Viðskipti erlent

Bílum fækkar í Danmörku

Bílum fækkar í Danmörku í fyrsta sinn frá árinu 2001. Dönsk yfirvöld segja að skýringin sé sú að díselolía og bensín hafi hækkað mjög í verði. Sérfræðingar segja að efnahagslægðin hafi jafnframt þau áhrif að bílum fækki.

Bílum hefur fjölgað í Danmörku allt frá árinu 2001, en á þriðja fjórðungi ársins 2008 fækkaði bílum um 1,1%. Í október fækkaði þeim um 0,6% og samkvæmt nýjustu tölum frá opinberum eftirlitsaðilum hélt þeim áfram að fækka í nóvember. Tölur fyrir desember eru ekki tiltækar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×