Önnur sýning í Madison Square Garden 5. febrúar 2009 09:40 AFP LeBron James gat ekki verið minni maður en Kobe Bryant þegar lið hans Cleveland mætti í Madison Square Garden í New York í nótt og bar sigurorð af heimamönnum 107-102 í NBA deildinni. Heimavöllur New York Knicks er jafnan kallaður Mekka körfuboltans og þar þykir gott fyrir ferilskrána að eiga góða leiki - ekki síst fyrir menn eins og LeBron James, sem orðaður hefur verið við New York alveg síðan hann kom inn í deildina. Kobe Bryant fór hamförum með LA Lakers í Madison Square Garden í vikunni þegar hann skoraði 61 stig fyrir lið sitt í sigri á New York, en það var hæsta stigaskor gests í höllinni. LeBron James gat ekki verið minni maður en Kobe Bryant og átti ótrúlegan leik. Hann náði þrefaldri tvennu þegar hann skoraði 52 stig, hirti 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í nótt. James varð fyrsti maðurinn síðan 1975 sem nær þrennu með því að skora yfir 50 stig - síðast var það Kareem Abdul-Jabbar sem afrekaði það. James varð auk þess eini maðurinn auk Michael Jordan til að skora 50 stig eða meira í tvígang gegn New York í Madison Square Garden. James átti líka stórleik í mars í fyrra þegar hann skoraði 50 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst þar í sigurleik. "Ég er ekki að hugsa um tölfræðina, ég bara spila minn leik. Mér datt þó ekki í hug að mögulegt væri að ná þrennu ef maður skorar 50 stig," sagði James eftir þennan fjórða sigur Cleveland í röð. Al Harrington var atkvæðamestur hjá New York með 39 stig og 13 fráköst.Kidd í fjórða sæti á stoðsendingalistanum.Jason KiddNordicPhotos/GettyImagesLos Angeles Lakers vann fjórða leikinn í röð með 115-107 útisigri á Memphis. Kobe Bryant skoraði 36 stig fyrir Lakers og Pau Gasol 31 stig og hirti 15 fráköst. Joey Graham skoraði 24 stig fyrir Kanadaliðið.Dallas vann einnig fjórða leikinn í röð þegar liðið skellti Portland heima 104-99. Brandon Roy skoraði 26 stig fyrir Portland en Josh Howard var með 23 stig fyrir Dallas.Jason Kidd gaf 10 stoðsendingar fyrir Dallas og fór þar með upp fyrir goðsögnina Oscar Robertson í fjórða sætið á lista stoðsendingahæstu menn allra tíma í NBA.Hann vantar aðeins 105 stoðsendingar til að verða fjórði maðurinn í sögunni til að rjúfa 10,000 stoðsendinga múrinn. Hinir þrír eru John Stockton (15,806), Mark Jackson (10,334) og Magic Johnson (10,141).Golden State vann góðan sigur á Phoenix 124-112. Stephen Jackson náði sinni fyrstu þreföldu tvennu á ferlinum með 30 stigum, 11 fráköstum og 10 stoðsendingum. Jason Richardson skoraði 24 stig fyrir Phoenix.Memphis lagði Houston 104-93 þar sem nýliðinnn OJ Mayo skoraði 32 stig fyrir Memphis en Tracy McGrady 21 fyrir Houston.Denver vann nauman sigur á Oklahoma 114-113. Carmelo Anthony skoraði 32 stig fyrir Denver en Kevin Durant 31 fyrir Oklahoma.Atlanta lagði Minnesota 94-86, Chicago skellti New Orleans úti 107-94 þar sem New Orleans lék án Chris Paul og Detroit marði Miami 93-90 þrátt fyrir 29 stig og 13 stoðsendingar frá Dwyane Wade.New Jersey rótburstaði Washington á útivelli 115-88 og Orlando burstaði Clippers 125-96. NBA Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Tiger syrgir móður sína Golf Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
LeBron James gat ekki verið minni maður en Kobe Bryant þegar lið hans Cleveland mætti í Madison Square Garden í New York í nótt og bar sigurorð af heimamönnum 107-102 í NBA deildinni. Heimavöllur New York Knicks er jafnan kallaður Mekka körfuboltans og þar þykir gott fyrir ferilskrána að eiga góða leiki - ekki síst fyrir menn eins og LeBron James, sem orðaður hefur verið við New York alveg síðan hann kom inn í deildina. Kobe Bryant fór hamförum með LA Lakers í Madison Square Garden í vikunni þegar hann skoraði 61 stig fyrir lið sitt í sigri á New York, en það var hæsta stigaskor gests í höllinni. LeBron James gat ekki verið minni maður en Kobe Bryant og átti ótrúlegan leik. Hann náði þrefaldri tvennu þegar hann skoraði 52 stig, hirti 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í nótt. James varð fyrsti maðurinn síðan 1975 sem nær þrennu með því að skora yfir 50 stig - síðast var það Kareem Abdul-Jabbar sem afrekaði það. James varð auk þess eini maðurinn auk Michael Jordan til að skora 50 stig eða meira í tvígang gegn New York í Madison Square Garden. James átti líka stórleik í mars í fyrra þegar hann skoraði 50 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst þar í sigurleik. "Ég er ekki að hugsa um tölfræðina, ég bara spila minn leik. Mér datt þó ekki í hug að mögulegt væri að ná þrennu ef maður skorar 50 stig," sagði James eftir þennan fjórða sigur Cleveland í röð. Al Harrington var atkvæðamestur hjá New York með 39 stig og 13 fráköst.Kidd í fjórða sæti á stoðsendingalistanum.Jason KiddNordicPhotos/GettyImagesLos Angeles Lakers vann fjórða leikinn í röð með 115-107 útisigri á Memphis. Kobe Bryant skoraði 36 stig fyrir Lakers og Pau Gasol 31 stig og hirti 15 fráköst. Joey Graham skoraði 24 stig fyrir Kanadaliðið.Dallas vann einnig fjórða leikinn í röð þegar liðið skellti Portland heima 104-99. Brandon Roy skoraði 26 stig fyrir Portland en Josh Howard var með 23 stig fyrir Dallas.Jason Kidd gaf 10 stoðsendingar fyrir Dallas og fór þar með upp fyrir goðsögnina Oscar Robertson í fjórða sætið á lista stoðsendingahæstu menn allra tíma í NBA.Hann vantar aðeins 105 stoðsendingar til að verða fjórði maðurinn í sögunni til að rjúfa 10,000 stoðsendinga múrinn. Hinir þrír eru John Stockton (15,806), Mark Jackson (10,334) og Magic Johnson (10,141).Golden State vann góðan sigur á Phoenix 124-112. Stephen Jackson náði sinni fyrstu þreföldu tvennu á ferlinum með 30 stigum, 11 fráköstum og 10 stoðsendingum. Jason Richardson skoraði 24 stig fyrir Phoenix.Memphis lagði Houston 104-93 þar sem nýliðinnn OJ Mayo skoraði 32 stig fyrir Memphis en Tracy McGrady 21 fyrir Houston.Denver vann nauman sigur á Oklahoma 114-113. Carmelo Anthony skoraði 32 stig fyrir Denver en Kevin Durant 31 fyrir Oklahoma.Atlanta lagði Minnesota 94-86, Chicago skellti New Orleans úti 107-94 þar sem New Orleans lék án Chris Paul og Detroit marði Miami 93-90 þrátt fyrir 29 stig og 13 stoðsendingar frá Dwyane Wade.New Jersey rótburstaði Washington á útivelli 115-88 og Orlando burstaði Clippers 125-96.
NBA Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Tiger syrgir móður sína Golf Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira