Búist við að Hershey geri tilboð í Cadbury Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. desember 2009 22:00 Cadbury súkkulaðiframleiðandinn er til sölu. Mynd/ AFP. Viðræður standa yfir um að súkkulaðiframleiðandinn Hershey yfirtaki breska Cadbury súkkulaðiframleiðandann, að því er BBC fréttastofan fullyrðir. Undanfarinn mánuð hefur Kraft Foods fyrirtækið verið að undirbúa 16 milljarða dala fjandsamlega yfirtöku á Cadbury. Hins vegar er talið að Hershey, sem nú þegar framleiðir nokkar Cadbury vörutegundir í Bandaríkjunum, geti boðið hærri upphæð í Cadbury. Þótt yfirtilboð sem Kraft gerði í Cadbury í síðasta mánuði jafngildi 2000 milljörðum íslenskra króna, þótti það nokkuð lágt miðað við markaðsvirði fyrirtækisins. Því er búist við því að stjórnendur Cadbury hafni þessu tilboði á morgun. Hins vegar muni stjórnendur fyrirtækisins ekki tjá sig um samningaviðræður við Hershey vegna þess að ekkert formlegt tilboð hafi verið lagt fram. Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Viðræður standa yfir um að súkkulaðiframleiðandinn Hershey yfirtaki breska Cadbury súkkulaðiframleiðandann, að því er BBC fréttastofan fullyrðir. Undanfarinn mánuð hefur Kraft Foods fyrirtækið verið að undirbúa 16 milljarða dala fjandsamlega yfirtöku á Cadbury. Hins vegar er talið að Hershey, sem nú þegar framleiðir nokkar Cadbury vörutegundir í Bandaríkjunum, geti boðið hærri upphæð í Cadbury. Þótt yfirtilboð sem Kraft gerði í Cadbury í síðasta mánuði jafngildi 2000 milljörðum íslenskra króna, þótti það nokkuð lágt miðað við markaðsvirði fyrirtækisins. Því er búist við því að stjórnendur Cadbury hafni þessu tilboði á morgun. Hins vegar muni stjórnendur fyrirtækisins ekki tjá sig um samningaviðræður við Hershey vegna þess að ekkert formlegt tilboð hafi verið lagt fram.
Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira