Wlad getur orðið næsti Lennox Lewis Ómar Þorgeirsson skrifar 18. júní 2009 13:15 Wladimir Klitschko og David Haye. Nordic photos/Getty images Úkraínumaðurinn Wladimir Klitschko er nú á lokastigi undirbúnings síns fyrir bardagann gegn Ruslan Chagaev frá Úsbekistan um helgina en Chagaev hljóp í skarðið fyrir Bretann David Haye sem meiddist á æfingu og gat því ekki mætt Klitschko. Emanuel Steward, sem þjálfaði Bretann Lennox Lewis á sínum tíma en þjálfar nú Wladimir, segir að skjólstæðingar sínir fyrrum og núverandi eigi margt sameiginlegt. „Wlad og Lewis hafa fengið á sig nákvæmlega sömu gagnrýni. Þeir eru báðir mjög sniðugir í hringnum og kunna að nýta sér veikleika mótherja sinna. Þeir eru í raun bara eins góður og andstæðingar þeirra leyfa þeim. Wlad á samt enn eftir að draga lærdóm af því að tapa stórum bardaga líkt og bróðir hans Vitali gerði á móti Lewis árið 2003. Ef sólin skín endalaust þá kanntu ekki að bera þig að þegar loksins rignir eldi og brennisteini. Hnefaleikamenn læra oft helling á því að tapa. Ég hef samt lengi haft mætur á Wlad og ég sagði við Lewis þegar ég var þjálfarinn hans að Wlad ætti eftir að verða besti þungavigtahnefaleikamaður heims. Wlad getur orðið næsti Lewis," segir Steward á blaðamannafundi í gær. Steward var nýlega viðstaddur þegar Lewis var veittur aðgangur að frægðarhöll hnefaleikamanna en getur ekki gert upp á milli Wlad og Lewis ef þeir hefðu mæst í hringnum. „Ég var mjög ánægður fyrir hönd Lewis. Ég þori hins vegar ekki að segja til um hvernig það myndi enda ef þeir mættust nú í hringnum. Ég myndi gjarnan vilja vera áhorfandi á þeim bardaga í stað þess að vera í horninu hjá öðrum hvorum þeirra," segir Steward. Wladimir leggur WBO, IBF og IBO meistarabeltin að veði þegar hann mætir Chagaev á laugardagskvöld. Box Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Sjá meira
Úkraínumaðurinn Wladimir Klitschko er nú á lokastigi undirbúnings síns fyrir bardagann gegn Ruslan Chagaev frá Úsbekistan um helgina en Chagaev hljóp í skarðið fyrir Bretann David Haye sem meiddist á æfingu og gat því ekki mætt Klitschko. Emanuel Steward, sem þjálfaði Bretann Lennox Lewis á sínum tíma en þjálfar nú Wladimir, segir að skjólstæðingar sínir fyrrum og núverandi eigi margt sameiginlegt. „Wlad og Lewis hafa fengið á sig nákvæmlega sömu gagnrýni. Þeir eru báðir mjög sniðugir í hringnum og kunna að nýta sér veikleika mótherja sinna. Þeir eru í raun bara eins góður og andstæðingar þeirra leyfa þeim. Wlad á samt enn eftir að draga lærdóm af því að tapa stórum bardaga líkt og bróðir hans Vitali gerði á móti Lewis árið 2003. Ef sólin skín endalaust þá kanntu ekki að bera þig að þegar loksins rignir eldi og brennisteini. Hnefaleikamenn læra oft helling á því að tapa. Ég hef samt lengi haft mætur á Wlad og ég sagði við Lewis þegar ég var þjálfarinn hans að Wlad ætti eftir að verða besti þungavigtahnefaleikamaður heims. Wlad getur orðið næsti Lewis," segir Steward á blaðamannafundi í gær. Steward var nýlega viðstaddur þegar Lewis var veittur aðgangur að frægðarhöll hnefaleikamanna en getur ekki gert upp á milli Wlad og Lewis ef þeir hefðu mæst í hringnum. „Ég var mjög ánægður fyrir hönd Lewis. Ég þori hins vegar ekki að segja til um hvernig það myndi enda ef þeir mættust nú í hringnum. Ég myndi gjarnan vilja vera áhorfandi á þeim bardaga í stað þess að vera í horninu hjá öðrum hvorum þeirra," segir Steward. Wladimir leggur WBO, IBF og IBO meistarabeltin að veði þegar hann mætir Chagaev á laugardagskvöld.
Box Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Sjá meira