Hvalveiðar gegn atvinnuleysi Einar K. Guðfinnsson skrifar 19. mars 2009 00:01 Hvalveiðar munu geta skipt miklu máli fyrir atvinnulíf okkar, ekki síst á Vesturlandi. Þegar þær hefjast nú með vorinu er áætlað að 200 til 250 manns hafi atvinnu af veiðum og vinnslu á langreyði og hrefnuveiðar og -vinnsla þurfa á allt að 50 manns að halda. Við erum hér að tala um 300 manna atvinnusköpun og það tafarlaust. Fá dæmi eru um slíka skjóta atvinnusköpun nú þegar mest ríður á. Það munar um minna í þessu hallæri, þegar til dæmis atvinnuleysi á Vesturlandi er komið yfir 400 manns. Það er því ábyrgðarhluti af hálfu þeirra sem hafa lagst gegn hvalveiðum, enda hefur því verið mætt af fullri hörku af heimamönnum, svo sem sveitarstjórnarmönnum og verkalýðshreyfingunni. Órofa samstaða þeirra með okkur, sem staðið höfum fyrir ákvörðunum um hvalveiðar til frambúðar, er því lofsverð og þakkarverð. Fundurinn á dögunum í Bíóhöllinni á Akranesi, þar sem var fullur salur af fólki, sannaði þetta og undirstrikaði hvað þetta er mikið alvöru- og framfaramál í hugum fólks. Óvissu afléttUm nokkurra daga skeið virtist ríkja óvissa um hvort hvalveiðar gætu haldið áfram núna í sumar. Ég gaf út reglugerð um áframhaldandi hvalveiðar, bæði á hrefnu og langreyði nú í janúar. Nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, brást illa við þessari ákvörðun minni eins og flestir muna og hafði í lítt dulbúnum hótunum vegna málsins. Niðurstaða hans var hins vegar sú að staðfesta ákvörðun mína. Nokkuð sem var borðleggjandi í rauninni, enda hafði hann engin rök til annars. Þetta er mikið ánægjuefni. Nú er ljóst að hvalamálin eru í höfn. Margra ára barátta okkar margra hefur skilað þessum árangri. Augljós rökÞað þarf varla að tíunda mjög röksemdirnar sem liggja að baki þeirri ákvörðun minni að tryggja að hvalveiðar geti haldið áfram. Ég hafði tekið sams konar ákvörðun árið 2006, um það bil ári eftir að ég varð sjávarútvegsráðherra. Þá eins og nú var uppi mikill hávaði og læti og látið í veðri vaka að hún myndi valda okkur skaða. Reynslan - sem jafnan er ólygnust - leiddi annað í ljós. Nú er heldur ekkert að óttast. Hvalveiðarnar verða okkur mikill efnahagslegur búhnykkur og munu ekki skaða aðrar atvinnugreinar. Það sannar reynslan. Gleymum því heldur ekki að við höfum veitt á þriðja hundrað hvali frá árinu 2003. Það er því komin margföld reynsla af þessum veiðum. Nauðsyn þess að halda áfram hvalveiðum er núna brýnni en nokkru sinni. Það er búið að sýna fram á að hvalurinn étur óhemju magn af fiski og er í beinni samkeppni við nytjastofna okkar um fæðu. Það hefur verið reiknað út af færustu sérfræðingum að ef við stunduðum hvalveiðar væri hægt að auka þorskveiðar. Svo einfalt er það. Þarf nokkuð frekari vitnanna við. Þetta er þess vegna einn liður í því að auka veiðar hér við land á nytjastofnum eins og þorski. Það er því ekki lítið ábyrgðarmál ef menn leggjast gegn slíku. Við erum líka núna að verða vitni að atvinnuleysi af stærðargráðu sem við höfum ekki séð áratugum saman. Nú verðum við að leggjast á árarnar við að nýta þau tækifæri sem við höfum. Hvalveiðar eru sannarlega hluti af því. Þegar allt leggst samanÞegar allt leggst saman, nauðsyn þess að veiða hval, að veiðarnar eru í samræmi við lög og reglur og fyrir liggur markaður fyrir vöruna, þá er í raun ekki eftir neinu að bíða. Enda gerir Hvalur hf. og hrefnuveiðimennirnir sig nú klára til að hefja nýja vertíð nú á haustmánuðum. Því miður var ekki mikið fyrr hægt að taka ákvörðun um útgáfu á kvótum í þeim mæli sem gert hefur verið núna. Því olli óvissa um sölu afurða sem ekki var aflétt fyrr en í lok síðasta árs. Óvissa í stjórnmálum tafði síðan málið, uns ég tók af skarið í janúar sl. Þar var rétt að öllu staðið, eins og sést af því að núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra treysti sér ekki til að afturkalla leyfið, þrátt fyrir að hann virtist hafa til þess löngun. Aðalmálið er þá þetta: Stefnan hefur verið mörkuð, eins og ég lagði upp með. Hvalveiðar munu hefjast og skapa fjölda nýrra starfa, auka atvinnusköpun og verða hluti af þeirri sjálfsögðu stefnu að nýta auðlindir hafsins til hagsbóta fyrir þjóðina. Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hvalveiðar munu geta skipt miklu máli fyrir atvinnulíf okkar, ekki síst á Vesturlandi. Þegar þær hefjast nú með vorinu er áætlað að 200 til 250 manns hafi atvinnu af veiðum og vinnslu á langreyði og hrefnuveiðar og -vinnsla þurfa á allt að 50 manns að halda. Við erum hér að tala um 300 manna atvinnusköpun og það tafarlaust. Fá dæmi eru um slíka skjóta atvinnusköpun nú þegar mest ríður á. Það munar um minna í þessu hallæri, þegar til dæmis atvinnuleysi á Vesturlandi er komið yfir 400 manns. Það er því ábyrgðarhluti af hálfu þeirra sem hafa lagst gegn hvalveiðum, enda hefur því verið mætt af fullri hörku af heimamönnum, svo sem sveitarstjórnarmönnum og verkalýðshreyfingunni. Órofa samstaða þeirra með okkur, sem staðið höfum fyrir ákvörðunum um hvalveiðar til frambúðar, er því lofsverð og þakkarverð. Fundurinn á dögunum í Bíóhöllinni á Akranesi, þar sem var fullur salur af fólki, sannaði þetta og undirstrikaði hvað þetta er mikið alvöru- og framfaramál í hugum fólks. Óvissu afléttUm nokkurra daga skeið virtist ríkja óvissa um hvort hvalveiðar gætu haldið áfram núna í sumar. Ég gaf út reglugerð um áframhaldandi hvalveiðar, bæði á hrefnu og langreyði nú í janúar. Nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, brást illa við þessari ákvörðun minni eins og flestir muna og hafði í lítt dulbúnum hótunum vegna málsins. Niðurstaða hans var hins vegar sú að staðfesta ákvörðun mína. Nokkuð sem var borðleggjandi í rauninni, enda hafði hann engin rök til annars. Þetta er mikið ánægjuefni. Nú er ljóst að hvalamálin eru í höfn. Margra ára barátta okkar margra hefur skilað þessum árangri. Augljós rökÞað þarf varla að tíunda mjög röksemdirnar sem liggja að baki þeirri ákvörðun minni að tryggja að hvalveiðar geti haldið áfram. Ég hafði tekið sams konar ákvörðun árið 2006, um það bil ári eftir að ég varð sjávarútvegsráðherra. Þá eins og nú var uppi mikill hávaði og læti og látið í veðri vaka að hún myndi valda okkur skaða. Reynslan - sem jafnan er ólygnust - leiddi annað í ljós. Nú er heldur ekkert að óttast. Hvalveiðarnar verða okkur mikill efnahagslegur búhnykkur og munu ekki skaða aðrar atvinnugreinar. Það sannar reynslan. Gleymum því heldur ekki að við höfum veitt á þriðja hundrað hvali frá árinu 2003. Það er því komin margföld reynsla af þessum veiðum. Nauðsyn þess að halda áfram hvalveiðum er núna brýnni en nokkru sinni. Það er búið að sýna fram á að hvalurinn étur óhemju magn af fiski og er í beinni samkeppni við nytjastofna okkar um fæðu. Það hefur verið reiknað út af færustu sérfræðingum að ef við stunduðum hvalveiðar væri hægt að auka þorskveiðar. Svo einfalt er það. Þarf nokkuð frekari vitnanna við. Þetta er þess vegna einn liður í því að auka veiðar hér við land á nytjastofnum eins og þorski. Það er því ekki lítið ábyrgðarmál ef menn leggjast gegn slíku. Við erum líka núna að verða vitni að atvinnuleysi af stærðargráðu sem við höfum ekki séð áratugum saman. Nú verðum við að leggjast á árarnar við að nýta þau tækifæri sem við höfum. Hvalveiðar eru sannarlega hluti af því. Þegar allt leggst samanÞegar allt leggst saman, nauðsyn þess að veiða hval, að veiðarnar eru í samræmi við lög og reglur og fyrir liggur markaður fyrir vöruna, þá er í raun ekki eftir neinu að bíða. Enda gerir Hvalur hf. og hrefnuveiðimennirnir sig nú klára til að hefja nýja vertíð nú á haustmánuðum. Því miður var ekki mikið fyrr hægt að taka ákvörðun um útgáfu á kvótum í þeim mæli sem gert hefur verið núna. Því olli óvissa um sölu afurða sem ekki var aflétt fyrr en í lok síðasta árs. Óvissa í stjórnmálum tafði síðan málið, uns ég tók af skarið í janúar sl. Þar var rétt að öllu staðið, eins og sést af því að núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra treysti sér ekki til að afturkalla leyfið, þrátt fyrir að hann virtist hafa til þess löngun. Aðalmálið er þá þetta: Stefnan hefur verið mörkuð, eins og ég lagði upp með. Hvalveiðar munu hefjast og skapa fjölda nýrra starfa, auka atvinnusköpun og verða hluti af þeirri sjálfsögðu stefnu að nýta auðlindir hafsins til hagsbóta fyrir þjóðina. Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun