Rússneskur auðmaður í tugmilljarða skilnaði 28. október 2009 11:32 Rússneski auðmaðurinn Boris Berezovsky stendur nú í skilnaðarmáli við eiginkonu sína Galinu þótt að þau hafi ekki búið saman í 10 ár. Galina gæti fengið allt að 100 milljónir punda, eða ríflega 20 milljarða kr., út úr skilnaðinum við Berezovsky. Samkvæmt frétt um málið í blaðinu Independent var Berezovsky fátækur rússneskur stærðfræðingur með mánaðarlaun upp á ca. 12.000 kr. þegar hann kynntist Galinu árið 1981 og þau giftu sig. Í dag er hann margfaldur milljarðamæringur. Auðæfi Berezovsky eru tilkomin vegna tengsla sinna við fjölskyldu Boris Jeltsin fyrrum Rússlandsforseta. Berezovsky var í innsta hring valdaklíkunnar í kringum Jeltsin og nýtti sér það óspart til að skara eld að eigin köku þegar opinberar eignir í Rússlandi voru einkavæddar. Meðal annars eignaðist Berezovsky verðmæta hluti í Aeroflot flugfélaginu og ýmsum olíufélögum. Berezovsky studdi Putin árið 2000 en síðan slettist upp á vinskap þeirra þegar Putin losaði sig við öll tengsl við þá rússnesku auðmenn sem nýtt höfðu sér Jeltsin á sínum tíma. Eftir það flutti Berezovsky til Bretlands og fékk þar hæli sem pólitískur flóttamaður árið 2003. Rússnesk yfirvöld hafa lengi reynt að fá hann framseldan vegna ásakana um spillingu og fjárdrátt. Galina býr í London þótt þau hafi ekki búið saman í áratug en hún á tvö börn með Berezovsky. Hún hefur nú sótt opinberlega um skilnað. Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Rússneski auðmaðurinn Boris Berezovsky stendur nú í skilnaðarmáli við eiginkonu sína Galinu þótt að þau hafi ekki búið saman í 10 ár. Galina gæti fengið allt að 100 milljónir punda, eða ríflega 20 milljarða kr., út úr skilnaðinum við Berezovsky. Samkvæmt frétt um málið í blaðinu Independent var Berezovsky fátækur rússneskur stærðfræðingur með mánaðarlaun upp á ca. 12.000 kr. þegar hann kynntist Galinu árið 1981 og þau giftu sig. Í dag er hann margfaldur milljarðamæringur. Auðæfi Berezovsky eru tilkomin vegna tengsla sinna við fjölskyldu Boris Jeltsin fyrrum Rússlandsforseta. Berezovsky var í innsta hring valdaklíkunnar í kringum Jeltsin og nýtti sér það óspart til að skara eld að eigin köku þegar opinberar eignir í Rússlandi voru einkavæddar. Meðal annars eignaðist Berezovsky verðmæta hluti í Aeroflot flugfélaginu og ýmsum olíufélögum. Berezovsky studdi Putin árið 2000 en síðan slettist upp á vinskap þeirra þegar Putin losaði sig við öll tengsl við þá rússnesku auðmenn sem nýtt höfðu sér Jeltsin á sínum tíma. Eftir það flutti Berezovsky til Bretlands og fékk þar hæli sem pólitískur flóttamaður árið 2003. Rússnesk yfirvöld hafa lengi reynt að fá hann framseldan vegna ásakana um spillingu og fjárdrátt. Galina býr í London þótt þau hafi ekki búið saman í áratug en hún á tvö börn með Berezovsky. Hún hefur nú sótt opinberlega um skilnað.
Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira