Eignumst við okkar annað gull á stórmóti unglingalandsliða? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2009 14:00 Ásgeir Örn Hallgrímsson var fyrirliði 1984-landsliðsins. Íslenska 19 ára landsliðið á í kvöld möguleika á að verða heimsmeistari þegar liðið mætir Króatíu í úrslitaleik HM í Túnis. Íslenska liðið vann heimamenn í Túnis í undanúrslitunum og getur nú leikið eftir afrek 1984-landsliðsins sem vann gull á Evrópumótinu árið 2003. Árið 2003 vann íslenska piltalandsliðið 27-23 sigur á því þýska í úrslitaleik eftir að hafa unnið eins marks sigur á Svíum í undanúrslitaleiknum. Einar Ingi Hrafnsson var markahæstur í úrslitaleiknum með 7 mörk en Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 6 mörk og þeir Arnór Atlason og Hrafn Ingvarsson voru báðir með 4 mörk. Ásgeir Örn Hallgrímsson var fyrirliði íslenska liðsins og hann varð markahæsti maður úrslitamótsins með 55 mörk í 7 leikjum. Ásgeir var í úrvalsliði mótsins ásamt Arnóri Atlasyni. Arnór skoraði 14 mörk í undanúrslitaleiknum á móti Svíum. Ásgeir Örn og Arnór ásamt Björgvin Páli Gústavssyni markverðir voru eins og kunnugt er allir með A-landsliðinu sem vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking á síðasta ári. Í Évrópumeistaraliðinu 2003 voru eftirtaldir leikmenn: Andri Stefan, Arnór Atlason, Árni Björn Þórarinsson, Árni Þór Sigtryggsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Björgvin Páll Gústavsson, Einar Ingi Hrafnsson, Hrafn Ingvarsson, Ingvar Árnason, Ívar Grétarsson, Jóhann Gunnar Einarsson, Kári Kristján Kristjánsson, Pálmar Pétursson, Ragnar Hjaltested, Sigfús Páll Sigfússon og Þórður Þórðarson. Heimir Ríkarðsson þjálfaði liðið og aðstoðarmenn hans voru Andrés Kristjánsson og Karl Erlingsson. Þá má ekki gleyma því að íslenska 21 árs landsliðið vann brons á HM í Egyptalandi árið 1993 eftir 21-20 sigur á Rússlandi í leiknum um 3. sætið. Meðal leikmanna í því liði voru Ólafur Stefánsson, Dagur Sigurðsson, Sigfús Sigurðsson, Aron Kristjánsson og Patrekur Jóhannesson. Það var Aron sem skoraði sigurmarkið í bronsleiknum. Þetta var til þessa besti árangur íslensk handboltaliðs á HM. Íslenski handboltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Íslenska 19 ára landsliðið á í kvöld möguleika á að verða heimsmeistari þegar liðið mætir Króatíu í úrslitaleik HM í Túnis. Íslenska liðið vann heimamenn í Túnis í undanúrslitunum og getur nú leikið eftir afrek 1984-landsliðsins sem vann gull á Evrópumótinu árið 2003. Árið 2003 vann íslenska piltalandsliðið 27-23 sigur á því þýska í úrslitaleik eftir að hafa unnið eins marks sigur á Svíum í undanúrslitaleiknum. Einar Ingi Hrafnsson var markahæstur í úrslitaleiknum með 7 mörk en Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 6 mörk og þeir Arnór Atlason og Hrafn Ingvarsson voru báðir með 4 mörk. Ásgeir Örn Hallgrímsson var fyrirliði íslenska liðsins og hann varð markahæsti maður úrslitamótsins með 55 mörk í 7 leikjum. Ásgeir var í úrvalsliði mótsins ásamt Arnóri Atlasyni. Arnór skoraði 14 mörk í undanúrslitaleiknum á móti Svíum. Ásgeir Örn og Arnór ásamt Björgvin Páli Gústavssyni markverðir voru eins og kunnugt er allir með A-landsliðinu sem vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking á síðasta ári. Í Évrópumeistaraliðinu 2003 voru eftirtaldir leikmenn: Andri Stefan, Arnór Atlason, Árni Björn Þórarinsson, Árni Þór Sigtryggsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Björgvin Páll Gústavsson, Einar Ingi Hrafnsson, Hrafn Ingvarsson, Ingvar Árnason, Ívar Grétarsson, Jóhann Gunnar Einarsson, Kári Kristján Kristjánsson, Pálmar Pétursson, Ragnar Hjaltested, Sigfús Páll Sigfússon og Þórður Þórðarson. Heimir Ríkarðsson þjálfaði liðið og aðstoðarmenn hans voru Andrés Kristjánsson og Karl Erlingsson. Þá má ekki gleyma því að íslenska 21 árs landsliðið vann brons á HM í Egyptalandi árið 1993 eftir 21-20 sigur á Rússlandi í leiknum um 3. sætið. Meðal leikmanna í því liði voru Ólafur Stefánsson, Dagur Sigurðsson, Sigfús Sigurðsson, Aron Kristjánsson og Patrekur Jóhannesson. Það var Aron sem skoraði sigurmarkið í bronsleiknum. Þetta var til þessa besti árangur íslensk handboltaliðs á HM.
Íslenski handboltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira