Facebook Inc. fjölgar starfsmönnum um 40-50% 25. ágúst 2009 10:42 Facebook Inc., sem á og rekur samskiptavefinn Facebook, mun fjölga starfsmönnum sínum um 40-50 prósent á þessu ári að sögn hins 25 ára gamla forstjóra fyrirtækisins, Mark Zuckerberg. „Það eru fá fyrirtæki að ráða til sín fólk í dag. Margir mjög hæfir verkfræðingar eru atvinnulausir og það er því úr miklu að moða fyrir okkur í því árferði sem nú ríkir," segir forstjórinn í samtali við Bloomberg fréttaveituna. Facebook Inc. hefur um eitt þúsund starfsmenn á sínum snærum en fyrirtækið heldur að sér höndum og reynir eftir fremsta megni að halda kostnaði í lágmarki þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins vonast til þess að fyrirtækið skili jákvæðu sjóðstreymi á næsta ári. Nýsköpunarfyrirtæki líkt og Facebook Inc. eru gjarnan með neikvætt sjóðstreymi á fyrstu rekstrarárum sínum þar sem stofnkostnaður er vanalega hár. Í maí á þessu ári flutti Facebook Inc. í áratugagamalt húsnæði í Kaliforníu sem Zuckerberg kallar neðanjarðarbyrgið. Þar eru engin gólfefni heldur aðeins steypt gólf og auk þess eru eldgamlir límmiðar á útidyrahurð húsnæðisins. „Við erum mun nær upphafinu en endanum og því vil ég að fyrirtækið sé staðsett í byggingu sem líkist mjög stórum bílskúr heldur en að vera í nýtískulegri byggingu. Það lýsir okkar fyrirtæki best," segir forstjórinn ungi. Facebook samskiptavefurinn hefur vaxið gríðarlega og eru nú yfir 250 milljón notendur á samskiptavefnum. Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Facebook Inc., sem á og rekur samskiptavefinn Facebook, mun fjölga starfsmönnum sínum um 40-50 prósent á þessu ári að sögn hins 25 ára gamla forstjóra fyrirtækisins, Mark Zuckerberg. „Það eru fá fyrirtæki að ráða til sín fólk í dag. Margir mjög hæfir verkfræðingar eru atvinnulausir og það er því úr miklu að moða fyrir okkur í því árferði sem nú ríkir," segir forstjórinn í samtali við Bloomberg fréttaveituna. Facebook Inc. hefur um eitt þúsund starfsmenn á sínum snærum en fyrirtækið heldur að sér höndum og reynir eftir fremsta megni að halda kostnaði í lágmarki þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins vonast til þess að fyrirtækið skili jákvæðu sjóðstreymi á næsta ári. Nýsköpunarfyrirtæki líkt og Facebook Inc. eru gjarnan með neikvætt sjóðstreymi á fyrstu rekstrarárum sínum þar sem stofnkostnaður er vanalega hár. Í maí á þessu ári flutti Facebook Inc. í áratugagamalt húsnæði í Kaliforníu sem Zuckerberg kallar neðanjarðarbyrgið. Þar eru engin gólfefni heldur aðeins steypt gólf og auk þess eru eldgamlir límmiðar á útidyrahurð húsnæðisins. „Við erum mun nær upphafinu en endanum og því vil ég að fyrirtækið sé staðsett í byggingu sem líkist mjög stórum bílskúr heldur en að vera í nýtískulegri byggingu. Það lýsir okkar fyrirtæki best," segir forstjórinn ungi. Facebook samskiptavefurinn hefur vaxið gríðarlega og eru nú yfir 250 milljón notendur á samskiptavefnum.
Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira