Barbie fór í lýtaaðgerð og hefur aldrei selst jafn illa 27. desember 2009 00:00 Barbie á undir högg að sækja þrátt fyrir lýtaaðgerðir. Hin síunga Barbie á heldur betur undir högg að sækja þessa daganna en samkvæmt fréttavef The Guardian þá hefur salan á goðsagnakenndu dúkkunni í Bretlandi dregist saman um 42 prósent. Þess í stað hefur Lego, Playmobil og fleiri leikföng í svipuðum dúr aukið sölu sína um 20 til 40 prósent. Þetta eru heldur vondar afmæliskveðjur fyrir hina íturvöxnu Barbie sem varð fimmtug í ár og státar mitti sem flestar konur myndu myrða fyrir. Einn leikfangaframleiðandinn sagði að eftir kreppuna hafi Barbie sem og Bratz dúkkurnar minnkað talsvert í sölu. Hugsanlega væri það kreppunni að kenna og áhugaleysi á glysframleiðslu Hollywoods enda væri sá lífstíll fjarri fólki á krepputímum. Þá eru uppi vangaveltur um það að almenningur hafi minna fé á milli handanna. Þess vegna kaupi það frekar leikföng sem nýtast vel og er hægt að erfa á milli kynslóða. Barbie hefur oft verið umdeild og táknmynd kynjahlutverka á seinni árum. Kannski það sé ein af ástæðum lélegs gengis; jafnréttisbaráttan er farin að hafa víðtækari áhrif. Þess má reyndar geta að í stað þess að fá hefðbundna afmælisgjöf á fimmtugsafmælinu þá fór Barbie í lýtaaðgerð. Eigandi Barbie, Mattel, fagnaði áfanganum með því að gefa henni skarpari kjálka, möndlulegri augu og þrýstnari varir. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hin síunga Barbie á heldur betur undir högg að sækja þessa daganna en samkvæmt fréttavef The Guardian þá hefur salan á goðsagnakenndu dúkkunni í Bretlandi dregist saman um 42 prósent. Þess í stað hefur Lego, Playmobil og fleiri leikföng í svipuðum dúr aukið sölu sína um 20 til 40 prósent. Þetta eru heldur vondar afmæliskveðjur fyrir hina íturvöxnu Barbie sem varð fimmtug í ár og státar mitti sem flestar konur myndu myrða fyrir. Einn leikfangaframleiðandinn sagði að eftir kreppuna hafi Barbie sem og Bratz dúkkurnar minnkað talsvert í sölu. Hugsanlega væri það kreppunni að kenna og áhugaleysi á glysframleiðslu Hollywoods enda væri sá lífstíll fjarri fólki á krepputímum. Þá eru uppi vangaveltur um það að almenningur hafi minna fé á milli handanna. Þess vegna kaupi það frekar leikföng sem nýtast vel og er hægt að erfa á milli kynslóða. Barbie hefur oft verið umdeild og táknmynd kynjahlutverka á seinni árum. Kannski það sé ein af ástæðum lélegs gengis; jafnréttisbaráttan er farin að hafa víðtækari áhrif. Þess má reyndar geta að í stað þess að fá hefðbundna afmælisgjöf á fimmtugsafmælinu þá fór Barbie í lýtaaðgerð. Eigandi Barbie, Mattel, fagnaði áfanganum með því að gefa henni skarpari kjálka, möndlulegri augu og þrýstnari varir.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira