Breska stjórnin getur ekki farið íslensku leiðina 21. janúar 2009 12:27 Breska ríkið getur ekki farið íslensku leiðina og þjóðnýtt Royal Bank of Scotland að fullu að mati viðskiptaritstjóra breska blaðsins Daily Telegraph. Hann segir vanda á höndum því breska stjórnin hafi ekki efni á að láta hann fara í þrot og heldur ekki efni á að taka hann allan yfir. Ambrose Evans-Pritchard er viðskiptaritstjóri breska blaðsins Daily Telegraph og hefur kynnt sér ástandið á Íslandi fyrir og eftir hrun. Hann var í viðtali á markaðnum í júlí síðastliðnum þar sem hann sagði íslenskt efnahagslíf í kreppu. Íslendingar hefðu farið of geyst, verið of öruggir og alltof bjartsýnir. Hann sagði að Bretar yrðu einnig illa settir. Í grein í gær fjallar hann um vanda Royal Bank of Scotland. Breska ríkið tók yfir fimmtíu og átta prósenta hlut í bankanum í fyrri bankabjörgun. Fyrr í vikunni tilkynntu stjórnendur að tap bankans í fyrra væri met í breskri fjármálasögu. Nærri tuttugu og átta milljarðar punda hefðu tapast, jafnvirði um fimm þúsund milljarða króna - nærri því tíföld útgjöld íslenska ríkisins í ár. Þá tilkynnti breska ríkið að hlutur þess í bankanum yrði aukin upp í ríflega sjötíu prósent og það hluti að nýjustu bankabjörgun Breta. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ekki viss um að hún dugi og spáir því að þjóðnýta þurfi einhverja breska banka að fullu. Standard & Poors hefur ekki lækkað lánshæfismat breska ríkisins niður fyrir þrefallt A en sérfræðingar telja margir að það geti gerst. Það yrði áfall enda lækkaði lánshæfismatið ekki svo mikið þó Alþjóðagjaldeyrisjóðurinn hafi verið kallaður til að bjarga breskum fjárhag 1976. Evans-Pritchard ber ástandið í Bretlandi saman við atburðina á Íslandi í haust og segir stöðuna um margt sambærilega. Gjaldeyrisforði Breta er undir sextíu og einum milljarði bandaríkjadala sem er minna en í Malasíu og Taílandi. Erlendar skuldir breskra banka eru 4,4 trilljónir dollara eða tvöföld verg landsframleiðsla Breta. Pundið hefur hrunið um tíu sent gagnvart dollara á tveimur dögum. Evans-Pritchard segir að breska ríkið þurfi hugsanlega að taka yfir Royal Bank of Scotland og fleiri banka að fullu en hafi vart efni á að taka yfir erlendar skuldir þeirra. Það geti ekki gengið frá þeim líkt og hjá íslenskum stjórnvöldum því þar með færi trúverðugleiki breska viðskiptakerfisins til fjandans og alvarleg og langvarandi kreppa myndi skella á. Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Sjá meira
Breska ríkið getur ekki farið íslensku leiðina og þjóðnýtt Royal Bank of Scotland að fullu að mati viðskiptaritstjóra breska blaðsins Daily Telegraph. Hann segir vanda á höndum því breska stjórnin hafi ekki efni á að láta hann fara í þrot og heldur ekki efni á að taka hann allan yfir. Ambrose Evans-Pritchard er viðskiptaritstjóri breska blaðsins Daily Telegraph og hefur kynnt sér ástandið á Íslandi fyrir og eftir hrun. Hann var í viðtali á markaðnum í júlí síðastliðnum þar sem hann sagði íslenskt efnahagslíf í kreppu. Íslendingar hefðu farið of geyst, verið of öruggir og alltof bjartsýnir. Hann sagði að Bretar yrðu einnig illa settir. Í grein í gær fjallar hann um vanda Royal Bank of Scotland. Breska ríkið tók yfir fimmtíu og átta prósenta hlut í bankanum í fyrri bankabjörgun. Fyrr í vikunni tilkynntu stjórnendur að tap bankans í fyrra væri met í breskri fjármálasögu. Nærri tuttugu og átta milljarðar punda hefðu tapast, jafnvirði um fimm þúsund milljarða króna - nærri því tíföld útgjöld íslenska ríkisins í ár. Þá tilkynnti breska ríkið að hlutur þess í bankanum yrði aukin upp í ríflega sjötíu prósent og það hluti að nýjustu bankabjörgun Breta. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ekki viss um að hún dugi og spáir því að þjóðnýta þurfi einhverja breska banka að fullu. Standard & Poors hefur ekki lækkað lánshæfismat breska ríkisins niður fyrir þrefallt A en sérfræðingar telja margir að það geti gerst. Það yrði áfall enda lækkaði lánshæfismatið ekki svo mikið þó Alþjóðagjaldeyrisjóðurinn hafi verið kallaður til að bjarga breskum fjárhag 1976. Evans-Pritchard ber ástandið í Bretlandi saman við atburðina á Íslandi í haust og segir stöðuna um margt sambærilega. Gjaldeyrisforði Breta er undir sextíu og einum milljarði bandaríkjadala sem er minna en í Malasíu og Taílandi. Erlendar skuldir breskra banka eru 4,4 trilljónir dollara eða tvöföld verg landsframleiðsla Breta. Pundið hefur hrunið um tíu sent gagnvart dollara á tveimur dögum. Evans-Pritchard segir að breska ríkið þurfi hugsanlega að taka yfir Royal Bank of Scotland og fleiri banka að fullu en hafi vart efni á að taka yfir erlendar skuldir þeirra. Það geti ekki gengið frá þeim líkt og hjá íslenskum stjórnvöldum því þar með færi trúverðugleiki breska viðskiptakerfisins til fjandans og alvarleg og langvarandi kreppa myndi skella á.
Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Sjá meira