Stórleikur 32-liða úrslitanna í Subwaybikar karla fór fram í Ljónagryfjunni í kvöld er Íslandsmeistarar KR heimsóttu Njarðvík.
Þessi sömu lið mættust á dögunum og þá hafði Njarðvík nauman sigur. Þeir endurtóku leikinn í kvöld og unnu með fjórum stigum, 90-86.
KR lengi vel með yfirhöndina en Njarðvíkingar voru sterkari í lokaleikhlutanum.
Nánari umfjöllun ásamt viðtölum kemur á Vísi hér á eftir.
Njarðvík-KR 90-86
Stig Njarðvíkur: Magnús Gunnarsson 28, Jóhann Árni Ólafsson 18, Guðmundur Jónsson 11, Friðrik Stefánsson 10, Páll Kristinsson 10, Hjörtur Einarsson 6, Rúnar Erlingsson 4, Kristján Sigurðsson 3.
Stig KR: Semaj Inge 19, Brynjar Þór Björnsson 14, Finnur Atli Magnússon 14, Fannar Ólafsson 11, Tommy Johnson 9, Darri Hilmarsson 7, Skarphéðinn Ingason 7, Jón Orri Kristjánsson 5.