Kreppir að hjá auðkýfingi 7. janúar 2009 00:01 Sir Tom Hunter Fjármálakreppan kom illa við skoska auðkýfinginn Sir Tom Hunter á nýliðnu ári. Hunter, sem gjarnan er kallaður ríkasti maður Skotlands og stefnir að því að gefa einn milljarð punda, jafnvirði 180 milljarða króna, til góðgerðamála á meðan hjarta hans slær, hefur fjárfest nokkuð með Baugi í Bretlandi í gegnum tíðina, svo sem í bresku versluninni House of Fraser og garðvörukeðjunni Wyevale Garden Centres. Þá átti hann helmingshlut í Jötun Holding, sem sat á tveggja prósenta hlut í gamla Glitni um tíma. Samkvæmt útreikningum skoska blaðsins Evening Times í fyrradag nam tap auðkýfingsins 250 milljónum punda, jafnvirði 44,5 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi, í fyrra. Hunter hefur nú þurft að horfa upp á verulega þynningu eignahluta sinna í tveimur garðvörukeðjum auk þess sem fataverslun hans fór í þrot í kringum áramótin. Svipaða sögu er að segja um fleiri eignir. Hann hefur nú selt villu sína í Suður-Frakklandi og snekkju til að eiga fyrir salti í grautinn og standa við skuldbindingar sínar. Hunter, sem er 47 ára, er þrátt fyrir allt ekki auralaus en breska dagblaðið Times segir verðmæti eigna hans nema 750 milljónum punda. - jab Markaðir Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fjármálakreppan kom illa við skoska auðkýfinginn Sir Tom Hunter á nýliðnu ári. Hunter, sem gjarnan er kallaður ríkasti maður Skotlands og stefnir að því að gefa einn milljarð punda, jafnvirði 180 milljarða króna, til góðgerðamála á meðan hjarta hans slær, hefur fjárfest nokkuð með Baugi í Bretlandi í gegnum tíðina, svo sem í bresku versluninni House of Fraser og garðvörukeðjunni Wyevale Garden Centres. Þá átti hann helmingshlut í Jötun Holding, sem sat á tveggja prósenta hlut í gamla Glitni um tíma. Samkvæmt útreikningum skoska blaðsins Evening Times í fyrradag nam tap auðkýfingsins 250 milljónum punda, jafnvirði 44,5 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi, í fyrra. Hunter hefur nú þurft að horfa upp á verulega þynningu eignahluta sinna í tveimur garðvörukeðjum auk þess sem fataverslun hans fór í þrot í kringum áramótin. Svipaða sögu er að segja um fleiri eignir. Hann hefur nú selt villu sína í Suður-Frakklandi og snekkju til að eiga fyrir salti í grautinn og standa við skuldbindingar sínar. Hunter, sem er 47 ára, er þrátt fyrir allt ekki auralaus en breska dagblaðið Times segir verðmæti eigna hans nema 750 milljónum punda. - jab
Markaðir Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira