Fótbolti

Ekkert stórslys þótt við komumst ekki áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jamie Carragher, leikmaður Liverpool.
Jamie Carragher, leikmaður Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Jamie Carragher, leikmaður Liverpool, segir að það væri ekkert stórslys þó svo að liðið kæmist ekki áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið taki þátt í Evrópudeildinni í staðinn.

Liverpool þarf að vinna Debrecen í kvöld til að eiga möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslitin en liðið þarf um leið að stóla á Lyon tapi ekki fyrir Fiorentina í kvöld.

„Við erum mjög einbeittir og trúum því að við getum komist áfram í Meistaradeildinni. Ef ekki þá verður maður samt að halda áfram."

„Félagið deyr ekki ef við komumst ekki áfram í Meistaradeildinni," sagði Carragher.

Hann bætti því við að það væri ekki slæmt að vinna Evrópudeildina.

„Ég og Stevie Gerrard höfum áður unnið þessa keppni og þetta er frábær keppni," sagði Carragher. „Það eru svo fleiri keppnir, eins og bikarinn. Vissulega hefur byrjun okkar á tímabilinu ekki verið neitt frábær en það er svo sannarlega hægt að snúa því til betri vegar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×