Viðskipti erlent

Bresk bæjarfélög fá 20 milljarða fyrir áramót

Bresk bæjar- og sveitarfélög munu fá 100 milljónir punda, eða um 20 milljarða kr., úr þrotabúum íslensku bankanna fyrir áramót. Af þessari upphæð eru 70 milljónir punda eða um 14 milljarðar kr. þegar komnar í hús.

Þetta kemur fram í frétt í blaðinu Independent sem segir að Samtök sveitarfélaga í Bretlandi LGA muni tilkynna um þessar endurheimtur í dag.

Fyrrgreind upphæð, þ.e. 70 milljónir punda, hefur fengist úr bönkunum Heritable (í eigu Landsbankans) og Singer % Friedlander (í eigu Kaupþings). Hinsvegar hefur ekkert fengist greitt úr búum Glitnis og Landsbankans.

Samkvæmt tilkynningu LGA telja samtökin að megnið af þeim upphæðum sem bæjar- og sveitarfélögin töpuðu í íslenska bankahruninu muni fást endurgreiddar. Ensk sveitar- og bæjarfélög töpuðu 954 milljónum punda og slík félög í Wales töpuðu 60 milljónum punda. Alls er tapið því rúmlega milljarður punda eða ríflega 200 milljarðar kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×