í bankanum. Það eru fleiri danskir bankar en FIH sem Moody´s hefur áhyggjur af. Lánshæfiseinkunnar hjá Danske Bank, Jyske Bank, Spar Nord og Sydbank voru einnig lækkaðar töluvert.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira