Valur bikarmeistari karla Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2009 15:50 Valsmenn fögnuðu vel í dag. Mynd/Daníel Valur tryggði sér í dag bikarmeistaratitilinn í karlaflokki með öruggum sigri á 1. deildarliði Gróttu, 31-24. Valsmönnum tókst þar með að verja titilinn sem þeir unnu í fyrra. Valsmenn náðu mest átta marka forskoti í fyrri hálfleik en Gróttumenn komu til baka í síðari hálfleik og náðu mest að minnka muninn í tvö mörk. Þá sögðu Valsmenn hingað og ekki lengra. Stigu á bensínið og stungu Gróttumenn af á nýjan leik. Sigurður Eggertsson var markahæstur Valsmanna með 7 mörk. Heimir Örn Árnason skoraði 5. Ólafur Haukur Gíslason varði 9 skot. Finnur Ingi Stefánsson og Arnar Freyr Theodórsson voru bestir hjá Gróttu með 7 mörk hvor. Hlynur Morthens einnig sterkur í markinu með 14 varða bolta. Fylgst var með leiknum í beinni lýsingu á Vísi og leiklýsinguna má sjá hér að neðan. 56. mín: Þetta er búið. Valur með sjö marka forskot og 4 mínútur eftir. 28-21. 52. mín: Grótta hefur fengið tækifæri til að koma sér í leikinn en hafa verið klaufar og kastað frá sér boltanum meðal annars. Grótta þarf kraftaverk til að vinna þennan leik. 26-20 fyrir Val. 47. mín: Valsmenn virðast vera að sigla þessu í höfn. 24-17 fyrir Val. 41. mín: Valsmenn rönkuðu við sér og hafa náð muninum aftur í sex mörk. Sigurður Eggertsson hefur farið mikinn. 21-15 fyrir Val. 35. mín: Allt annað að sjá Gróttuliðið. Það er komin trú á verkefnið og þeir berjast líkt og óðir væru gegn sterkum Valsmönnum sem virðist vera brugðið við óvænta mótspyrnu. 16-13 fyrir Val. 32. mín: Grótta skorar tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks. 14-11 og smá spenna að koma í leikinn. Hálfleikur: 14-9 fyrir Val. Grótta átti fínan endasprett, skoraði þrjú síðustu mörk hálfleiksins og lagaði stöðuna. Arnar Freyr og Finnur Ingi Stefánsson hafa báðir skorað þrjú mörk fyrir Gróttu. Hlynur Morthens hefur varið sjö skot í markinu. Hjá Val er Sigurður markahæstur með mörkin sín þrjú. Ólafur Haukur Gíslason hefur varið sex skot, þar af eitt víti. 24. mín: Lítið að breytast. Valur með sjö marka forskot, 12-5. Arnar Freyr skorað þrjú af mörkum Gróttu. Sá eini með meðvitund í liðinu. 17. mín: Valur með hreðjatak á leiknum en leikur Gróttu aðeins að skána. Ekki mikið samt. 10-3 fyrir Val. 11. mín. Arnar Freyr Theodórsson skoraði fyrsta mark Gróttu eftir rúmlega 10 mínútna leik. 6-1. 8. mín: Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Gróttu, tekur leikhlé enda staðan orðin 5-0 fyrir Val og Gróttumenn eiga engin svör við sterkum varnarleik Vals. Sigurður Eggertsson er heitur og hefur skorað þrjú mörk. 5. mín: Gróttu gengur illa að höndla spennustigið og finnur vart glufu á vörn Vals. Valsmenn beittir og reyna að keyra upp hraðann. Staðan 3-0 fyrir Val. Byrjunin lofar ekki góðu fyrir Seltirninga. Íslenski handboltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sjá meira
Valur tryggði sér í dag bikarmeistaratitilinn í karlaflokki með öruggum sigri á 1. deildarliði Gróttu, 31-24. Valsmönnum tókst þar með að verja titilinn sem þeir unnu í fyrra. Valsmenn náðu mest átta marka forskoti í fyrri hálfleik en Gróttumenn komu til baka í síðari hálfleik og náðu mest að minnka muninn í tvö mörk. Þá sögðu Valsmenn hingað og ekki lengra. Stigu á bensínið og stungu Gróttumenn af á nýjan leik. Sigurður Eggertsson var markahæstur Valsmanna með 7 mörk. Heimir Örn Árnason skoraði 5. Ólafur Haukur Gíslason varði 9 skot. Finnur Ingi Stefánsson og Arnar Freyr Theodórsson voru bestir hjá Gróttu með 7 mörk hvor. Hlynur Morthens einnig sterkur í markinu með 14 varða bolta. Fylgst var með leiknum í beinni lýsingu á Vísi og leiklýsinguna má sjá hér að neðan. 56. mín: Þetta er búið. Valur með sjö marka forskot og 4 mínútur eftir. 28-21. 52. mín: Grótta hefur fengið tækifæri til að koma sér í leikinn en hafa verið klaufar og kastað frá sér boltanum meðal annars. Grótta þarf kraftaverk til að vinna þennan leik. 26-20 fyrir Val. 47. mín: Valsmenn virðast vera að sigla þessu í höfn. 24-17 fyrir Val. 41. mín: Valsmenn rönkuðu við sér og hafa náð muninum aftur í sex mörk. Sigurður Eggertsson hefur farið mikinn. 21-15 fyrir Val. 35. mín: Allt annað að sjá Gróttuliðið. Það er komin trú á verkefnið og þeir berjast líkt og óðir væru gegn sterkum Valsmönnum sem virðist vera brugðið við óvænta mótspyrnu. 16-13 fyrir Val. 32. mín: Grótta skorar tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks. 14-11 og smá spenna að koma í leikinn. Hálfleikur: 14-9 fyrir Val. Grótta átti fínan endasprett, skoraði þrjú síðustu mörk hálfleiksins og lagaði stöðuna. Arnar Freyr og Finnur Ingi Stefánsson hafa báðir skorað þrjú mörk fyrir Gróttu. Hlynur Morthens hefur varið sjö skot í markinu. Hjá Val er Sigurður markahæstur með mörkin sín þrjú. Ólafur Haukur Gíslason hefur varið sex skot, þar af eitt víti. 24. mín: Lítið að breytast. Valur með sjö marka forskot, 12-5. Arnar Freyr skorað þrjú af mörkum Gróttu. Sá eini með meðvitund í liðinu. 17. mín: Valur með hreðjatak á leiknum en leikur Gróttu aðeins að skána. Ekki mikið samt. 10-3 fyrir Val. 11. mín. Arnar Freyr Theodórsson skoraði fyrsta mark Gróttu eftir rúmlega 10 mínútna leik. 6-1. 8. mín: Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Gróttu, tekur leikhlé enda staðan orðin 5-0 fyrir Val og Gróttumenn eiga engin svör við sterkum varnarleik Vals. Sigurður Eggertsson er heitur og hefur skorað þrjú mörk. 5. mín: Gróttu gengur illa að höndla spennustigið og finnur vart glufu á vörn Vals. Valsmenn beittir og reyna að keyra upp hraðann. Staðan 3-0 fyrir Val. Byrjunin lofar ekki góðu fyrir Seltirninga.
Íslenski handboltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sjá meira