Körfubolti

Fjögur lið yfir hundrað stigin í Subwaybikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Páll Axel Vilbergsson þurfti ekki margar mínútur til þess að skora 28 stig í dag.
Páll Axel Vilbergsson þurfti ekki margar mínútur til þess að skora 28 stig í dag. Mynd/Valli

Iceland Express deildarliðin Grindavík, Breiðablik, Njarðvík og Keflavík unnu öll góða sigra í sextán liða úrslitum Subwaybikars karla í dag. Grindavík vann Ármann 132-76, Breiðablik vann 102-58 sigur á ÍBV, Njarðvíkingar unnu UMFH 107-55 á Flúðum og Keflavík vann 100-90 sigur á Val á Hlíðarenda.

Páll Axel Vilbergsson var með 28 stig á 18 mínútum í 132-76 sigri Grindavíkur á 1.deildarliði Ármanns en Guðlaugur Eyjólfsson skoraði 18 stig og Darrell Flake var með 17 stig. John Davis skoraði 31 stig fyrir Ármann.

Sæmundur Oddsson skoraði 27 stig og Arnar Pétursson var með 15 stig í 102-58 sigri Blika á ÍBV í Smáranum. Kristján Tómasson skoraði 24 stig fyrir Eyjamenn.

Kristján Rúnar Sigurðsson var með 20 stig og Guðmundur Jónsson skoraði 19 stig í 107-55 sigri Njarðvíkur á UMFH á Flúðum. Mate Dalmay skoraði 20 stig fyrir Hrunamenn.

Gunnar Einarsson og Gunnar Hafsteinn Stefánsson skoruðu báðir 16 stig og þeir Þröstur Leó Jóhannsson og Hörður Axel Vilhjálmsson voru með 15 stig í 100-90 sigri Keflavíkur á Val í Vodafone-höllinni. Byron Davis var með 22 stig hjá Val og Hörður Hreiðarsson skoraði 17 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×