Umfjöllun: HK fór létt með meistarana Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 14. desember 2009 22:45 Haukarnir áttu erfitt uppdráttar á móti frábærum varnarleik HK í kvöld. Þetta er því táknræn mynd. Mynd/Valli Í kvöld tók HK á móti taplausum Haukum í Digranesi í N1-deild karla í handknattleik. Þetta var síðasti leikurinn í deildinni fyrir jól en hún fer aftur af stað þann 4.febrúar á nýju ári. HK-ingar gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu yfir meistarana, 26-19 í skemmtilegum leik. Leikurinn fór rólega af stað og bæði lið voru lengi að finna rétta taktinn í sókninni. Að sama skapi spiluðu bæði liðin glimrandi varnarleik og staðan einungis 1-1 eftir níu minútna leik. Heimamenn tóku svo á skarið og stungu gestina af. Sveinbjörn Pétursson í marki heimamanna var í miklu stuði og varði tíu bolta í fyrri hálfleik. Það kom á óvart að staðan var 8-3 eftir tuttugu mínútna leik. Hauka liðið var engan veginn að finna sig og óhætt að segja að það hafi verið ósannfærandi í öllum sínum aðgerðum. Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var eðlilega orðinn pirraður og lét í sér heyra á hlíðarlínunni. Hann var einnig ósáttur með dómarana og þeir launuðu hann með gulu spjald í kjölfarið. HK-menn nutu þess að spila Haukana sundur og saman. Vörnin stóð eins og klettur og Sveinbjörn lokaði markinu. Heimamenn stungu gestina af og leiddu í hálfleik, 12-6. Seinni hálfleikur var einnig algjörlega í eigu heimamanna á öllum sviðum. Liðsheildin og spilagleðin skein af leikmönnum liðsins. Þeir héldu áfram að bæta forskotið og komust í níu marka forskot 16-7 og aldrei spurning að þeir ætluðu sér öll stigin í kvöld. Haukar reyndu allt hvað þeir gátu til að komast inn í leikinn og fá eitthvað út úr honum en lítið gekk. Þeir tóku Valdimar Fannar Þórsson og ÓIaf Víði Ólafsson úr umferð en það skipti engu og HK-menn héldu áfram að spila frábærlega í sókninni. Stemningin í Digranesi var góð í kvöld og fögnuðu heimamenn með áhorfendum eftir leik enda full ástæða til. Stórkostlegur Varnarleikur HK-manna og frábær frammistaða markmannsins Sveinbjörns Péturssonar stóð upp úr í kvöld. Sveinbjörn varði 22 skot og varði hvert dauðafærið eftir öðru. Liðsheildin var sterk og allir leikmenn liðsins voru tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan. Gestirnir áttu verulega slakan dag og áttu aldrei erindi í leikinn. Þeir voru óskipulagðir, hræddir og ósannfærandi í sókninni. Það vantaði alla leikmenn liðsins í Digranesið í kvöld því enginn virtist vera með meðvitund. Sama hvað liðið reyndi, ekkert gekk upp og fyrsta tap liðsins í deildinni í vetur staðreynd, lokatölur 26-19. Eftir sigur HK í kvöld eru þeir búnir að jafna FH, Akureyri og Val að stigum og öll liðin deila öðru til fimmta sætinu í deildinni. En því miður fyrir HK-menn þá eru þeir með slakasta árangurinn í innbyrðisviðureignum þessara liða og komast því ekki í deildarbikarinn.HK-Haukar 26-19 (12-6)Mörk HK (skot): Valdimar Fannar Þórsson 6/5 (9/5), Atli Ævar Ingólfsson 6 (11), Ragnar Hjaltested 5 (11), Bjarki Már Elísson 3 (4), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (4), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (7), Bjarki Már Gunnarsson 1 (1), Hákon Bridde 1 (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 22/2 (38/3) 58 %. Lárus Helgi Ólafsson 2 (5) Hraðaupphlaup: 3 (Vilhelm, Hákon, Bjarki) Fiskuð víti: 5 (Ólafur 2, Atli 2, Ragnar) Utan vallar: 8 mín. Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 3 (5), Guðmundur Árni Ólafsson 3/1 (6/2), Pétur Pálsson 3 (7), Þórður Rafn Guðmundsson 3 (6), Heimir Óli Heimisson 2 (4), Freyr Brynjarsson 2 (7), Einar Örn Jónsson 1 (1), Sigurbergur Sveinsson 1 (3/1), Björgvin Hólmgeirsson 1 (7). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 7 (21/4) 33 %. Aron Rafn Eðvarðsson 6 (18/1) 33% Hraðaupphlaup: 6 (Freyr 2, Pétur 2, Einar ,Elías) Fiskuð víti: 2 (Pétur 2) Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, fínir. Olís-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Sjá meira
Í kvöld tók HK á móti taplausum Haukum í Digranesi í N1-deild karla í handknattleik. Þetta var síðasti leikurinn í deildinni fyrir jól en hún fer aftur af stað þann 4.febrúar á nýju ári. HK-ingar gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu yfir meistarana, 26-19 í skemmtilegum leik. Leikurinn fór rólega af stað og bæði lið voru lengi að finna rétta taktinn í sókninni. Að sama skapi spiluðu bæði liðin glimrandi varnarleik og staðan einungis 1-1 eftir níu minútna leik. Heimamenn tóku svo á skarið og stungu gestina af. Sveinbjörn Pétursson í marki heimamanna var í miklu stuði og varði tíu bolta í fyrri hálfleik. Það kom á óvart að staðan var 8-3 eftir tuttugu mínútna leik. Hauka liðið var engan veginn að finna sig og óhætt að segja að það hafi verið ósannfærandi í öllum sínum aðgerðum. Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var eðlilega orðinn pirraður og lét í sér heyra á hlíðarlínunni. Hann var einnig ósáttur með dómarana og þeir launuðu hann með gulu spjald í kjölfarið. HK-menn nutu þess að spila Haukana sundur og saman. Vörnin stóð eins og klettur og Sveinbjörn lokaði markinu. Heimamenn stungu gestina af og leiddu í hálfleik, 12-6. Seinni hálfleikur var einnig algjörlega í eigu heimamanna á öllum sviðum. Liðsheildin og spilagleðin skein af leikmönnum liðsins. Þeir héldu áfram að bæta forskotið og komust í níu marka forskot 16-7 og aldrei spurning að þeir ætluðu sér öll stigin í kvöld. Haukar reyndu allt hvað þeir gátu til að komast inn í leikinn og fá eitthvað út úr honum en lítið gekk. Þeir tóku Valdimar Fannar Þórsson og ÓIaf Víði Ólafsson úr umferð en það skipti engu og HK-menn héldu áfram að spila frábærlega í sókninni. Stemningin í Digranesi var góð í kvöld og fögnuðu heimamenn með áhorfendum eftir leik enda full ástæða til. Stórkostlegur Varnarleikur HK-manna og frábær frammistaða markmannsins Sveinbjörns Péturssonar stóð upp úr í kvöld. Sveinbjörn varði 22 skot og varði hvert dauðafærið eftir öðru. Liðsheildin var sterk og allir leikmenn liðsins voru tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan. Gestirnir áttu verulega slakan dag og áttu aldrei erindi í leikinn. Þeir voru óskipulagðir, hræddir og ósannfærandi í sókninni. Það vantaði alla leikmenn liðsins í Digranesið í kvöld því enginn virtist vera með meðvitund. Sama hvað liðið reyndi, ekkert gekk upp og fyrsta tap liðsins í deildinni í vetur staðreynd, lokatölur 26-19. Eftir sigur HK í kvöld eru þeir búnir að jafna FH, Akureyri og Val að stigum og öll liðin deila öðru til fimmta sætinu í deildinni. En því miður fyrir HK-menn þá eru þeir með slakasta árangurinn í innbyrðisviðureignum þessara liða og komast því ekki í deildarbikarinn.HK-Haukar 26-19 (12-6)Mörk HK (skot): Valdimar Fannar Þórsson 6/5 (9/5), Atli Ævar Ingólfsson 6 (11), Ragnar Hjaltested 5 (11), Bjarki Már Elísson 3 (4), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (4), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (7), Bjarki Már Gunnarsson 1 (1), Hákon Bridde 1 (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 22/2 (38/3) 58 %. Lárus Helgi Ólafsson 2 (5) Hraðaupphlaup: 3 (Vilhelm, Hákon, Bjarki) Fiskuð víti: 5 (Ólafur 2, Atli 2, Ragnar) Utan vallar: 8 mín. Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 3 (5), Guðmundur Árni Ólafsson 3/1 (6/2), Pétur Pálsson 3 (7), Þórður Rafn Guðmundsson 3 (6), Heimir Óli Heimisson 2 (4), Freyr Brynjarsson 2 (7), Einar Örn Jónsson 1 (1), Sigurbergur Sveinsson 1 (3/1), Björgvin Hólmgeirsson 1 (7). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 7 (21/4) 33 %. Aron Rafn Eðvarðsson 6 (18/1) 33% Hraðaupphlaup: 6 (Freyr 2, Pétur 2, Einar ,Elías) Fiskuð víti: 2 (Pétur 2) Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, fínir.
Olís-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Sjá meira