Gunnleifur: Þetta kemur á endanum en getur tekið smá tíma Ómar Þorgeirsson skrifar 22. júlí 2009 07:00 Gunnleifur Gunnleifsson. Mynd/Vilhelm Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson er nú staddur í Noregi þar sem hann er við æfingar hjá Lilleström. Gunnleifur hafði farið á tvær æfingar með norska félaginu þegar Vísir tók stöðuna á honum í gær. „Ég er náttúrulega bara nýkominn til félagsins en þetta hefur bara gengið fínt og þetta er rosalega flott allt hjá þeim. Ég veit í raun og veru mjög lítið um framhaldið. Forráðamenn Lilleström stjórna þessu alveg og ég sé bara til hvernig þetta verður og held bara mínu striki eins og alltaf. Maður veit annars aldrei í þessu, hvernig þetta fer allt saman en ég er bara rólegur," segir Gunnleifur sem viðurkennir jafnframt að fleiri félög frá Noregi hafi sýnt sér áhuga. Gunnleifur er, eins og staðan er í dag, leikmaður HK og ætti að vera leikfær með Kópavogsliðinu í 1. deildinni en málið er örlítið flóknara en það. Markvörðurinn snjalli lék sem kunnugt er á láni hjá FC Vaduz í svissnesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en félagið hefur verið afar óliðlegt í að skrifa undir félagsskipti Gunnleifs aftur yfir í HK og hefur allt á hornum sér. Þess má geta að Keflvíkingurinn Guðmundur Steinarsson lék einnig þar og á við svipað vandamál að stríða við forráðamenn FC Vaduz eftir að félagið féll um deild. „Forráðamenn FC Vaduz eru búnir að vera með ótrúleg leiðindi. Ég var náttúrulega bara lánsmaður hjá þeim en þegar ég er að fara fram á að þeir sendi mér pappíra til þess að ég geti fengið leikheimild aftur með HK þá fæ ég bara senda reikninga sem þeir telja sig eiga inni hjá mér. Þar er til að mynda lækniskostnaður fyrir sjálfan mig upp á einhverjar 40 þúsund krónur eftir að ég meiddist í landsleiknum gegn Skotum og fleira í þeim dúr. Svona eru bara sumir og maður verður bara að eiga við það. Umboðsmaður minn og lögfræðingur eru að vinna í þessum málum og KSÍ er einnig búið að reyna að hjálpa mér. Þetta kemur á endanum en getur tekið einhvern smá tíma," segir Gunnleifur vongóður. Íslenski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson er nú staddur í Noregi þar sem hann er við æfingar hjá Lilleström. Gunnleifur hafði farið á tvær æfingar með norska félaginu þegar Vísir tók stöðuna á honum í gær. „Ég er náttúrulega bara nýkominn til félagsins en þetta hefur bara gengið fínt og þetta er rosalega flott allt hjá þeim. Ég veit í raun og veru mjög lítið um framhaldið. Forráðamenn Lilleström stjórna þessu alveg og ég sé bara til hvernig þetta verður og held bara mínu striki eins og alltaf. Maður veit annars aldrei í þessu, hvernig þetta fer allt saman en ég er bara rólegur," segir Gunnleifur sem viðurkennir jafnframt að fleiri félög frá Noregi hafi sýnt sér áhuga. Gunnleifur er, eins og staðan er í dag, leikmaður HK og ætti að vera leikfær með Kópavogsliðinu í 1. deildinni en málið er örlítið flóknara en það. Markvörðurinn snjalli lék sem kunnugt er á láni hjá FC Vaduz í svissnesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en félagið hefur verið afar óliðlegt í að skrifa undir félagsskipti Gunnleifs aftur yfir í HK og hefur allt á hornum sér. Þess má geta að Keflvíkingurinn Guðmundur Steinarsson lék einnig þar og á við svipað vandamál að stríða við forráðamenn FC Vaduz eftir að félagið féll um deild. „Forráðamenn FC Vaduz eru búnir að vera með ótrúleg leiðindi. Ég var náttúrulega bara lánsmaður hjá þeim en þegar ég er að fara fram á að þeir sendi mér pappíra til þess að ég geti fengið leikheimild aftur með HK þá fæ ég bara senda reikninga sem þeir telja sig eiga inni hjá mér. Þar er til að mynda lækniskostnaður fyrir sjálfan mig upp á einhverjar 40 þúsund krónur eftir að ég meiddist í landsleiknum gegn Skotum og fleira í þeim dúr. Svona eru bara sumir og maður verður bara að eiga við það. Umboðsmaður minn og lögfræðingur eru að vinna í þessum málum og KSÍ er einnig búið að reyna að hjálpa mér. Þetta kemur á endanum en getur tekið einhvern smá tíma," segir Gunnleifur vongóður.
Íslenski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Sjá meira