Engir minnispunktar af 18 fundum Baldurs 22. desember 2009 05:30 Ráðuneytið átti enga minnispunkta í fórum sínum til að senda sem svar um beiðni Rannsóknarnefndar Alþingis um gögn vegna skráðra funda ráðuneytisstjórans með Seðlabanka, forsætisráðuneyti og Fjármálaeftirliti. Fréttablaðið/GVA Engir minnispunktar eru til í fjármálaráðuneytinu um átján fundi, sem haldnir voru frá janúar 2007 til október 2008 og Baldur Guðlaugsson þáverandi ráðuneytisstjóri sat, ýmist með aðilum frá Seðlabankanum, ráðherrum eða fjármálaeftirliti. Þetta kemur fram í yfirliti sem Fréttablaðið hefur undir höndum yfir gögn sem fjármálaráðuneytið sendi rannsóknarnefnd Alþingis. Sjálf bréfaskipti ráðuneytisins og rannsóknarnefndarinnar fengust hins vegar ekki afhent. Samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu eru engar skráðar reglur í gildi um hvenær embættismenn skrá minnispunkta um fundi sem þeir taka þátt í. Minnispunktar eru stundum skráðir og stundum ekki. Í þessum tilvikum hafi mat Baldurs ráðið. Meðal fundanna átján sem ekki voru skráðir voru fundir sem haldnir voru 27. til 28. september í fyrra um stöðuna á fjármálamörkuðum og kaup ríkisins á hlut í Glitni. Ekki voru skráðir minnispunktar af fundi „nokkurra ráðherra um viðbrögð við spurningum í bréfi breskra stjórnvalda um aðkomu ríkisins að innistæðutryggingum“ sem haldinn var 18. ágúst 2008. Þá voru heldur ekki skráðir minnispunktar „nokkurra ráðherra með seðlabankastjórum“ í forsætisráðuneytinu 18. mars og 7. maí 2008. Ómar H. Kristmundsson, dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið að það skipti máli í stjórnsýslu að skrá allar upplýsingar, sem gætu haft áhrif á málsmeðferð. „Það eru þá góðir stjórnsýsluhættir að skrá minnispunkta,“ segir Ómar. „Þetta eru augljóslega mikilvæg mál þar sem menn geta ekki treyst á minni sitt og þess vegna verða menn að skrá minnispunkta.“- pg Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Fleiri fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Sjá meira
Engir minnispunktar eru til í fjármálaráðuneytinu um átján fundi, sem haldnir voru frá janúar 2007 til október 2008 og Baldur Guðlaugsson þáverandi ráðuneytisstjóri sat, ýmist með aðilum frá Seðlabankanum, ráðherrum eða fjármálaeftirliti. Þetta kemur fram í yfirliti sem Fréttablaðið hefur undir höndum yfir gögn sem fjármálaráðuneytið sendi rannsóknarnefnd Alþingis. Sjálf bréfaskipti ráðuneytisins og rannsóknarnefndarinnar fengust hins vegar ekki afhent. Samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu eru engar skráðar reglur í gildi um hvenær embættismenn skrá minnispunkta um fundi sem þeir taka þátt í. Minnispunktar eru stundum skráðir og stundum ekki. Í þessum tilvikum hafi mat Baldurs ráðið. Meðal fundanna átján sem ekki voru skráðir voru fundir sem haldnir voru 27. til 28. september í fyrra um stöðuna á fjármálamörkuðum og kaup ríkisins á hlut í Glitni. Ekki voru skráðir minnispunktar af fundi „nokkurra ráðherra um viðbrögð við spurningum í bréfi breskra stjórnvalda um aðkomu ríkisins að innistæðutryggingum“ sem haldinn var 18. ágúst 2008. Þá voru heldur ekki skráðir minnispunktar „nokkurra ráðherra með seðlabankastjórum“ í forsætisráðuneytinu 18. mars og 7. maí 2008. Ómar H. Kristmundsson, dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið að það skipti máli í stjórnsýslu að skrá allar upplýsingar, sem gætu haft áhrif á málsmeðferð. „Það eru þá góðir stjórnsýsluhættir að skrá minnispunkta,“ segir Ómar. „Þetta eru augljóslega mikilvæg mál þar sem menn geta ekki treyst á minni sitt og þess vegna verða menn að skrá minnispunkta.“- pg
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Fleiri fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent