Umfjöllun: Breiðablik í úrslit bikarsins í fyrsta sinn síðan 1971 13. september 2009 15:00 Alfreð Finnbogason hefur skorað mikið fyrir Blika í sumar. Mynd/Anton Breiðablik er komið í úrslit VISA-bikars karla í fyrsta sinn frá árinu 1971 eftir, 3-2, sigur á Keflavík í undanúrslitum á Laugardalsvelli. Breiðablik mætir Fram í úrslitum. Breiðablik hóf leikinn mjög vel og var komið í 2-0 eftir aðeins 13. mínútur. Keflavík jafnaði metin með tveimur mörkum á fjögurra mínútna kafla áður en hálftími var liðinn af leiknum en sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á 66. mínútu. Byrjun leiksins var mjög fjörug en eftir markaveisluna fyrsta hálftímann þéttust varnir liðanna og færin fá. Hart var tekist á enda ætluðu bæði lið sér í úrslit bikarsins. Jóhann Birnir komst í eina færi síðari hálfleiks áður en Breiðablik komst yfir úr vítaspyrnu sem Keflavíkingar eru líklega allt annað en ánægðir með að hafa fengið á sig. Fyrst missti hinn jafnan trausti Alen Sutej boltann illa til Alfreðs sem tók á góðan sprett inn í vítateig þar sem hann féll við það sem virtist vera engin snerting þó Bjarni Hólm hafi vissulega rennt sér í teignum. Ódýrt víti en það er ekki spurt að því þegar Breiðablik gengur út á Laugardalsvöllinn 3. október í úrslitaleiknum gegn Fram. Keflavíkingar náðu aldrei að rífa leik sinn upp eftir markið og voru í raun aldrei líklegir til að jafna metin. Breiðablik ógnaði marki Keflavíkur ekki heldur að ráði þar sem liðið náði ekki að skapa sér færi í nokkrum fínum skyndisóknum. Keflavík-Breiðablik 2-3 0-1 Elfar Freyr Helgason ´8 0-2 Kristinn Jónsson ´13 1-2 Guðjón Árni Antoníusson ´22 2-2 Símun Eiler Samuelsen ´26 2-3 Guðmundur Pétursson (víti) ´66Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 2.052Dómari: Þóroddur Hjaltalín 6Skot (á mark): 7-9 (4-7)Varið: Lasse 4 – Ingvar 3Aukaspyrnur: 13-9Horn: 6-7Rangstöður: 1-1Keflavík 4-5-1: Lasse Jörgensen 6 Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 4 Símun Eiler Samuelsen 6 (71. Hörður Sveinsson -) Jón Gunnar Guðmundsson 5 Hólmar Örn Rúnarsson 6 Guðmundur Steinarsson 5 (78. Nikolai Jörgensen -) Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (58. Magnús Sverrir Þorsteinsson 5) Haukur Ingi Guðnason 6Breiðablik 4-3-3: Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 4 (76. Guðmann Þórisson -) Elfar Freyr Helgason 6 Kári Ársælsson 6 *Kristinn Jónsson 7 Maður leiksins Finnur Orri Margeirsson 7 Guðmundur Kristjánsson 6 Arnar Grétarsson 6 (80. Andri Rafn Yeoman -) Alfreð Finnbogason 6 (91. Olgeir Sigurgeirsson -) Guðmundur Pétursson 6 Kristinn Steindórsson 6 Íslenski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Breiðablik er komið í úrslit VISA-bikars karla í fyrsta sinn frá árinu 1971 eftir, 3-2, sigur á Keflavík í undanúrslitum á Laugardalsvelli. Breiðablik mætir Fram í úrslitum. Breiðablik hóf leikinn mjög vel og var komið í 2-0 eftir aðeins 13. mínútur. Keflavík jafnaði metin með tveimur mörkum á fjögurra mínútna kafla áður en hálftími var liðinn af leiknum en sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á 66. mínútu. Byrjun leiksins var mjög fjörug en eftir markaveisluna fyrsta hálftímann þéttust varnir liðanna og færin fá. Hart var tekist á enda ætluðu bæði lið sér í úrslit bikarsins. Jóhann Birnir komst í eina færi síðari hálfleiks áður en Breiðablik komst yfir úr vítaspyrnu sem Keflavíkingar eru líklega allt annað en ánægðir með að hafa fengið á sig. Fyrst missti hinn jafnan trausti Alen Sutej boltann illa til Alfreðs sem tók á góðan sprett inn í vítateig þar sem hann féll við það sem virtist vera engin snerting þó Bjarni Hólm hafi vissulega rennt sér í teignum. Ódýrt víti en það er ekki spurt að því þegar Breiðablik gengur út á Laugardalsvöllinn 3. október í úrslitaleiknum gegn Fram. Keflavíkingar náðu aldrei að rífa leik sinn upp eftir markið og voru í raun aldrei líklegir til að jafna metin. Breiðablik ógnaði marki Keflavíkur ekki heldur að ráði þar sem liðið náði ekki að skapa sér færi í nokkrum fínum skyndisóknum. Keflavík-Breiðablik 2-3 0-1 Elfar Freyr Helgason ´8 0-2 Kristinn Jónsson ´13 1-2 Guðjón Árni Antoníusson ´22 2-2 Símun Eiler Samuelsen ´26 2-3 Guðmundur Pétursson (víti) ´66Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 2.052Dómari: Þóroddur Hjaltalín 6Skot (á mark): 7-9 (4-7)Varið: Lasse 4 – Ingvar 3Aukaspyrnur: 13-9Horn: 6-7Rangstöður: 1-1Keflavík 4-5-1: Lasse Jörgensen 6 Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 4 Símun Eiler Samuelsen 6 (71. Hörður Sveinsson -) Jón Gunnar Guðmundsson 5 Hólmar Örn Rúnarsson 6 Guðmundur Steinarsson 5 (78. Nikolai Jörgensen -) Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (58. Magnús Sverrir Þorsteinsson 5) Haukur Ingi Guðnason 6Breiðablik 4-3-3: Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 4 (76. Guðmann Þórisson -) Elfar Freyr Helgason 6 Kári Ársælsson 6 *Kristinn Jónsson 7 Maður leiksins Finnur Orri Margeirsson 7 Guðmundur Kristjánsson 6 Arnar Grétarsson 6 (80. Andri Rafn Yeoman -) Alfreð Finnbogason 6 (91. Olgeir Sigurgeirsson -) Guðmundur Pétursson 6 Kristinn Steindórsson 6
Íslenski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira