Dr. Frank Soltis, aðalhönnuður IBM POWER örgjörvans sem meðal annars er notaður í PlayStation 3 og Xbox 360 leikjavélunum er væntanlegur hingað til lands á IBM Power ráðstefnu Nýherja og Skyggnis.
Hönnun Soltis markaði tímamót í þróun örgjörva á sínum tíma og var lausnin hans meðal annars notuð í ofurtölvuna Deep Blue frá IBM sem háði frægt skákeinvígi við rússneska stórmeistarann Garry Kasparov.
Í fréttatilkynningu frá Nýherja kemur fram að Soltis muni á IBM Power ráðstefnu, sem fram fer í Eldborg í Bláa lóninu 24. september, meðal annars fjalla um spennandi nýjungar í sjöundu kynslóð POWER örgjörvans frá IBM sem er á næsta leyti.
Tölvugúrú sækir Ísland heim
Jón Hákon Halldórsson skrifar
