Umfjöllun: Akureyri marði þéttvaxið lið Gróttu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. nóvember 2009 22:28 Jón Karl Björnsson á ferðinni í kvöld. Mynd/Valli Akureyri nældi í sinn fyrsta sigur á tímabilinu í kvöld er liðið marði Gróttu á Seltjarnarnesi með minnsta mun, 21-22. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en hart var barist og leikurinn spennandi allt til enda. Ofanritaður gagnrýndi lið HK hér á dögunum fyrir að mæta til leiks í lélegu formi. Í samanburði við nokkra leikmenn Gróttu eru þéttustu leikmenn HK eins og Magnús Bess. Það er ótrúlegt að sjá hvernig sumir leikmanna Gróttu mæta til leiks. Þeir eru ekki bara þéttir heldur hreint og beint feitir. Gróttuliðið í ár er feitasta lið sem ég hef séð spila í efstu deild í handbolta frá upphafi. Þó svo ákveðnir leikmenn Gróttu líti ekki út fyrir að nenna að æfa þá nenna þeir svo sannarlega að berjast. Þeir börðust eins og grenjandi ljón í allt kvöld en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lengi vel voru þeir í góðri stöðu en klaufamistök á síðasta korteri leiksins kostaði þá sigurinn. Hörður Flóki Ólafsson datt þá í gang í marki Akureyrar og sá til þess að þeir náðu yfirhöndinni. Litlu munaði á liðunum lengstum en Grótta með forystuna. Akureyri komst yfir 16-17 en það var í fyrsta skiptið sem liðið komst yfir síðan í stöðunni 0-1. Mikil dramatík var á lokamínútum leiksins og benti margt til þess að leiknum myndi lykta með jafntefli. Gróttumenn voru þó ótrúlegir klaufar í síðustu sókn sinni og köstuðu frá sér boltanum áður en þeir komust í sókn. Akureyringar fögnuðu gríðarlega enda fyrsti sigur þeirra í vetur og það þó svo þeir hafi ekki leikið vel. Atli Rúnar átti stórleik í liði Gróttu og Gísli varði vel í markinu. Anton byrjaði vel en síðan fjaraði undan hans leik. Sökum lélegs forms leikmanna Gróttu varð Halldór þjálfari að skipta mikið. Miklar skiptingar breyttu litlu enda fáir að finna sig. Akureyringar geta þakkað Heimi Erni og Herði Flóka sigurinn. Heimir dró vagninn algjörlega í fyrri hálfleik þegar markvarslan var engin og Grótta að spila ágætlega. Flóki lokaði svo markinu um tíma í síðari hálfleik og það dugði til. Grótta-Akureyri 21-22 (11-9) Mörk Gróttu (skot): Atli Rúnar Steinþórsson 7 (7), Hjalti Þór Pálmason 5 (13), Anton Rúnarsson 3/1 (7/2), Finnur Ingi Stefánsson 2 (5/1), Páll Þórólfsson 1 (2), Halldór Ingólfsson 1 (1), Arnar Freyr Theodórsson 1 (2), Ægir Hrafn Jónsson 1 (2).Varin skot: Gísli Guðmundsson 14/2 (36/4) 39%.Hraðaupphlaup: 3 (Páll, Finnur, Anton).Fiskuð víti: 3 (Atli 2, Anton).Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Akureyri (skot): Heimir Örn Árnason 7 (11), Jónatan Magnússon 4/2 (5/2), Heiðar Þór Aðalsteinsson 3 (5), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Oddur Grétarsson 2 (6/2), Árni Þór Sigtryggsson 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (1).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 10/1 (20/1) 50%, Hafþór Einarsson 3/1 (14/2) 21%.Hraðaupphlaup: 6 (Oddur 2, Heiðar 2, Guðlaugur, Hreinn).Fiskuð víti: 4 (Heimir 2, Hörður 2).Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, þokkalegir. Olís-deild karla Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Sjá meira
Akureyri nældi í sinn fyrsta sigur á tímabilinu í kvöld er liðið marði Gróttu á Seltjarnarnesi með minnsta mun, 21-22. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en hart var barist og leikurinn spennandi allt til enda. Ofanritaður gagnrýndi lið HK hér á dögunum fyrir að mæta til leiks í lélegu formi. Í samanburði við nokkra leikmenn Gróttu eru þéttustu leikmenn HK eins og Magnús Bess. Það er ótrúlegt að sjá hvernig sumir leikmanna Gróttu mæta til leiks. Þeir eru ekki bara þéttir heldur hreint og beint feitir. Gróttuliðið í ár er feitasta lið sem ég hef séð spila í efstu deild í handbolta frá upphafi. Þó svo ákveðnir leikmenn Gróttu líti ekki út fyrir að nenna að æfa þá nenna þeir svo sannarlega að berjast. Þeir börðust eins og grenjandi ljón í allt kvöld en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lengi vel voru þeir í góðri stöðu en klaufamistök á síðasta korteri leiksins kostaði þá sigurinn. Hörður Flóki Ólafsson datt þá í gang í marki Akureyrar og sá til þess að þeir náðu yfirhöndinni. Litlu munaði á liðunum lengstum en Grótta með forystuna. Akureyri komst yfir 16-17 en það var í fyrsta skiptið sem liðið komst yfir síðan í stöðunni 0-1. Mikil dramatík var á lokamínútum leiksins og benti margt til þess að leiknum myndi lykta með jafntefli. Gróttumenn voru þó ótrúlegir klaufar í síðustu sókn sinni og köstuðu frá sér boltanum áður en þeir komust í sókn. Akureyringar fögnuðu gríðarlega enda fyrsti sigur þeirra í vetur og það þó svo þeir hafi ekki leikið vel. Atli Rúnar átti stórleik í liði Gróttu og Gísli varði vel í markinu. Anton byrjaði vel en síðan fjaraði undan hans leik. Sökum lélegs forms leikmanna Gróttu varð Halldór þjálfari að skipta mikið. Miklar skiptingar breyttu litlu enda fáir að finna sig. Akureyringar geta þakkað Heimi Erni og Herði Flóka sigurinn. Heimir dró vagninn algjörlega í fyrri hálfleik þegar markvarslan var engin og Grótta að spila ágætlega. Flóki lokaði svo markinu um tíma í síðari hálfleik og það dugði til. Grótta-Akureyri 21-22 (11-9) Mörk Gróttu (skot): Atli Rúnar Steinþórsson 7 (7), Hjalti Þór Pálmason 5 (13), Anton Rúnarsson 3/1 (7/2), Finnur Ingi Stefánsson 2 (5/1), Páll Þórólfsson 1 (2), Halldór Ingólfsson 1 (1), Arnar Freyr Theodórsson 1 (2), Ægir Hrafn Jónsson 1 (2).Varin skot: Gísli Guðmundsson 14/2 (36/4) 39%.Hraðaupphlaup: 3 (Páll, Finnur, Anton).Fiskuð víti: 3 (Atli 2, Anton).Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Akureyri (skot): Heimir Örn Árnason 7 (11), Jónatan Magnússon 4/2 (5/2), Heiðar Þór Aðalsteinsson 3 (5), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Oddur Grétarsson 2 (6/2), Árni Þór Sigtryggsson 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (1).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 10/1 (20/1) 50%, Hafþór Einarsson 3/1 (14/2) 21%.Hraðaupphlaup: 6 (Oddur 2, Heiðar 2, Guðlaugur, Hreinn).Fiskuð víti: 4 (Heimir 2, Hörður 2).Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, þokkalegir.
Olís-deild karla Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Sjá meira