IE-deild karla: Njarðvík og Stjarnan áfram á sigurbraut Ómar Þorgeisson skrifar 1. nóvember 2009 21:00 Justin Shouse átti skoraði 37 stig í sigri Stjörnunnar í kvöld. Mynd/Vilhelm Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld þar sem Njarðvík, Stjarnan og Tindastóll unnu góða sigra. Leikurinn Njarðvíkur og KR í Ljónagryfjunni í Njarðvík var hnífjafn framan af og jafnt var á öllum tölum eftir fyrsta og annan leikhluta. Staðan var 25-25 eftir fyrsta leikhluta og 41-41 í hálfleik. KR-ingar fóru hins vegar með 54-56 forystu inn í lokaleikhlutann en það reyndist skammgóður vermir. KR-ingar leiddu 63-64 þegar fjórar mínútur lifðu leiks en þá tók við slæmur leikkafli hjá Vesturbæjarliðinu og Njarðvíkingar skoruðu 9 stig í röð og það reyndist of stór biti fyrir KR-inga og lokatölur urðu 76-68 fyrir Njarðvík. Guðmundur Jónsson var stigahæstur hjá Njarðvík með 21 stig en Jóhann Árni Ólafsson kom næstur með 17 stig. Hjá KR var Semaj Inge stigahæstur með 20 stig en Brynjar Þór Björnsson kom næstur með 17 stig. Njarðvík hefur alla fimm leiki sína til þessa en þetta var fyrsta tapa KR í fimm leikjum. Stjarnan hélt sigurgöngu sinni áfram með 83-92 sigri gegn ÍR í kaflaskiptum leik. ÍR leiddi leikinn lengi vel gegn Stjörnunni í Kennaraháskólanum í kvöld en staðan var 32-26 heimamönnum í ÍR í vil í hálfleik. ÍR hafði enn forystu 60-50 fyrir lokaleikhlutann en þá settu gestirnir í Stjörnunni í fluggír og skoruðu 32 stig gegn 13 stigum ÍR. Justin Shouse átti enn einn stórleikinn fyrir Stjörnuna í kvöld en hann skoraði 37 stig, tók 10 fráköst og átti 5 stoðsendingar. Jovan Zdravevski kom næstur með 22 stig og Kjartan Kjartansson skoraði 16 stig. Hjá ÍR var Nemanja Sovic atkvæðamestur með 19 stig en Steinar Arason skoraði 17 stig. Stjarnan hefur unnið alla fimm leiki sína til þessa í deildinni. Þá vann Tindastóll sinn fyrsta leik í deildinni í vetur þegar Breiðablik kom í heimsókn en lokatölur urðu 66-52. Amani Bin Daanish var stigahæstur hjá Tindastóli með 20 stig en hann kom til liðsins frá Grindavík á dögunum. Svavar Atli Birgisson kom næstur hjá Tindastóli með 16 stig og 8 fráköst. Hjá Breiðabliki var John Davis atkvæðamestur með 16 stig og 13 fráköst.Úrslit kvöldsins: Njarðvík-KR 76-68 (41-41) ÍR-Stjarnan 83-92 (32-26) Tindastóll-Breiðablik 66-52 (35-27) Dominos-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld þar sem Njarðvík, Stjarnan og Tindastóll unnu góða sigra. Leikurinn Njarðvíkur og KR í Ljónagryfjunni í Njarðvík var hnífjafn framan af og jafnt var á öllum tölum eftir fyrsta og annan leikhluta. Staðan var 25-25 eftir fyrsta leikhluta og 41-41 í hálfleik. KR-ingar fóru hins vegar með 54-56 forystu inn í lokaleikhlutann en það reyndist skammgóður vermir. KR-ingar leiddu 63-64 þegar fjórar mínútur lifðu leiks en þá tók við slæmur leikkafli hjá Vesturbæjarliðinu og Njarðvíkingar skoruðu 9 stig í röð og það reyndist of stór biti fyrir KR-inga og lokatölur urðu 76-68 fyrir Njarðvík. Guðmundur Jónsson var stigahæstur hjá Njarðvík með 21 stig en Jóhann Árni Ólafsson kom næstur með 17 stig. Hjá KR var Semaj Inge stigahæstur með 20 stig en Brynjar Þór Björnsson kom næstur með 17 stig. Njarðvík hefur alla fimm leiki sína til þessa en þetta var fyrsta tapa KR í fimm leikjum. Stjarnan hélt sigurgöngu sinni áfram með 83-92 sigri gegn ÍR í kaflaskiptum leik. ÍR leiddi leikinn lengi vel gegn Stjörnunni í Kennaraháskólanum í kvöld en staðan var 32-26 heimamönnum í ÍR í vil í hálfleik. ÍR hafði enn forystu 60-50 fyrir lokaleikhlutann en þá settu gestirnir í Stjörnunni í fluggír og skoruðu 32 stig gegn 13 stigum ÍR. Justin Shouse átti enn einn stórleikinn fyrir Stjörnuna í kvöld en hann skoraði 37 stig, tók 10 fráköst og átti 5 stoðsendingar. Jovan Zdravevski kom næstur með 22 stig og Kjartan Kjartansson skoraði 16 stig. Hjá ÍR var Nemanja Sovic atkvæðamestur með 19 stig en Steinar Arason skoraði 17 stig. Stjarnan hefur unnið alla fimm leiki sína til þessa í deildinni. Þá vann Tindastóll sinn fyrsta leik í deildinni í vetur þegar Breiðablik kom í heimsókn en lokatölur urðu 66-52. Amani Bin Daanish var stigahæstur hjá Tindastóli með 20 stig en hann kom til liðsins frá Grindavík á dögunum. Svavar Atli Birgisson kom næstur hjá Tindastóli með 16 stig og 8 fráköst. Hjá Breiðabliki var John Davis atkvæðamestur með 16 stig og 13 fráköst.Úrslit kvöldsins: Njarðvík-KR 76-68 (41-41) ÍR-Stjarnan 83-92 (32-26) Tindastóll-Breiðablik 66-52 (35-27)
Dominos-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira