Einar Andri: Margir eiga eftir að verða A-landsliðsmenn og atvinnumenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2009 20:15 Aron Pálmarsson er fyrirliði 19 ára landsliðsins. Mynd/Stefán Íslenska 19 ára landsliðið í handbolta er að standa sig frábærlega á HM í Túnis en liðið er komið alla leið í undanúrslitin þar sem liðið mætir heimamönnum á morgun. „Þetta er búið að ganga rosalega vel og í rauninni framar vonum miðað við hvernig undirbúningurinn var hjá okkur. Það voru mikið af meiðslum hjá okkur í sumar og við misstum síðan lykilmann út rétt fyrir mótið þegar Sigurður Ágústsson sleit krossband. Þetta er búið að vera flott mót og við erum búnir að bæta okkur í hverjum leik," sagði Einar Andri Einarsson annar þjálfari 19 ára landsliðsins. Einar Andri þjálfar liðið ásamt nafna sínum Einari Guðmundssyni. Hann segir að sigurinn á Frökkum í riðlinum hafi gefið íslenska liðinu mikið. „Við náðum upp rosalegri stemmningu fyrir þann leik og spiluðum frábæran handbolta. Þeir eru alveg með mannskap til þess að vinna þetta mót. Við hittum á rétta leikinn þar og þessi sigur hleypti í sjálfstrausti og stemmningu inn í liðið," segir Einar Andri. Íslensku strákarnir tryggðu sér inn í undanúrslitin með 43-37 sigri á Norðmönnum í átta liða úrslitum. „Við vorum í basli í fyrri hálfleik þar sem þeir voru að spila frábæran sóknarleik. Við vissum það þegar við fórum inn í hálfleikinn að við ættum gríðarlega mikið inni. Eftir fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik þá fundum við að við værum komnir með þá. Við komust yfir þegar 22 mínútur voru eftir að eftir það var þetta engin spurning. Við spiluðum frábæra sókn og fengum síðan vörn og markvörslu í gang í seinni hálfleik," segir Einar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi hópur stendur sig vel á stórmóti. „Við fórum í undanúrslit á EM í Tékklandi í fyrra þar sem að við töpuðum fyrir Þjóðverjum. Það kemur ekkert á óvart að við séum komnir aftir svona langt en á svona mótum þarf að vinna réttu leikina og hitta á rétta daginn," segir Einar Andri. Aron að koma sterkur upp eftir erfið meiðsliRagnar Jóhannsson hefur spilað vel með 19 ára landsliðinu á HM í Túnis.Mynd/AntonAron Pálmarsson er fyrirliði og leiðtogi liðsins en hann er komast í gang á ný eftir meiðsli. „Aron kom í raunninni bara í fyrsta skiptið upp á móti Norðmönnum. Við erum búnir að vera að halda niðri leiktímanum hjá honum en hann er búinn að vera að bæta í hægt og rólega," sagði Einar Andri sem nefnir líka fleiri leikmenn sem hafa spilað vel á mótinu.„Ragnar Jóhannsson, örvhent skytta frá Selfossi, er búinn að vera frábær sem og Ólafur Guðmundsson. Það má líka nefna fleiri leikmenn í liðinu því það hafa allir verið að skila sínu," segir Einar Andri.Guðmundur Árni Ólafsson, hornamaður frá Selfossi, og Ólafur Guðmundsson, skytta úr FH eru markahæsti leikmenn liðsins með 30 mörk í fimm leikjum en Róbert hefur skorað 28 mörk.„Það eru margir leikmenn hérna sem eiga eftir að verða A-landsliðsmenn og atvinnumenn og það er ekki langt í það. Liðið hefur fína breidd og það eru allir að skila sínu og leggja sig fram í þetta," segir Einar og bætir við:„Þetta er rosalega þéttur og samstilltur hópur. Við Einar erum búnir að vera má þá í fjögur ár og höfum spilað sama leikstíl og lagt þetta upp eins öll árin. Menn vita alveg að hverju þeir ganga," segir Einar. Leikurinn á móti Túnis hefst klukkan 19.00 á morgun að íslenskum tíma."Við vitum voða lítið um Túnisliðið en það er rosaleg stemmning með þeim hérna og fullt hús á öllum leikjum þeirra. Þeir spila framliggjandi og grimmar vörn og það eru mikil læti í þeim. Þeir eru mjög vel spilandi og eru búnir að koma gríðarlega mikið á óvart," segir Einar Andri um mótherja morgundagsins.„Þetta er bara jafn og spennandi leikur sem getur farið hvernig sem er. Við þurfum á öllu okkar að halda til þess að klára það," sagði Einar Andri að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
Íslenska 19 ára landsliðið í handbolta er að standa sig frábærlega á HM í Túnis en liðið er komið alla leið í undanúrslitin þar sem liðið mætir heimamönnum á morgun. „Þetta er búið að ganga rosalega vel og í rauninni framar vonum miðað við hvernig undirbúningurinn var hjá okkur. Það voru mikið af meiðslum hjá okkur í sumar og við misstum síðan lykilmann út rétt fyrir mótið þegar Sigurður Ágústsson sleit krossband. Þetta er búið að vera flott mót og við erum búnir að bæta okkur í hverjum leik," sagði Einar Andri Einarsson annar þjálfari 19 ára landsliðsins. Einar Andri þjálfar liðið ásamt nafna sínum Einari Guðmundssyni. Hann segir að sigurinn á Frökkum í riðlinum hafi gefið íslenska liðinu mikið. „Við náðum upp rosalegri stemmningu fyrir þann leik og spiluðum frábæran handbolta. Þeir eru alveg með mannskap til þess að vinna þetta mót. Við hittum á rétta leikinn þar og þessi sigur hleypti í sjálfstrausti og stemmningu inn í liðið," segir Einar Andri. Íslensku strákarnir tryggðu sér inn í undanúrslitin með 43-37 sigri á Norðmönnum í átta liða úrslitum. „Við vorum í basli í fyrri hálfleik þar sem þeir voru að spila frábæran sóknarleik. Við vissum það þegar við fórum inn í hálfleikinn að við ættum gríðarlega mikið inni. Eftir fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik þá fundum við að við værum komnir með þá. Við komust yfir þegar 22 mínútur voru eftir að eftir það var þetta engin spurning. Við spiluðum frábæra sókn og fengum síðan vörn og markvörslu í gang í seinni hálfleik," segir Einar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi hópur stendur sig vel á stórmóti. „Við fórum í undanúrslit á EM í Tékklandi í fyrra þar sem að við töpuðum fyrir Þjóðverjum. Það kemur ekkert á óvart að við séum komnir aftir svona langt en á svona mótum þarf að vinna réttu leikina og hitta á rétta daginn," segir Einar Andri. Aron að koma sterkur upp eftir erfið meiðsliRagnar Jóhannsson hefur spilað vel með 19 ára landsliðinu á HM í Túnis.Mynd/AntonAron Pálmarsson er fyrirliði og leiðtogi liðsins en hann er komast í gang á ný eftir meiðsli. „Aron kom í raunninni bara í fyrsta skiptið upp á móti Norðmönnum. Við erum búnir að vera að halda niðri leiktímanum hjá honum en hann er búinn að vera að bæta í hægt og rólega," sagði Einar Andri sem nefnir líka fleiri leikmenn sem hafa spilað vel á mótinu.„Ragnar Jóhannsson, örvhent skytta frá Selfossi, er búinn að vera frábær sem og Ólafur Guðmundsson. Það má líka nefna fleiri leikmenn í liðinu því það hafa allir verið að skila sínu," segir Einar Andri.Guðmundur Árni Ólafsson, hornamaður frá Selfossi, og Ólafur Guðmundsson, skytta úr FH eru markahæsti leikmenn liðsins með 30 mörk í fimm leikjum en Róbert hefur skorað 28 mörk.„Það eru margir leikmenn hérna sem eiga eftir að verða A-landsliðsmenn og atvinnumenn og það er ekki langt í það. Liðið hefur fína breidd og það eru allir að skila sínu og leggja sig fram í þetta," segir Einar og bætir við:„Þetta er rosalega þéttur og samstilltur hópur. Við Einar erum búnir að vera má þá í fjögur ár og höfum spilað sama leikstíl og lagt þetta upp eins öll árin. Menn vita alveg að hverju þeir ganga," segir Einar. Leikurinn á móti Túnis hefst klukkan 19.00 á morgun að íslenskum tíma."Við vitum voða lítið um Túnisliðið en það er rosaleg stemmning með þeim hérna og fullt hús á öllum leikjum þeirra. Þeir spila framliggjandi og grimmar vörn og það eru mikil læti í þeim. Þeir eru mjög vel spilandi og eru búnir að koma gríðarlega mikið á óvart," segir Einar Andri um mótherja morgundagsins.„Þetta er bara jafn og spennandi leikur sem getur farið hvernig sem er. Við þurfum á öllu okkar að halda til þess að klára það," sagði Einar Andri að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira