Skuldatryggingarálag Dubai hærra en Íslands, gjaldþrot yfirvofandi 26. nóvember 2009 08:59 Skuldatryggingarálagið á ríkissjóð Dubai rauk upp í gærkvöldi og er orðið hærra en hjá Íslandi þar sem gjaldþrot er talið yfirvofandi. Þetta kemur í framhaldi af því að Dubai World, fjárfestingarasjóður í eigu ríkisins, hefur sótt um frestun á greiðslu skulda upp á 59 milljarða dollara.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að Dubai World muni fara fram á greiðslustöðvun við kröfuhafa sína á meðan samið er um lengingu á lánum sjóðsins. Í næsta mánuði á sjóðurinn að greiða upp 3,5 milljarða dollara af „Íslam-bréfum".Lánsmatsfyrirtækin Moody´s og Standard & Poors hafa lækkað lánshæfiseinkunnar á nokkrum fjölda fyrirtækja í eigu ríkissjóðs Dubai og segja að þau gætu metið áætlanir Dubai World sem greiðslufall (default). Lánshæfiseinkunnir þessar eru komnar í ruslflokk eða rétt þar fyrir ofan.Dubai safnaði skuldum upp á um 80 milljarða dollara áður en fjármálakreppan skall á í fyrra, einkum í bankageira landsins, fasteignageiranum og samgöngum.Skuldatryggingarálagið á Dubai hækkaði um 116 punkta og fór í 446 punkta samkvæmt mælingu Credit Market Analysis (CMA) og er landið komið í 6. Sæti á lista þjóða þar sem mesta hættan er talin á þjóðargjaldþroti.Ísland er með álag upp á 388 punta í dag en er fallið úr fimmta sæti og niður í það sjöunda á lista CMA. Lettland er komið í fimmta sætið með álag upp á 577 punkta. Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Skuldatryggingarálagið á ríkissjóð Dubai rauk upp í gærkvöldi og er orðið hærra en hjá Íslandi þar sem gjaldþrot er talið yfirvofandi. Þetta kemur í framhaldi af því að Dubai World, fjárfestingarasjóður í eigu ríkisins, hefur sótt um frestun á greiðslu skulda upp á 59 milljarða dollara.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að Dubai World muni fara fram á greiðslustöðvun við kröfuhafa sína á meðan samið er um lengingu á lánum sjóðsins. Í næsta mánuði á sjóðurinn að greiða upp 3,5 milljarða dollara af „Íslam-bréfum".Lánsmatsfyrirtækin Moody´s og Standard & Poors hafa lækkað lánshæfiseinkunnar á nokkrum fjölda fyrirtækja í eigu ríkissjóðs Dubai og segja að þau gætu metið áætlanir Dubai World sem greiðslufall (default). Lánshæfiseinkunnir þessar eru komnar í ruslflokk eða rétt þar fyrir ofan.Dubai safnaði skuldum upp á um 80 milljarða dollara áður en fjármálakreppan skall á í fyrra, einkum í bankageira landsins, fasteignageiranum og samgöngum.Skuldatryggingarálagið á Dubai hækkaði um 116 punkta og fór í 446 punkta samkvæmt mælingu Credit Market Analysis (CMA) og er landið komið í 6. Sæti á lista þjóða þar sem mesta hættan er talin á þjóðargjaldþroti.Ísland er með álag upp á 388 punta í dag en er fallið úr fimmta sæti og niður í það sjöunda á lista CMA. Lettland er komið í fimmta sætið með álag upp á 577 punkta.
Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira