Tryggvi: Mjög góðir í skyndisóknunum með Símun fremstan í flokki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2009 21:48 FH-ingurinn Tryggvi Guðmundsson. Mynd/Arnþór Tryggvi Guðmundsson lagði upp mörk færin fyrir félaga sína í 3-1 tapi FH í Keflavík en það var sama hvað boltinn datt fyrir FH-inga í teignum þeim tókst ekki nema einu sinni að koma honum framhjá Lasse Jörgensen í marki Keflavíkur. „Þeir nýttu færin en við ekki. 3-1 gefur ekki rétta mynd af leiknum því þeir voru ekki það betri en við. Keflavík er með gott lið og sérstaklega hérna á heimavelli. Hérna eru þeir ótrúlega flottir og það verður ekki tekið af þeim," sagði Tryggvi eftir leik. „Það var skelfilegt að fá á sig þetta annað mark. Við byrjum seinni hálfleikinn af bullandi krafti og fáum færi eftir færi en svo skora þeir annað markið gegn gangi leiksins. Það var fúlt," sagði Tryggvi. „Ég á bullandi sök í þriðja markinu því ég missi boltann þegar þeir skora úr skyndisókn. Þeir eru mjög góðir í skyndisóknunum með Símun fremstan í flokki. Við héldum áfram og fengum aragrúa af færum en inn vildi boltinn ekki í dag," sagði Tryggvi. FH þarf því enn á ný að sætta sig við vonbrigði í bikarnum. „Bikarinn klikkar alltaf en ef við lítum aðeins til baka þá erum við helvíti óheppnir með drátt í bikarnum því við virðumst aldrei fá heimaleik. Það hjálpar ekki til en maður á ekki að nota það sem afsökun því við eigum að vera með nógu sterkt lið til að vinna alla," sagði Tryggvi og hann var ekki tilbúinn að ræða mikið Íslandsmótið þar sem FH er í góðri stöðu. „Ég ætla aðeins að hvíla mig og jafna mig eftir þennan leik og nenni bara ekki að tala um þetta blessaða Íslandsmót fyrr en að það kemur að því eftir helgi. Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Golf Fleiri fréttir Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Sjá meira
Tryggvi Guðmundsson lagði upp mörk færin fyrir félaga sína í 3-1 tapi FH í Keflavík en það var sama hvað boltinn datt fyrir FH-inga í teignum þeim tókst ekki nema einu sinni að koma honum framhjá Lasse Jörgensen í marki Keflavíkur. „Þeir nýttu færin en við ekki. 3-1 gefur ekki rétta mynd af leiknum því þeir voru ekki það betri en við. Keflavík er með gott lið og sérstaklega hérna á heimavelli. Hérna eru þeir ótrúlega flottir og það verður ekki tekið af þeim," sagði Tryggvi eftir leik. „Það var skelfilegt að fá á sig þetta annað mark. Við byrjum seinni hálfleikinn af bullandi krafti og fáum færi eftir færi en svo skora þeir annað markið gegn gangi leiksins. Það var fúlt," sagði Tryggvi. „Ég á bullandi sök í þriðja markinu því ég missi boltann þegar þeir skora úr skyndisókn. Þeir eru mjög góðir í skyndisóknunum með Símun fremstan í flokki. Við héldum áfram og fengum aragrúa af færum en inn vildi boltinn ekki í dag," sagði Tryggvi. FH þarf því enn á ný að sætta sig við vonbrigði í bikarnum. „Bikarinn klikkar alltaf en ef við lítum aðeins til baka þá erum við helvíti óheppnir með drátt í bikarnum því við virðumst aldrei fá heimaleik. Það hjálpar ekki til en maður á ekki að nota það sem afsökun því við eigum að vera með nógu sterkt lið til að vinna alla," sagði Tryggvi og hann var ekki tilbúinn að ræða mikið Íslandsmótið þar sem FH er í góðri stöðu. „Ég ætla aðeins að hvíla mig og jafna mig eftir þennan leik og nenni bara ekki að tala um þetta blessaða Íslandsmót fyrr en að það kemur að því eftir helgi.
Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Golf Fleiri fréttir Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Sjá meira