Tryggvi: Mjög góðir í skyndisóknunum með Símun fremstan í flokki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2009 21:48 FH-ingurinn Tryggvi Guðmundsson. Mynd/Arnþór Tryggvi Guðmundsson lagði upp mörk færin fyrir félaga sína í 3-1 tapi FH í Keflavík en það var sama hvað boltinn datt fyrir FH-inga í teignum þeim tókst ekki nema einu sinni að koma honum framhjá Lasse Jörgensen í marki Keflavíkur. „Þeir nýttu færin en við ekki. 3-1 gefur ekki rétta mynd af leiknum því þeir voru ekki það betri en við. Keflavík er með gott lið og sérstaklega hérna á heimavelli. Hérna eru þeir ótrúlega flottir og það verður ekki tekið af þeim," sagði Tryggvi eftir leik. „Það var skelfilegt að fá á sig þetta annað mark. Við byrjum seinni hálfleikinn af bullandi krafti og fáum færi eftir færi en svo skora þeir annað markið gegn gangi leiksins. Það var fúlt," sagði Tryggvi. „Ég á bullandi sök í þriðja markinu því ég missi boltann þegar þeir skora úr skyndisókn. Þeir eru mjög góðir í skyndisóknunum með Símun fremstan í flokki. Við héldum áfram og fengum aragrúa af færum en inn vildi boltinn ekki í dag," sagði Tryggvi. FH þarf því enn á ný að sætta sig við vonbrigði í bikarnum. „Bikarinn klikkar alltaf en ef við lítum aðeins til baka þá erum við helvíti óheppnir með drátt í bikarnum því við virðumst aldrei fá heimaleik. Það hjálpar ekki til en maður á ekki að nota það sem afsökun því við eigum að vera með nógu sterkt lið til að vinna alla," sagði Tryggvi og hann var ekki tilbúinn að ræða mikið Íslandsmótið þar sem FH er í góðri stöðu. „Ég ætla aðeins að hvíla mig og jafna mig eftir þennan leik og nenni bara ekki að tala um þetta blessaða Íslandsmót fyrr en að það kemur að því eftir helgi. Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Sjá meira
Tryggvi Guðmundsson lagði upp mörk færin fyrir félaga sína í 3-1 tapi FH í Keflavík en það var sama hvað boltinn datt fyrir FH-inga í teignum þeim tókst ekki nema einu sinni að koma honum framhjá Lasse Jörgensen í marki Keflavíkur. „Þeir nýttu færin en við ekki. 3-1 gefur ekki rétta mynd af leiknum því þeir voru ekki það betri en við. Keflavík er með gott lið og sérstaklega hérna á heimavelli. Hérna eru þeir ótrúlega flottir og það verður ekki tekið af þeim," sagði Tryggvi eftir leik. „Það var skelfilegt að fá á sig þetta annað mark. Við byrjum seinni hálfleikinn af bullandi krafti og fáum færi eftir færi en svo skora þeir annað markið gegn gangi leiksins. Það var fúlt," sagði Tryggvi. „Ég á bullandi sök í þriðja markinu því ég missi boltann þegar þeir skora úr skyndisókn. Þeir eru mjög góðir í skyndisóknunum með Símun fremstan í flokki. Við héldum áfram og fengum aragrúa af færum en inn vildi boltinn ekki í dag," sagði Tryggvi. FH þarf því enn á ný að sætta sig við vonbrigði í bikarnum. „Bikarinn klikkar alltaf en ef við lítum aðeins til baka þá erum við helvíti óheppnir með drátt í bikarnum því við virðumst aldrei fá heimaleik. Það hjálpar ekki til en maður á ekki að nota það sem afsökun því við eigum að vera með nógu sterkt lið til að vinna alla," sagði Tryggvi og hann var ekki tilbúinn að ræða mikið Íslandsmótið þar sem FH er í góðri stöðu. „Ég ætla aðeins að hvíla mig og jafna mig eftir þennan leik og nenni bara ekki að tala um þetta blessaða Íslandsmót fyrr en að það kemur að því eftir helgi.
Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Sjá meira