

Hafið þér ekið yfir Þingvallahraun?
Lengi litu Íslendingar á þessi verðmæti ýmist sem „sjálfvalin til nýtingar“ að eigin vild, þar með taldir jarðeigendur, eða töldu ekki að um verðmæti væri að ræða. Flestir uggðu heldur ekki að sér og skynjuðu ekki að til væri rányrkja eða að óafturkræfar aðgerðir gætu spillt verðmætum umfram nýtingarþol. Þannig varð t.d. til skógareyðing sem flestir nú til dags sjá eftir.
Vissulega setur mannvist mörg og mikil merki á land en nú til dags eru hugtök eins og sjálfbærni eða náttúruvernd lykill að breyttri hugmyndafræði og við setjum okkur mörk. Sem betur fer. Sannarlega verðum við um leið að gæta okkar að fara ekki með hugmyndafræðina út í hreinar öfgar, líkt og þegar ekki mátti beina ljóskösturum á veturna að Gullfossi (sem var hægt að kveikja og slökkva á hluta úr dögum og fjarlægja eftir notkun) eða ætla að banna alla tínslu bergmola til eigin nota hvar sem er á landinu. Og umræða um náttúruvernd, allt frá hvalaskoðun eða veiðum til minni notkunar kolefniseldsneytis, litar alla fjölmiðla. Sem betur fer.
Í þessu umhverfi er enn einu sinni tekið til við að ræða akstur utan vega. Hvað sem kortum og merkingum inn á þau líður er vandinn stór og hann eykst með hverju ári. Óbyggðir eru trúlega um helmingur lands utan jökla. Nú er verið að koma vegum og slóðum þar inn á einn kortagrunn til að sjá umfangið og geta flokkað leiðirnar í leyfðar aksturleiðir og óleyfðar. Í heild skipta þær vafalítið mörg þúsund kílómetrum og menn geta ímyndað sér þá reitun (uppskiptingu) víðernis sem verður til við slíkt kraðak á svæði sem er rétt um 200 kílómetrar á hvern veg. Líklega fjölgar slóðunum meðan þessi vinna fer fram.
Ég fór yfir Hófsvað, horfði á slóða rudda á Arnarvatnsheiði, aðstoðaði bíla fasta upp á miðjar hlíðar í Þjófadölum fyrir löngu síðan; kynntist sem sagt brautryðjendastarfi í bílferðum um hálendi Íslands. Þar sást enginn fyrir og öllu var fagnað. Þrátt fyrir lög og reglur og sjaldgæfan fögnuð nú til dags er enn verið að aka að óþörfu um landið eða búa til ökuleiðir sem geta ekki haft nægan tilgang til að réttlæta raskið. Og því miður hefur líka bæst við í ökutækjaflóruna. Torfæruhjól og fjórhjól eru skemmtileg og oft gagnleg tæki en notkun þeirra fer langt fram úr skynsemi. Mikið álag er á náttúru og gróðurlendi næst þéttbýli í landinu af ökumönnum slíkra tækja. Fjöll og hæðir, melar og hraun, göngustígar, reiðgötur, fjárgötur og grónar grundir milli vega eða stíga; víða sjást vond merki um fullkomlega tillitslausan akstur. Sannarlega er margur jeppamaðurinn eða mótorhjólakappinn saklaus af rangri notkun síns tækis og samtök fólks á þessum nótum gera gagn en því fer þó fjarri að þar með takist að hemja slóðagerðina eða landskemmdir á misjafnlega förnum vegum eða ósnertu víðerni. Svo geta erlendir ökumenn valdið tjóni.
Til þess að bæta úr ástandinu þarf margt til. Ég nefni aðeins þrennt: Breytt viðhorf ungra og aldinna til aksturs utan viðurkenndra vega og slóða. Flokkun allra ökuleiða í nothæfa flokka og formlega lokun annarra ökuleiða. Til þessa þarf kortaútgáfu og algjöra lokun sumra svæða. Og loks aukinn skilningur á því að njóta landsins með því að aka minna en fara heldur um með öðrum hætti (ganga, skíði, hestar, kajakar o.s.frv). Því fyrr því betra.
Höfundur er jarðvísindamaður og áhugamaður um útivist.
Skoðun

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sannleikurinn í tengdamömmumálinu
Ólöf Björnsdóttir skrifar

Hann breytti öllu – og gerði það með háði
Jónas Sen skrifar

Ekki fylla höfnina af grjóti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Lengri útivistartími barna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Flugan í ídýfunni
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar

Að mennta til lífs, ekki prófa
Sandra Sigurðardóttir skrifar

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar