Stjarnan vann nauman sigur á Snæfelli 5. mars 2009 18:55 Stjarnan vann í kvöld dýrmætan 82-79 sigur á Snæfelli í viðureign liðanna í Iceland Express deildinni í körfubolta.Stjarnan hafði undirtökin nær allan leikinn en var næstum búið að missa niður örugga forystu í blálokin þegar varamenn Snæfells náðu að jafna metin.Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á VísiLeik lokið. Stjarnan 82 - Snæfell 79. Subasic klikkaði á þrist í lokin hjá Snæfelli.4. Leikhluti. Stjarnan hefur yfir 82-79. Shouse skoraði þriggja stiga körfu. Bæði lið hafa farið illa með nokkrar sóknir. Leikhlé var tekið. Snæfell með boltann og 11,5 sek eftir.4. Leikhluti. Ótrúlegir hlutir að gerast. Snæfell minnkar muninn í 76-74 með þröngvuðu þriggja stiga skoti Hlyns Bæringssonar af spjaldinu og niður. Lucius Wagner skorar í næstu sókn og Snæfell jafnar! Wagner bætir svo við þriggja stiga körfu og Snæfell hefur yfir 79-76 þegar 2:56 eru eftir. Teitur Örlygsson tekur leikhlé.4. leikhluti. Snæfell tekur 7-0 rispu og staðan orðin 74-71. Spennan magnast þegar fimm mínútur eru til leiksloka.4. leikhluti. Stjarnan er yfir 74-66. Jovan virðist ætla að halda Snæfellsmönnum í skefjum upp á sitt einsdæmi og er kominn með 29 stig og frábæra skotnýtingu. Fjórði leikhluti hálfnaður.3. Leikhluta lokið. Stjarnan 69 - Snæfell 57Stjörnumenn eru í góðum málum fyrir lokaleikhlutann og hafa 12 stiga forystu þegar tíu mínútur eru til leiksloka. Þeir virka líklegri til sigurs en hikstandi gestirnir.3. Leikhluti. Snæfell náði að minnka muninn niður fyrir tíu stig í fyrsta skipti í langan tíma, en Stjarnan lagaði stöðuna strax aftur. Garðbæingar hafa nú yfir 64-53 og Jovan Zdravevski er kominn með 22 stig. Shouse er með 11 stig og 11 stoðsendingar. 2:51 eftir af þriðja leikhluta.3. leikhluti. Staðan er 59-45 fyrir Stjörnuna. Liðinu gengur allt í haginn á meðan sóknarleikur Snæfells virðist ekki renna smurt.3. leikhluti. Stjarnan hefur enn frumkvæðið 55-41 og það er leikstjórnandinn Justin Shouse sem dregur vagninn að venju. 7 mínútur eftir af leikhlutanum.Stjarnan og Snæfell eru með nákvæmlega sömu nýtingu í þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik. Hafa bæði sett niður 7 af 14 þristum sínum sem gerir 50% nýtingu.Hálfleikur. Stjarnan 52 - Snæfell 37.Jovan Zdravevski er með 14 stig hjá Stjörnunni og þeir Justin Shouse og Kjartan Atli Kjartansson 11 hvor. Shouse er með 7 stoðsendingar.Hjá Snæfelli eru Lucius Wagner og Slobodan Subasic með 7 stig hvor og Magni Hafsteinsson 6.Fyrri hálfleikurinn í kvöld var eign Stjörnumanna frá því þeir komust í 6-0 með tveimur þristum í byrjun og liðið virðist staðráðið í að landa sigri.Barátta Stjörnumanna hefur verið til fyrirmyndar í vörninni og hittnin góð, en Snæfellsliðið hefur ekki fundið taktinn þrátt fyrir ágætar rispur.-Stjarnan hefur yfir 43-34 þegar þrjár og hálf mínúta er eftir af öðrum leikhluta.-Annar leikhluti er nú hálfnaður og Stjarnan enn yfir 38-31. Bæði lið í ágætu stuði í skotunum. Magni Hafsteinsson setti tvo þrista í röð fyrir Snæfell og lagaði stöðuna.Fyrsta leikhluta lokið. Stjarnan 27 - Snæfell 18Heimamenn í Stjörnunni byrja mjög vel í kvöld og hafa hitt mjög vel. Justin Shouse er stigahæstur hjá Stjörnunni með 9 stig og Jovan Zdravevski 7 en hjá Snæfelli eru þrír menn atkvæðamestir með 5 stig.Leikhlé. Stjarnan hefur yfir 21-13 þegar 3:44 eru eftir af fyrsta leikhluta. Leikurinn hefur farið mjög fjörlega af stað og menn að hitta vel fyrir utan.- Snæfell svarar góðri byrjun heimamanna með 7-0 rispu og kemst yfir 7-6 þegar 6 mínútur eru eftir af fyrsta leikhluta.Fyrsti leikhluti er hafinn. Justin Shouse skoraði fyrstu stig leiksins. Þriggja stiga karfa og Kjartan Atli Kjartansson setti svo annan þrist í næstu sókn. 6-0 fyrir heimamenn sem setja tóninn í byrjun.Stjörnumönnum hefur ekki gengið vel að undanförnu og hafa þeir tapað þremur leikjum í röð síðan þeir unnu frækinn sigur á KR í úrslitaleik Subwaybikarsins. Snæfell hefur hinsvegar unnið fimm í röð og níu af síðustu tíu.Nú er klukkan að slá sjö og farið að styttast í að leikur Stjörnunnar og Snæfells farið að hefjast. Það er fljótlegt að telja áhorfendur hér í Ásgarði. Þeir eru nákvæmlega nítján þegar þetta er ritað. Hvar er fólkið sem fagnaði bikarmeistaratitlinum með liðinu á dögunum? Dominos-deild karla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Stjarnan vann í kvöld dýrmætan 82-79 sigur á Snæfelli í viðureign liðanna í Iceland Express deildinni í körfubolta.Stjarnan hafði undirtökin nær allan leikinn en var næstum búið að missa niður örugga forystu í blálokin þegar varamenn Snæfells náðu að jafna metin.Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á VísiLeik lokið. Stjarnan 82 - Snæfell 79. Subasic klikkaði á þrist í lokin hjá Snæfelli.4. Leikhluti. Stjarnan hefur yfir 82-79. Shouse skoraði þriggja stiga körfu. Bæði lið hafa farið illa með nokkrar sóknir. Leikhlé var tekið. Snæfell með boltann og 11,5 sek eftir.4. Leikhluti. Ótrúlegir hlutir að gerast. Snæfell minnkar muninn í 76-74 með þröngvuðu þriggja stiga skoti Hlyns Bæringssonar af spjaldinu og niður. Lucius Wagner skorar í næstu sókn og Snæfell jafnar! Wagner bætir svo við þriggja stiga körfu og Snæfell hefur yfir 79-76 þegar 2:56 eru eftir. Teitur Örlygsson tekur leikhlé.4. leikhluti. Snæfell tekur 7-0 rispu og staðan orðin 74-71. Spennan magnast þegar fimm mínútur eru til leiksloka.4. leikhluti. Stjarnan er yfir 74-66. Jovan virðist ætla að halda Snæfellsmönnum í skefjum upp á sitt einsdæmi og er kominn með 29 stig og frábæra skotnýtingu. Fjórði leikhluti hálfnaður.3. Leikhluta lokið. Stjarnan 69 - Snæfell 57Stjörnumenn eru í góðum málum fyrir lokaleikhlutann og hafa 12 stiga forystu þegar tíu mínútur eru til leiksloka. Þeir virka líklegri til sigurs en hikstandi gestirnir.3. Leikhluti. Snæfell náði að minnka muninn niður fyrir tíu stig í fyrsta skipti í langan tíma, en Stjarnan lagaði stöðuna strax aftur. Garðbæingar hafa nú yfir 64-53 og Jovan Zdravevski er kominn með 22 stig. Shouse er með 11 stig og 11 stoðsendingar. 2:51 eftir af þriðja leikhluta.3. leikhluti. Staðan er 59-45 fyrir Stjörnuna. Liðinu gengur allt í haginn á meðan sóknarleikur Snæfells virðist ekki renna smurt.3. leikhluti. Stjarnan hefur enn frumkvæðið 55-41 og það er leikstjórnandinn Justin Shouse sem dregur vagninn að venju. 7 mínútur eftir af leikhlutanum.Stjarnan og Snæfell eru með nákvæmlega sömu nýtingu í þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik. Hafa bæði sett niður 7 af 14 þristum sínum sem gerir 50% nýtingu.Hálfleikur. Stjarnan 52 - Snæfell 37.Jovan Zdravevski er með 14 stig hjá Stjörnunni og þeir Justin Shouse og Kjartan Atli Kjartansson 11 hvor. Shouse er með 7 stoðsendingar.Hjá Snæfelli eru Lucius Wagner og Slobodan Subasic með 7 stig hvor og Magni Hafsteinsson 6.Fyrri hálfleikurinn í kvöld var eign Stjörnumanna frá því þeir komust í 6-0 með tveimur þristum í byrjun og liðið virðist staðráðið í að landa sigri.Barátta Stjörnumanna hefur verið til fyrirmyndar í vörninni og hittnin góð, en Snæfellsliðið hefur ekki fundið taktinn þrátt fyrir ágætar rispur.-Stjarnan hefur yfir 43-34 þegar þrjár og hálf mínúta er eftir af öðrum leikhluta.-Annar leikhluti er nú hálfnaður og Stjarnan enn yfir 38-31. Bæði lið í ágætu stuði í skotunum. Magni Hafsteinsson setti tvo þrista í röð fyrir Snæfell og lagaði stöðuna.Fyrsta leikhluta lokið. Stjarnan 27 - Snæfell 18Heimamenn í Stjörnunni byrja mjög vel í kvöld og hafa hitt mjög vel. Justin Shouse er stigahæstur hjá Stjörnunni með 9 stig og Jovan Zdravevski 7 en hjá Snæfelli eru þrír menn atkvæðamestir með 5 stig.Leikhlé. Stjarnan hefur yfir 21-13 þegar 3:44 eru eftir af fyrsta leikhluta. Leikurinn hefur farið mjög fjörlega af stað og menn að hitta vel fyrir utan.- Snæfell svarar góðri byrjun heimamanna með 7-0 rispu og kemst yfir 7-6 þegar 6 mínútur eru eftir af fyrsta leikhluta.Fyrsti leikhluti er hafinn. Justin Shouse skoraði fyrstu stig leiksins. Þriggja stiga karfa og Kjartan Atli Kjartansson setti svo annan þrist í næstu sókn. 6-0 fyrir heimamenn sem setja tóninn í byrjun.Stjörnumönnum hefur ekki gengið vel að undanförnu og hafa þeir tapað þremur leikjum í röð síðan þeir unnu frækinn sigur á KR í úrslitaleik Subwaybikarsins. Snæfell hefur hinsvegar unnið fimm í röð og níu af síðustu tíu.Nú er klukkan að slá sjö og farið að styttast í að leikur Stjörnunnar og Snæfells farið að hefjast. Það er fljótlegt að telja áhorfendur hér í Ásgarði. Þeir eru nákvæmlega nítján þegar þetta er ritað. Hvar er fólkið sem fagnaði bikarmeistaratitlinum með liðinu á dögunum?
Dominos-deild karla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira