Allt pakkað og mikill hiti 23. janúar 2009 16:54 Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR „Ég reikna frekar með því að þetta verði stál í stál," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR þegar Vísir spurði hann út í undanúrslitaleik hans manna við Grindvíkinga í bikarnum á morgun. Eins og fram hefur komið hafa KR og Grindavík spilað tvo rafmagnaða spennuleiki til þessa í vetur og engin ástæða er til að ætla en að það sama verði uppi á teningnum í DHL-höllinni klukkan 16 á morgun. „Þarna eru tvö frábær lið að leiða saman hesta sína. Þetta er bara einn stakur leikur þar sem dagsform og andlegur styrkur á eftir að hafa mikið að segja," sagði Benedikt í samtali við Vísi. Grindvíkingar voru án Arnars Freys Jónssonar í síðasta leik liðanna og þá var liðið auðvitað ekki komið með framherjann skemmtilega Nick Bradford í sínar raðir. „Það vantaði bæði Bradford og Arnar Frey í síðasta leik og Grindavík er komið með frábæran hóp, rétt eins og við. Ég hugsa að bæði lið komi mjög vel undirbúin í þennan leik," sagði Benedikt. Allir mæta til leiks hjá KR Nokkur meiðsli hafa verið í herbúðum KR upp á síðkastið og við spurðum Benedikt hvernig staðan væri á köppum eins og Jóni Arnóri Stefánssyni, Helga Magnússyni og Fannari Ólafssyni. „Þeir hafa ekkert æft í viku en mættu báðir á æfingu í gær og Fannar líka. Þeim leið þokkalega en þeir eru dálítið stirðir eftir að hafa verið frá í smá tíma. Ég þekki þessa drengi og ég veit að þeir verða klárir í slaginn þó þeir hafi verið ferskari. Ég hefði viljað hafa þá lengur í undirbúningnum en það er ekki á allt kosið í þessu," sagði Benedikt. Nick Bradford á nú að baki tvo leiki fyrir Grindvíkinga og ljóst er að hann mun styrkja liðið mikið. Við spurðum Benedikt hvernig honum litist á að mæta Bradford. Grindavík datt í lukkupottinn „Ég þekki Bradford mjög vel og hef þjálfað á móti honum. Hann er einn besti útlendingur sem hefur komið hingað til lands og ber með sér mikla sigurhefð. Grindavík datt sannarlega í lukkupottinn þegar þeir fengu hann og hefðu ekki geta gert betur í kanamálum," sagði þjálfarinn. Ef leikurinn á morgun verður eitthvað í líkingu við síðustu tvo verður hann varla fyrir hjartveika. Við báðum Benedikt að ráða í stemminguna. „Ég ráðlegg fólki að koma ekki mikið klætt í höllina á morgun. Ég reikna með að verði allt pakkað og mikill hiti," sagði Benedikt. Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Sjá meira
„Ég reikna frekar með því að þetta verði stál í stál," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR þegar Vísir spurði hann út í undanúrslitaleik hans manna við Grindvíkinga í bikarnum á morgun. Eins og fram hefur komið hafa KR og Grindavík spilað tvo rafmagnaða spennuleiki til þessa í vetur og engin ástæða er til að ætla en að það sama verði uppi á teningnum í DHL-höllinni klukkan 16 á morgun. „Þarna eru tvö frábær lið að leiða saman hesta sína. Þetta er bara einn stakur leikur þar sem dagsform og andlegur styrkur á eftir að hafa mikið að segja," sagði Benedikt í samtali við Vísi. Grindvíkingar voru án Arnars Freys Jónssonar í síðasta leik liðanna og þá var liðið auðvitað ekki komið með framherjann skemmtilega Nick Bradford í sínar raðir. „Það vantaði bæði Bradford og Arnar Frey í síðasta leik og Grindavík er komið með frábæran hóp, rétt eins og við. Ég hugsa að bæði lið komi mjög vel undirbúin í þennan leik," sagði Benedikt. Allir mæta til leiks hjá KR Nokkur meiðsli hafa verið í herbúðum KR upp á síðkastið og við spurðum Benedikt hvernig staðan væri á köppum eins og Jóni Arnóri Stefánssyni, Helga Magnússyni og Fannari Ólafssyni. „Þeir hafa ekkert æft í viku en mættu báðir á æfingu í gær og Fannar líka. Þeim leið þokkalega en þeir eru dálítið stirðir eftir að hafa verið frá í smá tíma. Ég þekki þessa drengi og ég veit að þeir verða klárir í slaginn þó þeir hafi verið ferskari. Ég hefði viljað hafa þá lengur í undirbúningnum en það er ekki á allt kosið í þessu," sagði Benedikt. Nick Bradford á nú að baki tvo leiki fyrir Grindvíkinga og ljóst er að hann mun styrkja liðið mikið. Við spurðum Benedikt hvernig honum litist á að mæta Bradford. Grindavík datt í lukkupottinn „Ég þekki Bradford mjög vel og hef þjálfað á móti honum. Hann er einn besti útlendingur sem hefur komið hingað til lands og ber með sér mikla sigurhefð. Grindavík datt sannarlega í lukkupottinn þegar þeir fengu hann og hefðu ekki geta gert betur í kanamálum," sagði þjálfarinn. Ef leikurinn á morgun verður eitthvað í líkingu við síðustu tvo verður hann varla fyrir hjartveika. Við báðum Benedikt að ráða í stemminguna. „Ég ráðlegg fólki að koma ekki mikið klætt í höllina á morgun. Ég reikna með að verði allt pakkað og mikill hiti," sagði Benedikt.
Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Sjá meira