Englandsbanki græddi 190 milljarða á bankabjörgunum 19. maí 2009 09:40 Englandsbanki hagnaðist um tæpan milljarð punda eða um 190 milljarða kr. á síðasta reikningsári bankans sem lauk í lok febrúar s.l. Í frétt um málið á Timesonline segir að bankinn hafi blómstrað á sama tíma og að sumir stærstu bankar landsins hafi farið á hnéin og þurft á björgunaraðgerðum að halda. Hagnaður Englandsbanka nú er fimmfalt meiri en á árinu 2008 og raunar sá mesti í sögu bankans sem nær aftur til ársins 1694. Ríkissjóður Englands hefur notið góðs af þessum mikla hagnaði því í apríl s.l. greiddi bankinn rúmlega 200 milljónir punda í ríkissjóðinn og reiknað er með að sama greiðsla komi á ný í október. Þessi hagnaður er bein afleiðing af björgunar- og stuðningsaðgerðum Englandsbanka við breska bankakerfið frá því á seinnihluta síðasta árs. Bankinn hefur tekið vexti og gjöld af þeim upphæðum sem hann hefur lánað út í bankakerfið. Talsmaður bankans segir að það hafi verið algerlega réttmætt af bankanum að taka gjöld fyrir þá aðstoð og þær lánalínur sem bankinn veitti. Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Englandsbanki hagnaðist um tæpan milljarð punda eða um 190 milljarða kr. á síðasta reikningsári bankans sem lauk í lok febrúar s.l. Í frétt um málið á Timesonline segir að bankinn hafi blómstrað á sama tíma og að sumir stærstu bankar landsins hafi farið á hnéin og þurft á björgunaraðgerðum að halda. Hagnaður Englandsbanka nú er fimmfalt meiri en á árinu 2008 og raunar sá mesti í sögu bankans sem nær aftur til ársins 1694. Ríkissjóður Englands hefur notið góðs af þessum mikla hagnaði því í apríl s.l. greiddi bankinn rúmlega 200 milljónir punda í ríkissjóðinn og reiknað er með að sama greiðsla komi á ný í október. Þessi hagnaður er bein afleiðing af björgunar- og stuðningsaðgerðum Englandsbanka við breska bankakerfið frá því á seinnihluta síðasta árs. Bankinn hefur tekið vexti og gjöld af þeim upphæðum sem hann hefur lánað út í bankakerfið. Talsmaður bankans segir að það hafi verið algerlega réttmætt af bankanum að taka gjöld fyrir þá aðstoð og þær lánalínur sem bankinn veitti.
Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira