Önnur sýning í Madison Square Garden 5. febrúar 2009 09:40 AFP LeBron James gat ekki verið minni maður en Kobe Bryant þegar lið hans Cleveland mætti í Madison Square Garden í New York í nótt og bar sigurorð af heimamönnum 107-102 í NBA deildinni. Heimavöllur New York Knicks er jafnan kallaður Mekka körfuboltans og þar þykir gott fyrir ferilskrána að eiga góða leiki - ekki síst fyrir menn eins og LeBron James, sem orðaður hefur verið við New York alveg síðan hann kom inn í deildina. Kobe Bryant fór hamförum með LA Lakers í Madison Square Garden í vikunni þegar hann skoraði 61 stig fyrir lið sitt í sigri á New York, en það var hæsta stigaskor gests í höllinni. LeBron James gat ekki verið minni maður en Kobe Bryant og átti ótrúlegan leik. Hann náði þrefaldri tvennu þegar hann skoraði 52 stig, hirti 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í nótt. James varð fyrsti maðurinn síðan 1975 sem nær þrennu með því að skora yfir 50 stig - síðast var það Kareem Abdul-Jabbar sem afrekaði það. James varð auk þess eini maðurinn auk Michael Jordan til að skora 50 stig eða meira í tvígang gegn New York í Madison Square Garden. James átti líka stórleik í mars í fyrra þegar hann skoraði 50 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst þar í sigurleik. "Ég er ekki að hugsa um tölfræðina, ég bara spila minn leik. Mér datt þó ekki í hug að mögulegt væri að ná þrennu ef maður skorar 50 stig," sagði James eftir þennan fjórða sigur Cleveland í röð. Al Harrington var atkvæðamestur hjá New York með 39 stig og 13 fráköst.Kidd í fjórða sæti á stoðsendingalistanum.Jason KiddNordicPhotos/GettyImagesLos Angeles Lakers vann fjórða leikinn í röð með 115-107 útisigri á Memphis. Kobe Bryant skoraði 36 stig fyrir Lakers og Pau Gasol 31 stig og hirti 15 fráköst. Joey Graham skoraði 24 stig fyrir Kanadaliðið.Dallas vann einnig fjórða leikinn í röð þegar liðið skellti Portland heima 104-99. Brandon Roy skoraði 26 stig fyrir Portland en Josh Howard var með 23 stig fyrir Dallas.Jason Kidd gaf 10 stoðsendingar fyrir Dallas og fór þar með upp fyrir goðsögnina Oscar Robertson í fjórða sætið á lista stoðsendingahæstu menn allra tíma í NBA.Hann vantar aðeins 105 stoðsendingar til að verða fjórði maðurinn í sögunni til að rjúfa 10,000 stoðsendinga múrinn. Hinir þrír eru John Stockton (15,806), Mark Jackson (10,334) og Magic Johnson (10,141).Golden State vann góðan sigur á Phoenix 124-112. Stephen Jackson náði sinni fyrstu þreföldu tvennu á ferlinum með 30 stigum, 11 fráköstum og 10 stoðsendingum. Jason Richardson skoraði 24 stig fyrir Phoenix.Memphis lagði Houston 104-93 þar sem nýliðinnn OJ Mayo skoraði 32 stig fyrir Memphis en Tracy McGrady 21 fyrir Houston.Denver vann nauman sigur á Oklahoma 114-113. Carmelo Anthony skoraði 32 stig fyrir Denver en Kevin Durant 31 fyrir Oklahoma.Atlanta lagði Minnesota 94-86, Chicago skellti New Orleans úti 107-94 þar sem New Orleans lék án Chris Paul og Detroit marði Miami 93-90 þrátt fyrir 29 stig og 13 stoðsendingar frá Dwyane Wade.New Jersey rótburstaði Washington á útivelli 115-88 og Orlando burstaði Clippers 125-96. NBA Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
LeBron James gat ekki verið minni maður en Kobe Bryant þegar lið hans Cleveland mætti í Madison Square Garden í New York í nótt og bar sigurorð af heimamönnum 107-102 í NBA deildinni. Heimavöllur New York Knicks er jafnan kallaður Mekka körfuboltans og þar þykir gott fyrir ferilskrána að eiga góða leiki - ekki síst fyrir menn eins og LeBron James, sem orðaður hefur verið við New York alveg síðan hann kom inn í deildina. Kobe Bryant fór hamförum með LA Lakers í Madison Square Garden í vikunni þegar hann skoraði 61 stig fyrir lið sitt í sigri á New York, en það var hæsta stigaskor gests í höllinni. LeBron James gat ekki verið minni maður en Kobe Bryant og átti ótrúlegan leik. Hann náði þrefaldri tvennu þegar hann skoraði 52 stig, hirti 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í nótt. James varð fyrsti maðurinn síðan 1975 sem nær þrennu með því að skora yfir 50 stig - síðast var það Kareem Abdul-Jabbar sem afrekaði það. James varð auk þess eini maðurinn auk Michael Jordan til að skora 50 stig eða meira í tvígang gegn New York í Madison Square Garden. James átti líka stórleik í mars í fyrra þegar hann skoraði 50 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst þar í sigurleik. "Ég er ekki að hugsa um tölfræðina, ég bara spila minn leik. Mér datt þó ekki í hug að mögulegt væri að ná þrennu ef maður skorar 50 stig," sagði James eftir þennan fjórða sigur Cleveland í röð. Al Harrington var atkvæðamestur hjá New York með 39 stig og 13 fráköst.Kidd í fjórða sæti á stoðsendingalistanum.Jason KiddNordicPhotos/GettyImagesLos Angeles Lakers vann fjórða leikinn í röð með 115-107 útisigri á Memphis. Kobe Bryant skoraði 36 stig fyrir Lakers og Pau Gasol 31 stig og hirti 15 fráköst. Joey Graham skoraði 24 stig fyrir Kanadaliðið.Dallas vann einnig fjórða leikinn í röð þegar liðið skellti Portland heima 104-99. Brandon Roy skoraði 26 stig fyrir Portland en Josh Howard var með 23 stig fyrir Dallas.Jason Kidd gaf 10 stoðsendingar fyrir Dallas og fór þar með upp fyrir goðsögnina Oscar Robertson í fjórða sætið á lista stoðsendingahæstu menn allra tíma í NBA.Hann vantar aðeins 105 stoðsendingar til að verða fjórði maðurinn í sögunni til að rjúfa 10,000 stoðsendinga múrinn. Hinir þrír eru John Stockton (15,806), Mark Jackson (10,334) og Magic Johnson (10,141).Golden State vann góðan sigur á Phoenix 124-112. Stephen Jackson náði sinni fyrstu þreföldu tvennu á ferlinum með 30 stigum, 11 fráköstum og 10 stoðsendingum. Jason Richardson skoraði 24 stig fyrir Phoenix.Memphis lagði Houston 104-93 þar sem nýliðinnn OJ Mayo skoraði 32 stig fyrir Memphis en Tracy McGrady 21 fyrir Houston.Denver vann nauman sigur á Oklahoma 114-113. Carmelo Anthony skoraði 32 stig fyrir Denver en Kevin Durant 31 fyrir Oklahoma.Atlanta lagði Minnesota 94-86, Chicago skellti New Orleans úti 107-94 þar sem New Orleans lék án Chris Paul og Detroit marði Miami 93-90 þrátt fyrir 29 stig og 13 stoðsendingar frá Dwyane Wade.New Jersey rótburstaði Washington á útivelli 115-88 og Orlando burstaði Clippers 125-96.
NBA Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum