Allt pakkað og mikill hiti 23. janúar 2009 16:54 Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR „Ég reikna frekar með því að þetta verði stál í stál," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR þegar Vísir spurði hann út í undanúrslitaleik hans manna við Grindvíkinga í bikarnum á morgun. Eins og fram hefur komið hafa KR og Grindavík spilað tvo rafmagnaða spennuleiki til þessa í vetur og engin ástæða er til að ætla en að það sama verði uppi á teningnum í DHL-höllinni klukkan 16 á morgun. „Þarna eru tvö frábær lið að leiða saman hesta sína. Þetta er bara einn stakur leikur þar sem dagsform og andlegur styrkur á eftir að hafa mikið að segja," sagði Benedikt í samtali við Vísi. Grindvíkingar voru án Arnars Freys Jónssonar í síðasta leik liðanna og þá var liðið auðvitað ekki komið með framherjann skemmtilega Nick Bradford í sínar raðir. „Það vantaði bæði Bradford og Arnar Frey í síðasta leik og Grindavík er komið með frábæran hóp, rétt eins og við. Ég hugsa að bæði lið komi mjög vel undirbúin í þennan leik," sagði Benedikt. Allir mæta til leiks hjá KR Nokkur meiðsli hafa verið í herbúðum KR upp á síðkastið og við spurðum Benedikt hvernig staðan væri á köppum eins og Jóni Arnóri Stefánssyni, Helga Magnússyni og Fannari Ólafssyni. „Þeir hafa ekkert æft í viku en mættu báðir á æfingu í gær og Fannar líka. Þeim leið þokkalega en þeir eru dálítið stirðir eftir að hafa verið frá í smá tíma. Ég þekki þessa drengi og ég veit að þeir verða klárir í slaginn þó þeir hafi verið ferskari. Ég hefði viljað hafa þá lengur í undirbúningnum en það er ekki á allt kosið í þessu," sagði Benedikt. Nick Bradford á nú að baki tvo leiki fyrir Grindvíkinga og ljóst er að hann mun styrkja liðið mikið. Við spurðum Benedikt hvernig honum litist á að mæta Bradford. Grindavík datt í lukkupottinn „Ég þekki Bradford mjög vel og hef þjálfað á móti honum. Hann er einn besti útlendingur sem hefur komið hingað til lands og ber með sér mikla sigurhefð. Grindavík datt sannarlega í lukkupottinn þegar þeir fengu hann og hefðu ekki geta gert betur í kanamálum," sagði þjálfarinn. Ef leikurinn á morgun verður eitthvað í líkingu við síðustu tvo verður hann varla fyrir hjartveika. Við báðum Benedikt að ráða í stemminguna. „Ég ráðlegg fólki að koma ekki mikið klætt í höllina á morgun. Ég reikna með að verði allt pakkað og mikill hiti," sagði Benedikt. Dominos-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
„Ég reikna frekar með því að þetta verði stál í stál," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR þegar Vísir spurði hann út í undanúrslitaleik hans manna við Grindvíkinga í bikarnum á morgun. Eins og fram hefur komið hafa KR og Grindavík spilað tvo rafmagnaða spennuleiki til þessa í vetur og engin ástæða er til að ætla en að það sama verði uppi á teningnum í DHL-höllinni klukkan 16 á morgun. „Þarna eru tvö frábær lið að leiða saman hesta sína. Þetta er bara einn stakur leikur þar sem dagsform og andlegur styrkur á eftir að hafa mikið að segja," sagði Benedikt í samtali við Vísi. Grindvíkingar voru án Arnars Freys Jónssonar í síðasta leik liðanna og þá var liðið auðvitað ekki komið með framherjann skemmtilega Nick Bradford í sínar raðir. „Það vantaði bæði Bradford og Arnar Frey í síðasta leik og Grindavík er komið með frábæran hóp, rétt eins og við. Ég hugsa að bæði lið komi mjög vel undirbúin í þennan leik," sagði Benedikt. Allir mæta til leiks hjá KR Nokkur meiðsli hafa verið í herbúðum KR upp á síðkastið og við spurðum Benedikt hvernig staðan væri á köppum eins og Jóni Arnóri Stefánssyni, Helga Magnússyni og Fannari Ólafssyni. „Þeir hafa ekkert æft í viku en mættu báðir á æfingu í gær og Fannar líka. Þeim leið þokkalega en þeir eru dálítið stirðir eftir að hafa verið frá í smá tíma. Ég þekki þessa drengi og ég veit að þeir verða klárir í slaginn þó þeir hafi verið ferskari. Ég hefði viljað hafa þá lengur í undirbúningnum en það er ekki á allt kosið í þessu," sagði Benedikt. Nick Bradford á nú að baki tvo leiki fyrir Grindvíkinga og ljóst er að hann mun styrkja liðið mikið. Við spurðum Benedikt hvernig honum litist á að mæta Bradford. Grindavík datt í lukkupottinn „Ég þekki Bradford mjög vel og hef þjálfað á móti honum. Hann er einn besti útlendingur sem hefur komið hingað til lands og ber með sér mikla sigurhefð. Grindavík datt sannarlega í lukkupottinn þegar þeir fengu hann og hefðu ekki geta gert betur í kanamálum," sagði þjálfarinn. Ef leikurinn á morgun verður eitthvað í líkingu við síðustu tvo verður hann varla fyrir hjartveika. Við báðum Benedikt að ráða í stemminguna. „Ég ráðlegg fólki að koma ekki mikið klætt í höllina á morgun. Ég reikna með að verði allt pakkað og mikill hiti," sagði Benedikt.
Dominos-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira