Úrslitaleikurinn í Meistarakeppni karla fer ekki fram á grasi eins og áður hafði verið tilkynnt. Leikurinn sem fram fer á mánudaginn var færður af Kaplakrikavelli og inn í Kórinn þar sem er spilað á gervigrasi.
Þetta þýðir að leikurinn í Meistarakeppninni verður fjórði úrslitaleikurinn á jafnmörgum dögum í Kórnum.
FH vann Breiðablik 3-0 í úrslitaleik Lengjubikars karla á föstudaginn, Þór/KA vann 3-2 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Lengjubikarsins í gær og í kvöld fer fram leikur Vals og KR í Meistarakeppni kvenna.
Leikur FH og KR í Meistarkeppni karla hefst klukkan 18.30 í Kórnum á morgun.