Englandsbanki græddi 190 milljarða á bankabjörgunum 19. maí 2009 09:40 Englandsbanki hagnaðist um tæpan milljarð punda eða um 190 milljarða kr. á síðasta reikningsári bankans sem lauk í lok febrúar s.l. Í frétt um málið á Timesonline segir að bankinn hafi blómstrað á sama tíma og að sumir stærstu bankar landsins hafi farið á hnéin og þurft á björgunaraðgerðum að halda. Hagnaður Englandsbanka nú er fimmfalt meiri en á árinu 2008 og raunar sá mesti í sögu bankans sem nær aftur til ársins 1694. Ríkissjóður Englands hefur notið góðs af þessum mikla hagnaði því í apríl s.l. greiddi bankinn rúmlega 200 milljónir punda í ríkissjóðinn og reiknað er með að sama greiðsla komi á ný í október. Þessi hagnaður er bein afleiðing af björgunar- og stuðningsaðgerðum Englandsbanka við breska bankakerfið frá því á seinnihluta síðasta árs. Bankinn hefur tekið vexti og gjöld af þeim upphæðum sem hann hefur lánað út í bankakerfið. Talsmaður bankans segir að það hafi verið algerlega réttmætt af bankanum að taka gjöld fyrir þá aðstoð og þær lánalínur sem bankinn veitti. Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Englandsbanki hagnaðist um tæpan milljarð punda eða um 190 milljarða kr. á síðasta reikningsári bankans sem lauk í lok febrúar s.l. Í frétt um málið á Timesonline segir að bankinn hafi blómstrað á sama tíma og að sumir stærstu bankar landsins hafi farið á hnéin og þurft á björgunaraðgerðum að halda. Hagnaður Englandsbanka nú er fimmfalt meiri en á árinu 2008 og raunar sá mesti í sögu bankans sem nær aftur til ársins 1694. Ríkissjóður Englands hefur notið góðs af þessum mikla hagnaði því í apríl s.l. greiddi bankinn rúmlega 200 milljónir punda í ríkissjóðinn og reiknað er með að sama greiðsla komi á ný í október. Þessi hagnaður er bein afleiðing af björgunar- og stuðningsaðgerðum Englandsbanka við breska bankakerfið frá því á seinnihluta síðasta árs. Bankinn hefur tekið vexti og gjöld af þeim upphæðum sem hann hefur lánað út í bankakerfið. Talsmaður bankans segir að það hafi verið algerlega réttmætt af bankanum að taka gjöld fyrir þá aðstoð og þær lánalínur sem bankinn veitti.
Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira