Skuldatryggingarálag Dubai hærra en Íslands, gjaldþrot yfirvofandi 26. nóvember 2009 08:59 Skuldatryggingarálagið á ríkissjóð Dubai rauk upp í gærkvöldi og er orðið hærra en hjá Íslandi þar sem gjaldþrot er talið yfirvofandi. Þetta kemur í framhaldi af því að Dubai World, fjárfestingarasjóður í eigu ríkisins, hefur sótt um frestun á greiðslu skulda upp á 59 milljarða dollara.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að Dubai World muni fara fram á greiðslustöðvun við kröfuhafa sína á meðan samið er um lengingu á lánum sjóðsins. Í næsta mánuði á sjóðurinn að greiða upp 3,5 milljarða dollara af „Íslam-bréfum".Lánsmatsfyrirtækin Moody´s og Standard & Poors hafa lækkað lánshæfiseinkunnar á nokkrum fjölda fyrirtækja í eigu ríkissjóðs Dubai og segja að þau gætu metið áætlanir Dubai World sem greiðslufall (default). Lánshæfiseinkunnir þessar eru komnar í ruslflokk eða rétt þar fyrir ofan.Dubai safnaði skuldum upp á um 80 milljarða dollara áður en fjármálakreppan skall á í fyrra, einkum í bankageira landsins, fasteignageiranum og samgöngum.Skuldatryggingarálagið á Dubai hækkaði um 116 punkta og fór í 446 punkta samkvæmt mælingu Credit Market Analysis (CMA) og er landið komið í 6. Sæti á lista þjóða þar sem mesta hættan er talin á þjóðargjaldþroti.Ísland er með álag upp á 388 punta í dag en er fallið úr fimmta sæti og niður í það sjöunda á lista CMA. Lettland er komið í fimmta sætið með álag upp á 577 punkta. Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Skuldatryggingarálagið á ríkissjóð Dubai rauk upp í gærkvöldi og er orðið hærra en hjá Íslandi þar sem gjaldþrot er talið yfirvofandi. Þetta kemur í framhaldi af því að Dubai World, fjárfestingarasjóður í eigu ríkisins, hefur sótt um frestun á greiðslu skulda upp á 59 milljarða dollara.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að Dubai World muni fara fram á greiðslustöðvun við kröfuhafa sína á meðan samið er um lengingu á lánum sjóðsins. Í næsta mánuði á sjóðurinn að greiða upp 3,5 milljarða dollara af „Íslam-bréfum".Lánsmatsfyrirtækin Moody´s og Standard & Poors hafa lækkað lánshæfiseinkunnar á nokkrum fjölda fyrirtækja í eigu ríkissjóðs Dubai og segja að þau gætu metið áætlanir Dubai World sem greiðslufall (default). Lánshæfiseinkunnir þessar eru komnar í ruslflokk eða rétt þar fyrir ofan.Dubai safnaði skuldum upp á um 80 milljarða dollara áður en fjármálakreppan skall á í fyrra, einkum í bankageira landsins, fasteignageiranum og samgöngum.Skuldatryggingarálagið á Dubai hækkaði um 116 punkta og fór í 446 punkta samkvæmt mælingu Credit Market Analysis (CMA) og er landið komið í 6. Sæti á lista þjóða þar sem mesta hættan er talin á þjóðargjaldþroti.Ísland er með álag upp á 388 punta í dag en er fallið úr fimmta sæti og niður í það sjöunda á lista CMA. Lettland er komið í fimmta sætið með álag upp á 577 punkta.
Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira