Önnur sýning í Madison Square Garden 5. febrúar 2009 09:40 AFP LeBron James gat ekki verið minni maður en Kobe Bryant þegar lið hans Cleveland mætti í Madison Square Garden í New York í nótt og bar sigurorð af heimamönnum 107-102 í NBA deildinni. Heimavöllur New York Knicks er jafnan kallaður Mekka körfuboltans og þar þykir gott fyrir ferilskrána að eiga góða leiki - ekki síst fyrir menn eins og LeBron James, sem orðaður hefur verið við New York alveg síðan hann kom inn í deildina. Kobe Bryant fór hamförum með LA Lakers í Madison Square Garden í vikunni þegar hann skoraði 61 stig fyrir lið sitt í sigri á New York, en það var hæsta stigaskor gests í höllinni. LeBron James gat ekki verið minni maður en Kobe Bryant og átti ótrúlegan leik. Hann náði þrefaldri tvennu þegar hann skoraði 52 stig, hirti 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í nótt. James varð fyrsti maðurinn síðan 1975 sem nær þrennu með því að skora yfir 50 stig - síðast var það Kareem Abdul-Jabbar sem afrekaði það. James varð auk þess eini maðurinn auk Michael Jordan til að skora 50 stig eða meira í tvígang gegn New York í Madison Square Garden. James átti líka stórleik í mars í fyrra þegar hann skoraði 50 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst þar í sigurleik. "Ég er ekki að hugsa um tölfræðina, ég bara spila minn leik. Mér datt þó ekki í hug að mögulegt væri að ná þrennu ef maður skorar 50 stig," sagði James eftir þennan fjórða sigur Cleveland í röð. Al Harrington var atkvæðamestur hjá New York með 39 stig og 13 fráköst.Kidd í fjórða sæti á stoðsendingalistanum.Jason KiddNordicPhotos/GettyImagesLos Angeles Lakers vann fjórða leikinn í röð með 115-107 útisigri á Memphis. Kobe Bryant skoraði 36 stig fyrir Lakers og Pau Gasol 31 stig og hirti 15 fráköst. Joey Graham skoraði 24 stig fyrir Kanadaliðið.Dallas vann einnig fjórða leikinn í röð þegar liðið skellti Portland heima 104-99. Brandon Roy skoraði 26 stig fyrir Portland en Josh Howard var með 23 stig fyrir Dallas.Jason Kidd gaf 10 stoðsendingar fyrir Dallas og fór þar með upp fyrir goðsögnina Oscar Robertson í fjórða sætið á lista stoðsendingahæstu menn allra tíma í NBA.Hann vantar aðeins 105 stoðsendingar til að verða fjórði maðurinn í sögunni til að rjúfa 10,000 stoðsendinga múrinn. Hinir þrír eru John Stockton (15,806), Mark Jackson (10,334) og Magic Johnson (10,141).Golden State vann góðan sigur á Phoenix 124-112. Stephen Jackson náði sinni fyrstu þreföldu tvennu á ferlinum með 30 stigum, 11 fráköstum og 10 stoðsendingum. Jason Richardson skoraði 24 stig fyrir Phoenix.Memphis lagði Houston 104-93 þar sem nýliðinnn OJ Mayo skoraði 32 stig fyrir Memphis en Tracy McGrady 21 fyrir Houston.Denver vann nauman sigur á Oklahoma 114-113. Carmelo Anthony skoraði 32 stig fyrir Denver en Kevin Durant 31 fyrir Oklahoma.Atlanta lagði Minnesota 94-86, Chicago skellti New Orleans úti 107-94 þar sem New Orleans lék án Chris Paul og Detroit marði Miami 93-90 þrátt fyrir 29 stig og 13 stoðsendingar frá Dwyane Wade.New Jersey rótburstaði Washington á útivelli 115-88 og Orlando burstaði Clippers 125-96. NBA Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Sjá meira
LeBron James gat ekki verið minni maður en Kobe Bryant þegar lið hans Cleveland mætti í Madison Square Garden í New York í nótt og bar sigurorð af heimamönnum 107-102 í NBA deildinni. Heimavöllur New York Knicks er jafnan kallaður Mekka körfuboltans og þar þykir gott fyrir ferilskrána að eiga góða leiki - ekki síst fyrir menn eins og LeBron James, sem orðaður hefur verið við New York alveg síðan hann kom inn í deildina. Kobe Bryant fór hamförum með LA Lakers í Madison Square Garden í vikunni þegar hann skoraði 61 stig fyrir lið sitt í sigri á New York, en það var hæsta stigaskor gests í höllinni. LeBron James gat ekki verið minni maður en Kobe Bryant og átti ótrúlegan leik. Hann náði þrefaldri tvennu þegar hann skoraði 52 stig, hirti 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í nótt. James varð fyrsti maðurinn síðan 1975 sem nær þrennu með því að skora yfir 50 stig - síðast var það Kareem Abdul-Jabbar sem afrekaði það. James varð auk þess eini maðurinn auk Michael Jordan til að skora 50 stig eða meira í tvígang gegn New York í Madison Square Garden. James átti líka stórleik í mars í fyrra þegar hann skoraði 50 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst þar í sigurleik. "Ég er ekki að hugsa um tölfræðina, ég bara spila minn leik. Mér datt þó ekki í hug að mögulegt væri að ná þrennu ef maður skorar 50 stig," sagði James eftir þennan fjórða sigur Cleveland í röð. Al Harrington var atkvæðamestur hjá New York með 39 stig og 13 fráköst.Kidd í fjórða sæti á stoðsendingalistanum.Jason KiddNordicPhotos/GettyImagesLos Angeles Lakers vann fjórða leikinn í röð með 115-107 útisigri á Memphis. Kobe Bryant skoraði 36 stig fyrir Lakers og Pau Gasol 31 stig og hirti 15 fráköst. Joey Graham skoraði 24 stig fyrir Kanadaliðið.Dallas vann einnig fjórða leikinn í röð þegar liðið skellti Portland heima 104-99. Brandon Roy skoraði 26 stig fyrir Portland en Josh Howard var með 23 stig fyrir Dallas.Jason Kidd gaf 10 stoðsendingar fyrir Dallas og fór þar með upp fyrir goðsögnina Oscar Robertson í fjórða sætið á lista stoðsendingahæstu menn allra tíma í NBA.Hann vantar aðeins 105 stoðsendingar til að verða fjórði maðurinn í sögunni til að rjúfa 10,000 stoðsendinga múrinn. Hinir þrír eru John Stockton (15,806), Mark Jackson (10,334) og Magic Johnson (10,141).Golden State vann góðan sigur á Phoenix 124-112. Stephen Jackson náði sinni fyrstu þreföldu tvennu á ferlinum með 30 stigum, 11 fráköstum og 10 stoðsendingum. Jason Richardson skoraði 24 stig fyrir Phoenix.Memphis lagði Houston 104-93 þar sem nýliðinnn OJ Mayo skoraði 32 stig fyrir Memphis en Tracy McGrady 21 fyrir Houston.Denver vann nauman sigur á Oklahoma 114-113. Carmelo Anthony skoraði 32 stig fyrir Denver en Kevin Durant 31 fyrir Oklahoma.Atlanta lagði Minnesota 94-86, Chicago skellti New Orleans úti 107-94 þar sem New Orleans lék án Chris Paul og Detroit marði Miami 93-90 þrátt fyrir 29 stig og 13 stoðsendingar frá Dwyane Wade.New Jersey rótburstaði Washington á útivelli 115-88 og Orlando burstaði Clippers 125-96.
NBA Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Sjá meira