Gengi hlutabréf í Century Aluminum hefur hækkað um 10,1 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takti við daginn.
Í fótspor álfélagsins fylgir Straumur, en gengi félagsins hefur hækkað um 2,34 prósent. Þá hefur gengi bréfa í Bakkavör hækkað um 0,58 prósent og í Össuri um 0,1 prósent.
Úrvalsvísitalan, sú gamla, hefur hækkað um 0,83 prósent og stendur í 331 stigi.