Umfjöllun: Akureyri hélt haus gegn Val og vann verðskuldaðan sigur Hjalti Þór Hreinsson skrifar 3. desember 2009 20:49 Heimir Örn skoraði fimm mörk í sex skotum. Akureyri vann góðan 29-25 sigur á Val í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri hefur þar með unnið fimm leiki í röð og er komið upp að hlið Vals á toppi deildarinnar. Bæði lið voru afar lengi að koma sér í gírinn. Nánar tiltekið um 20 mínútur. Sóknarmistök, feilsendingar, slök markvarsla hjá Akureyri og léleg sókn hjá Val, voru meðal þess sem sáust í Höllinni. Hafþór Einarsson, markmaður Akureyrar, tók svo við sér á meðan Hlynur Morthens kollegi hans hjá Val slakaði á. Þá komst Akureyri yfir í fyrsta sinn, í 9-8, og leiddi út hálfleikinn. Liðið komst mest þremur mörkum yfir, 16-13, en staðan í hálfleik var 16-14. Valsmenn fengu alls sex vítaköst í fyrri hálfleik og nýttu þau öll. Ernir Hrafn Arnarson Valsmaður skoraði aðeins eitt mark í heilum níu skotum í fyrri hálfleik. Valsmenn jöfnuðu leikinn í 18-18 eftir tíu mínútur en þá sigldi Akureyri fram úr. Inn á kom Hörður Flóki Ólafsson í markið og hann varði átta skot og átti þrjár stoðsendingar á stuttum tíma. Góð vörn og markvarsla lagði grunninn að fimm marka forystu Akureyrar, þegar staðan var 25-20 voru aðeins tíu mínútur til leiksloka. En eins og svo oft áður á það ekki við Akureyri að halda forystu og enn og aftur gerðu þeir leikinn sinn spennandi, án þess að þurfa það. Valsmenn minnkuðu muninn jafnt og þétt og gátu jafnað í 26-26 þegar Hörður varði og Jónatan Magnússon skoraði lykilmark, Akureyri þar með komið tveimur mörkum yfir og aðeins tvær og hálf eftir. Akureyri hélt haus og kláraði leikinn, unnu að lokum örugglega. Lokatölur 29-25. Áhorfendur í Höllinni í kvöld voru vel stemmdir og um 1000 talsins. Hjá heimamönnum dró Jónatan vagninn í fyrri hálfleik og hinn geðþekki bankastarfsmaður reif áhorfendur með liðinu þegar á móti blés. Heimir Örn var góður og Guðlaugur líka. Innkoma Flóka var góð. Hjá Val skutu Ernir og Elvar samtals 32 sinnum á markið og skoruðu þeir 9 mörk. Hlynur varði sæmilega í markinu en hann náði sér aldrei almennilega á strik, mörg skotanna sem hann varði voru slök skylduskot Akureyringa. Vörn Vals var ekki góð og sóknarleikurinn oft á tíðum tilviljunarkenndur og klaufalegur. Liðið fékk til að mynda fjórum sinnum dæmda á sig línu í seinni hálfleik. Akureyringar mega vel við una eftir sigurinn sem kom þeim upp að hlið Vals á toppi deildarinnar.Tölfræði leiksins:Akureyri-Valur 29-25 (16-14)Mörk Akureyrar (skot): Jónatan Magnússon 7 (16), Oddur Grétarsson 6 (9), Heimir Örn Árnason 5 (6), Árni Þór Sigtryggsson 4 (9), Guðlaugur Arnarsson 3 (3), Heiðar Þór Aðalsteinsson 2 (4), Andri Snær Stefánsson 1 (1), Hörður F. Sigþórsson 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 8 (16) 50%, Hafþór Einarsson 10 (28) 36%.Hraðaupphlaup: 6 (Oddur 3, Heimir, Andri, Guðlaugur).Fiskuð víti: 2 (Jónatan, Heimir).Utan vallar: 14 mín.Mörk Vals: Arnór Þór Gunnarsson 8/5 (10), Ernir Hrafn Arnarson 5 (18), Elvar Friðriksson 4/1 (14), Gunnar Ingi Jóhannsson 3 (6), Sigfús Páll Sigfússon 3 (3), Orri Freyr Gíslason 2 (2.Varin skot: Hlynur Morthens 16 () 36%, Friðrik Sigmarsson 0 (2) 0%.Hraðaupphlaup: 1 (Gunnar,).Fiskuð víti: 6 (Ingvar 3, Arnór, Ernir, Orri F.).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Ágætir. Olís-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Akureyri vann góðan 29-25 sigur á Val í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri hefur þar með unnið fimm leiki í röð og er komið upp að hlið Vals á toppi deildarinnar. Bæði lið voru afar lengi að koma sér í gírinn. Nánar tiltekið um 20 mínútur. Sóknarmistök, feilsendingar, slök markvarsla hjá Akureyri og léleg sókn hjá Val, voru meðal þess sem sáust í Höllinni. Hafþór Einarsson, markmaður Akureyrar, tók svo við sér á meðan Hlynur Morthens kollegi hans hjá Val slakaði á. Þá komst Akureyri yfir í fyrsta sinn, í 9-8, og leiddi út hálfleikinn. Liðið komst mest þremur mörkum yfir, 16-13, en staðan í hálfleik var 16-14. Valsmenn fengu alls sex vítaköst í fyrri hálfleik og nýttu þau öll. Ernir Hrafn Arnarson Valsmaður skoraði aðeins eitt mark í heilum níu skotum í fyrri hálfleik. Valsmenn jöfnuðu leikinn í 18-18 eftir tíu mínútur en þá sigldi Akureyri fram úr. Inn á kom Hörður Flóki Ólafsson í markið og hann varði átta skot og átti þrjár stoðsendingar á stuttum tíma. Góð vörn og markvarsla lagði grunninn að fimm marka forystu Akureyrar, þegar staðan var 25-20 voru aðeins tíu mínútur til leiksloka. En eins og svo oft áður á það ekki við Akureyri að halda forystu og enn og aftur gerðu þeir leikinn sinn spennandi, án þess að þurfa það. Valsmenn minnkuðu muninn jafnt og þétt og gátu jafnað í 26-26 þegar Hörður varði og Jónatan Magnússon skoraði lykilmark, Akureyri þar með komið tveimur mörkum yfir og aðeins tvær og hálf eftir. Akureyri hélt haus og kláraði leikinn, unnu að lokum örugglega. Lokatölur 29-25. Áhorfendur í Höllinni í kvöld voru vel stemmdir og um 1000 talsins. Hjá heimamönnum dró Jónatan vagninn í fyrri hálfleik og hinn geðþekki bankastarfsmaður reif áhorfendur með liðinu þegar á móti blés. Heimir Örn var góður og Guðlaugur líka. Innkoma Flóka var góð. Hjá Val skutu Ernir og Elvar samtals 32 sinnum á markið og skoruðu þeir 9 mörk. Hlynur varði sæmilega í markinu en hann náði sér aldrei almennilega á strik, mörg skotanna sem hann varði voru slök skylduskot Akureyringa. Vörn Vals var ekki góð og sóknarleikurinn oft á tíðum tilviljunarkenndur og klaufalegur. Liðið fékk til að mynda fjórum sinnum dæmda á sig línu í seinni hálfleik. Akureyringar mega vel við una eftir sigurinn sem kom þeim upp að hlið Vals á toppi deildarinnar.Tölfræði leiksins:Akureyri-Valur 29-25 (16-14)Mörk Akureyrar (skot): Jónatan Magnússon 7 (16), Oddur Grétarsson 6 (9), Heimir Örn Árnason 5 (6), Árni Þór Sigtryggsson 4 (9), Guðlaugur Arnarsson 3 (3), Heiðar Þór Aðalsteinsson 2 (4), Andri Snær Stefánsson 1 (1), Hörður F. Sigþórsson 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 8 (16) 50%, Hafþór Einarsson 10 (28) 36%.Hraðaupphlaup: 6 (Oddur 3, Heimir, Andri, Guðlaugur).Fiskuð víti: 2 (Jónatan, Heimir).Utan vallar: 14 mín.Mörk Vals: Arnór Þór Gunnarsson 8/5 (10), Ernir Hrafn Arnarson 5 (18), Elvar Friðriksson 4/1 (14), Gunnar Ingi Jóhannsson 3 (6), Sigfús Páll Sigfússon 3 (3), Orri Freyr Gíslason 2 (2.Varin skot: Hlynur Morthens 16 () 36%, Friðrik Sigmarsson 0 (2) 0%.Hraðaupphlaup: 1 (Gunnar,).Fiskuð víti: 6 (Ingvar 3, Arnór, Ernir, Orri F.).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Ágætir.
Olís-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira