Umfjöllun: Nánast fullkominn leikur hjá KR-ingum Ómar Þorgeirsson skrifar 16. júlí 2009 22:00 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli Bikarmeistarar KR unnu frækinn 2-0 sigur gegn gríska félaginu Larissa í Evrópudeild UEFA á KR-velli í kvöld. Skipulagður varnarleikur, barátta og góð liðsheild skóp sigurinn fyrir Vesturbæinga sem fara út með gott veganesti fyrir seinni leikinn í Grikklandi. Leikurinn fór rólega af stað en gestirnir í Larissa voru meira með boltann framan af leik, án þess þó að skapa sér alvöru marktækifæri. KR-ingar voru skipulagðir varnarlega, börðust vel og gáfu ekki mörg færi á sér en náðu illa að koma boltanum í spil til þess að byggja upp hættulegar sóknir. Þegar líða tók á hálfleikinn óx KR-ingum hins vegar ásmegin og þeir voru frískari en gestirnir, en sem fyrr létu markfærin standa á sér. Helsta ógn KR-inga í fyrri hálfleik kom upp úr föstum leikatriðum en inn vildi boltinn ekki og staðan var marklaus í hálfleik. Það dró heldur betur til tíðinda á 55. mínútu þegar Gunnar Örn Jónsson átti góðan sprett upp hægri kantinn og sendi fyrir markið á Baldur Sigurðsson sem afgreiddi boltann í netið af stuttu færi. Frábært mark hjá KR-ingum sem voru með fín tök á leiknum þegar þarna var komið við sögu og forystan því verðskulduð. Eftir markið geisluðu KR-ingar af sjálfstrausti og baráttugleði og spiluðu eins þeir sem valdið höfðu og Grikkirnir áttu engin svör. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks voru KR-ingar nálægt því að bæta við marki en Björgólfur Takefusa rétt missti þá af fyrirgjöf Gunnars Arnar. Björgólfur var aftur á ferðinni á 82. mínútu þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Grikkja en skot hans fór talsvert framhjá markinu. Allt er þegar þrennt er og í uppbótartíma brást Björgólfi ekki bogalistin þegar hann innsiglaði frækinn 2-0 sigur KR-inga með skoti af stuttu færi eftir frábæran undirbúning hjá Bjarna Guðjónssyni. Sigur KR-inga var verðskuldaður og þeir uppskáru eins og þeir sáðu gegn sterkum andstæðingi eftir gríðarlega baráttu og vinnusemi frá fyrsta flauti. Það má segja að leikskipulag KR-inga hafi gengið nánast fullkomlega upp því skot Grikkjanna fóru flest langt yfir mark KR og þau sem rötuðu á markið greip Stefán Logi Magnússon sem var öryggið uppmálað í leiknum. Annars var allt KR-liðið að standa fyrir sínu í leiknum og rúmlega það og úrslitin mikill sigur fyrir KR og íslenska knattspyrnu.Tölfræðin:KR - AE Larissa 2-0 (0-0) 1-0 Baldur Sigurðsson (55.) 2-0 Björgólfur Takefusa (90.+2.) KR-völlur, áhorfendur ???? Dómari: Tomasz Mikulski frá Póllandi Skot (á mark): 9-15 (6-4) Varin skot: Stefán Logi 4 - Seremet 4 Horn: 2-2 Aukaspyrnur fengnar: 17-16 Rangstöður: 2-3KR (4-5-1) Stefán Logi Magnússon Skúli Jón Friðgeirsson Grétar Sigfinnur Sigurðsson Mark Rutgers Jordao Diogo Gunnar Örn Jónsson (77., Guðmundur Reynir Gunnarsson) Bjarni Guðjónsson Jónas Guðni Sævarsson Baldur Sigurðsson Óskar Örn Hauksson (86., Gunnar Kristjánsson) Guðmundur Benediktsson (72., Björgólfur Takefusa)AE Larissa (4-3-3) Dino Seremet Theodoros Tripotseris Naim Aarab Nikos Dabizas Michail Boukouvalas Romeu Walter Iglesias (66., Dimitrios Balis) Nikolaos Vlasopoulos Salim Toama Athanasios Tsigkas Aleksandar Simic (81., Savyas Siatravanis) Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira
Bikarmeistarar KR unnu frækinn 2-0 sigur gegn gríska félaginu Larissa í Evrópudeild UEFA á KR-velli í kvöld. Skipulagður varnarleikur, barátta og góð liðsheild skóp sigurinn fyrir Vesturbæinga sem fara út með gott veganesti fyrir seinni leikinn í Grikklandi. Leikurinn fór rólega af stað en gestirnir í Larissa voru meira með boltann framan af leik, án þess þó að skapa sér alvöru marktækifæri. KR-ingar voru skipulagðir varnarlega, börðust vel og gáfu ekki mörg færi á sér en náðu illa að koma boltanum í spil til þess að byggja upp hættulegar sóknir. Þegar líða tók á hálfleikinn óx KR-ingum hins vegar ásmegin og þeir voru frískari en gestirnir, en sem fyrr létu markfærin standa á sér. Helsta ógn KR-inga í fyrri hálfleik kom upp úr föstum leikatriðum en inn vildi boltinn ekki og staðan var marklaus í hálfleik. Það dró heldur betur til tíðinda á 55. mínútu þegar Gunnar Örn Jónsson átti góðan sprett upp hægri kantinn og sendi fyrir markið á Baldur Sigurðsson sem afgreiddi boltann í netið af stuttu færi. Frábært mark hjá KR-ingum sem voru með fín tök á leiknum þegar þarna var komið við sögu og forystan því verðskulduð. Eftir markið geisluðu KR-ingar af sjálfstrausti og baráttugleði og spiluðu eins þeir sem valdið höfðu og Grikkirnir áttu engin svör. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks voru KR-ingar nálægt því að bæta við marki en Björgólfur Takefusa rétt missti þá af fyrirgjöf Gunnars Arnar. Björgólfur var aftur á ferðinni á 82. mínútu þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Grikkja en skot hans fór talsvert framhjá markinu. Allt er þegar þrennt er og í uppbótartíma brást Björgólfi ekki bogalistin þegar hann innsiglaði frækinn 2-0 sigur KR-inga með skoti af stuttu færi eftir frábæran undirbúning hjá Bjarna Guðjónssyni. Sigur KR-inga var verðskuldaður og þeir uppskáru eins og þeir sáðu gegn sterkum andstæðingi eftir gríðarlega baráttu og vinnusemi frá fyrsta flauti. Það má segja að leikskipulag KR-inga hafi gengið nánast fullkomlega upp því skot Grikkjanna fóru flest langt yfir mark KR og þau sem rötuðu á markið greip Stefán Logi Magnússon sem var öryggið uppmálað í leiknum. Annars var allt KR-liðið að standa fyrir sínu í leiknum og rúmlega það og úrslitin mikill sigur fyrir KR og íslenska knattspyrnu.Tölfræðin:KR - AE Larissa 2-0 (0-0) 1-0 Baldur Sigurðsson (55.) 2-0 Björgólfur Takefusa (90.+2.) KR-völlur, áhorfendur ???? Dómari: Tomasz Mikulski frá Póllandi Skot (á mark): 9-15 (6-4) Varin skot: Stefán Logi 4 - Seremet 4 Horn: 2-2 Aukaspyrnur fengnar: 17-16 Rangstöður: 2-3KR (4-5-1) Stefán Logi Magnússon Skúli Jón Friðgeirsson Grétar Sigfinnur Sigurðsson Mark Rutgers Jordao Diogo Gunnar Örn Jónsson (77., Guðmundur Reynir Gunnarsson) Bjarni Guðjónsson Jónas Guðni Sævarsson Baldur Sigurðsson Óskar Örn Hauksson (86., Gunnar Kristjánsson) Guðmundur Benediktsson (72., Björgólfur Takefusa)AE Larissa (4-3-3) Dino Seremet Theodoros Tripotseris Naim Aarab Nikos Dabizas Michail Boukouvalas Romeu Walter Iglesias (66., Dimitrios Balis) Nikolaos Vlasopoulos Salim Toama Athanasios Tsigkas Aleksandar Simic (81., Savyas Siatravanis)
Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira