Vilja snúa kreppudraug niður 10. desember 2009 05:15 Stjórnvöld í Japan gera hvað þau geta til að draga úr líkum á nýrri kreppu. Fréttablaðið/AP Ríkisstjórn Japans samþykkti í gær að veita 7.200 milljörðum jena inn í hagkerfið til að hvetja til neyslu og koma í veg fyrir að landið lendi aftur í krumlum kreppunnar. Þetta jafngildir tíu þúsund milljörðum króna. Hagvöxtur í Japan var neikvæður í fyrra og fram á annan ársfjórðung á þessu ári þegar hann var jákvæður um 0,9 prósent. Ríkisstjórnin hafði væntingar um að setja hvatann inn í hagkerfið í síðustu viku. Þingheimur taldi hann hins vegar of stóran og frestaðist málið. Þetta er önnur stóra efnahagsinnspýtingin en fyrri ríkisstjórn Japans setti 15,4 þúsund milljarða jena inn í hagkerfið í apríl. Stefnt er að því að fjármagnið nýtist til að auka atvinnuþátttöku, blása lífi í framleiðslu og hvetja til lántöku lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir japanska hagfræðinga hafa efasemdir um ágæti efnahagshvatans. Meiru skipti að gengi jensins hefur ekki verið sterkara gagnvart Bandaríkjadal í fjórtán ár. Það snertir mjög við útflutningsfyrirtækjum. Því verði að beita öðrum aðferðum, líkt og BBC hefur eftir Seiji Shiraishi, sérfræðingi hjá alþjóðabankanum HSBC. - jab Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ríkisstjórn Japans samþykkti í gær að veita 7.200 milljörðum jena inn í hagkerfið til að hvetja til neyslu og koma í veg fyrir að landið lendi aftur í krumlum kreppunnar. Þetta jafngildir tíu þúsund milljörðum króna. Hagvöxtur í Japan var neikvæður í fyrra og fram á annan ársfjórðung á þessu ári þegar hann var jákvæður um 0,9 prósent. Ríkisstjórnin hafði væntingar um að setja hvatann inn í hagkerfið í síðustu viku. Þingheimur taldi hann hins vegar of stóran og frestaðist málið. Þetta er önnur stóra efnahagsinnspýtingin en fyrri ríkisstjórn Japans setti 15,4 þúsund milljarða jena inn í hagkerfið í apríl. Stefnt er að því að fjármagnið nýtist til að auka atvinnuþátttöku, blása lífi í framleiðslu og hvetja til lántöku lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir japanska hagfræðinga hafa efasemdir um ágæti efnahagshvatans. Meiru skipti að gengi jensins hefur ekki verið sterkara gagnvart Bandaríkjadal í fjórtán ár. Það snertir mjög við útflutningsfyrirtækjum. Því verði að beita öðrum aðferðum, líkt og BBC hefur eftir Seiji Shiraishi, sérfræðingi hjá alþjóðabankanum HSBC. - jab
Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira