Formenn og foringjar Jón Kaldal skrifar 17. september 2009 06:00 Markaðsrannsóknafyrirtækið MMR birti í gær athyglisverðar niðurstöður úr skoðanakönnun á því hversu mikið traust þjóðin ber til forystumanna stjórnmálaflokkanna. Slíkar kannanir á trausti og vinsældum einstaka stjórnmálamanna þegar langt er til kosninga eru auðvitað fyrst og fremst ákveðin gerð af dægrastyttingu. Raunverulegt mat á frammistöðu manna kemur í ljós þegar kjörkassar eru opnaðir, sem verður tæplega á næstunni. Það sem gerir könnun MMR sérstaklega fróðlega er tímasetningin. Hún er gerð beint í kjölfar einhverra mestu átaka í stjórnmálasögu lýðveldisins og er fyrir vikið viss punktmæling á frammistöðu forystumanna flokkanna í þeim atgangi öllum. Útkoman er misuppörvandi fyrir flokksformennina og er reyndar beinlínis slæm fyrir alla nema einn. Er það þó sá sem mestur eldur hefur brunnið á undanfarna mánuði. Á sama tíma og traust annarra dalar stendur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra óhaggaður, líkt og hann gerði í allt sumar. Uppskeran er sú að hann nýtur nú mest trausts meðal þjóðarinnar af öllum flokksformönnunum. Þessu til viðbótar er Steingrímur líka sterkastur á heimavelli, því hann nýtur meiri stuðnings í eigin flokki en aðrir forystumenn í sínum flokkum. Samkvæmt könnun MMR nýtur hann trausts 93,2 prósent þeirra sem segjast myndu kjósa VG. Aðeins einn formaður kemst nálægt Steingrími í þeim efnum og það er Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, með 82,9 prósent meðal sinna flokksmanna. Ýmsir hávaðaseggir hafa veist að Steingrími með brigslum um svik við hugsjónir VG. Sá mikli stuðningur sem hann fær innan úr eigin röðum sýnir þó að sú gagnrýni hefur að mestu misst marks. Þar á bæ virðist fólk almennt átta sig á því að það getur verið ákveðin hugsjón í því að velja sér það stjórnarsamstarf þar sem líklegast er að stefnumálin komist í framkvæmd, gegn vissum málamiðlunum, fremur en að dæma sig til áhrifaleysis með einstrengingshætti. Þetta er þó ekki einhlítt innan VG. Ögmundur Jónasson hefur verið í forystu fyrir andstæð sjónarmið. Niðurstaða könnunar MMR hlýtur að verða honum tilefni til að hugsa sinn gang. Og könnunin er örugglega fleirum íhugunarefni. Þar á meðal Jóhönnu Sigurðardóttur því traustið á henni snarfellur frá fyrri slíkum mælingum. Má það örugglega meðal annars rekja til þess að forsætisráðherra hefur ekki sinnt því hlutverki sínu að eiga í samræðum við fólkið í landinu. Vissulega birtist Jóhanna reglulega í fréttum og segir nokkur orð um þau mál sem eru á dagskrá hverju sinni en meira þarf að koma til en það. Mestar áhyggjur hljóta þó formenn og flokksmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að hafa. Þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eiga greinilega langt í land með að fylkja sínu liði að baki sér. Bjarni nýtur aðeins trausts 60 prósent flokksmanna sinna og traust Sigmundar meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins er 67 prósent. Það er auðvitað sitthvað að vera formaður og foringi. Og menn eru ekki það fyrra lengi nema þeir séu líka það seinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Markaðsrannsóknafyrirtækið MMR birti í gær athyglisverðar niðurstöður úr skoðanakönnun á því hversu mikið traust þjóðin ber til forystumanna stjórnmálaflokkanna. Slíkar kannanir á trausti og vinsældum einstaka stjórnmálamanna þegar langt er til kosninga eru auðvitað fyrst og fremst ákveðin gerð af dægrastyttingu. Raunverulegt mat á frammistöðu manna kemur í ljós þegar kjörkassar eru opnaðir, sem verður tæplega á næstunni. Það sem gerir könnun MMR sérstaklega fróðlega er tímasetningin. Hún er gerð beint í kjölfar einhverra mestu átaka í stjórnmálasögu lýðveldisins og er fyrir vikið viss punktmæling á frammistöðu forystumanna flokkanna í þeim atgangi öllum. Útkoman er misuppörvandi fyrir flokksformennina og er reyndar beinlínis slæm fyrir alla nema einn. Er það þó sá sem mestur eldur hefur brunnið á undanfarna mánuði. Á sama tíma og traust annarra dalar stendur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra óhaggaður, líkt og hann gerði í allt sumar. Uppskeran er sú að hann nýtur nú mest trausts meðal þjóðarinnar af öllum flokksformönnunum. Þessu til viðbótar er Steingrímur líka sterkastur á heimavelli, því hann nýtur meiri stuðnings í eigin flokki en aðrir forystumenn í sínum flokkum. Samkvæmt könnun MMR nýtur hann trausts 93,2 prósent þeirra sem segjast myndu kjósa VG. Aðeins einn formaður kemst nálægt Steingrími í þeim efnum og það er Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, með 82,9 prósent meðal sinna flokksmanna. Ýmsir hávaðaseggir hafa veist að Steingrími með brigslum um svik við hugsjónir VG. Sá mikli stuðningur sem hann fær innan úr eigin röðum sýnir þó að sú gagnrýni hefur að mestu misst marks. Þar á bæ virðist fólk almennt átta sig á því að það getur verið ákveðin hugsjón í því að velja sér það stjórnarsamstarf þar sem líklegast er að stefnumálin komist í framkvæmd, gegn vissum málamiðlunum, fremur en að dæma sig til áhrifaleysis með einstrengingshætti. Þetta er þó ekki einhlítt innan VG. Ögmundur Jónasson hefur verið í forystu fyrir andstæð sjónarmið. Niðurstaða könnunar MMR hlýtur að verða honum tilefni til að hugsa sinn gang. Og könnunin er örugglega fleirum íhugunarefni. Þar á meðal Jóhönnu Sigurðardóttur því traustið á henni snarfellur frá fyrri slíkum mælingum. Má það örugglega meðal annars rekja til þess að forsætisráðherra hefur ekki sinnt því hlutverki sínu að eiga í samræðum við fólkið í landinu. Vissulega birtist Jóhanna reglulega í fréttum og segir nokkur orð um þau mál sem eru á dagskrá hverju sinni en meira þarf að koma til en það. Mestar áhyggjur hljóta þó formenn og flokksmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að hafa. Þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eiga greinilega langt í land með að fylkja sínu liði að baki sér. Bjarni nýtur aðeins trausts 60 prósent flokksmanna sinna og traust Sigmundar meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins er 67 prósent. Það er auðvitað sitthvað að vera formaður og foringi. Og menn eru ekki það fyrra lengi nema þeir séu líka það seinna.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun