Vilja snúa kreppudraug niður 10. desember 2009 05:15 Stjórnvöld í Japan gera hvað þau geta til að draga úr líkum á nýrri kreppu. Fréttablaðið/AP Ríkisstjórn Japans samþykkti í gær að veita 7.200 milljörðum jena inn í hagkerfið til að hvetja til neyslu og koma í veg fyrir að landið lendi aftur í krumlum kreppunnar. Þetta jafngildir tíu þúsund milljörðum króna. Hagvöxtur í Japan var neikvæður í fyrra og fram á annan ársfjórðung á þessu ári þegar hann var jákvæður um 0,9 prósent. Ríkisstjórnin hafði væntingar um að setja hvatann inn í hagkerfið í síðustu viku. Þingheimur taldi hann hins vegar of stóran og frestaðist málið. Þetta er önnur stóra efnahagsinnspýtingin en fyrri ríkisstjórn Japans setti 15,4 þúsund milljarða jena inn í hagkerfið í apríl. Stefnt er að því að fjármagnið nýtist til að auka atvinnuþátttöku, blása lífi í framleiðslu og hvetja til lántöku lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir japanska hagfræðinga hafa efasemdir um ágæti efnahagshvatans. Meiru skipti að gengi jensins hefur ekki verið sterkara gagnvart Bandaríkjadal í fjórtán ár. Það snertir mjög við útflutningsfyrirtækjum. Því verði að beita öðrum aðferðum, líkt og BBC hefur eftir Seiji Shiraishi, sérfræðingi hjá alþjóðabankanum HSBC. - jab Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Ríkisstjórn Japans samþykkti í gær að veita 7.200 milljörðum jena inn í hagkerfið til að hvetja til neyslu og koma í veg fyrir að landið lendi aftur í krumlum kreppunnar. Þetta jafngildir tíu þúsund milljörðum króna. Hagvöxtur í Japan var neikvæður í fyrra og fram á annan ársfjórðung á þessu ári þegar hann var jákvæður um 0,9 prósent. Ríkisstjórnin hafði væntingar um að setja hvatann inn í hagkerfið í síðustu viku. Þingheimur taldi hann hins vegar of stóran og frestaðist málið. Þetta er önnur stóra efnahagsinnspýtingin en fyrri ríkisstjórn Japans setti 15,4 þúsund milljarða jena inn í hagkerfið í apríl. Stefnt er að því að fjármagnið nýtist til að auka atvinnuþátttöku, blása lífi í framleiðslu og hvetja til lántöku lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir japanska hagfræðinga hafa efasemdir um ágæti efnahagshvatans. Meiru skipti að gengi jensins hefur ekki verið sterkara gagnvart Bandaríkjadal í fjórtán ár. Það snertir mjög við útflutningsfyrirtækjum. Því verði að beita öðrum aðferðum, líkt og BBC hefur eftir Seiji Shiraishi, sérfræðingi hjá alþjóðabankanum HSBC. - jab
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira