Viðskipti erlent

Konur í stjórnum fá helmingi minna greitt en karlmenn

Konur sem sitja í stjórnum 350 stærstu fyrirtækjanna í Kauphöllinni í London fá greitt einungis helminginn af því sem karlar fá, samkvæmt nýrri rannsókn.

Meðaltekjur kvenna í stjórnum á rekstrarárinu 2008-2009 voru sem samsvarar rúmlega 36 milljónum króna og eru þá meðtalin laun, bónusar, fríðindi og lífeyrisgreiðslur. Karlmenn fengu hins vegar 73 milljónir.

Fyrirtækið sem sá um framkvæmd könnunarinnar segir að hluti skýringarinnar sé sú að meirihluti kvenna í stjórnum fyrirtækja séu millistjórnendur en þeir fá minna greitt en þeir sem eru hærra settir.

Af þeim 218 konum sem sitja í stjórnum 350 stærstu fyrirtækjanna eru 83% millistjórnendur en hinir eru æðri stjórnendur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×