Gengið gæti styrkst um 30 prósent á einu ári 3. júní 2009 00:01 Baldur Pétursson „Þótt staðan á Íslandi sé einsdæmi og afar slæm, eru til lausnir til endurreisnar," segir Baldur Pétursson, aðstoðarframkvæmdastjóri Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD). „Núverandi vandi er hins vegar svo stór að við hann verður ekki ráðið nema með stórauknu samstarfi við alþjóðasamfélagið. Með umsókn um aðild að Evrópusambandinu, líkt og stjórnvöld stefna að, megi byggja upp traust og trúverðugleika sem sé forsenda fyrir aðgengi að alþjóðlegu fjármagni." Umsókn segir Baldur jafnframt nauðsynlega til að forða frá enn meira hruni, þótt hún nægi ekki ein og sér. „Samhliða verður að hefja samstarf við Seðlabanka Evrópu um aðgerðir til að tryggja styrkingu krónunnar og gengisstöðugleika. Slíkt samstarf myndi byggja bæði á umsókn um aðild að ESB sem og EES-samningnum." Baldur segir að með samstarfi við Seðlabanka Evrópu mætti tryggja gengishækkun krónunnar og varða leiðina út úr gjaldeyriskreppunni. „Slíkum samningum við Seðlabanka Evrópu ætti að vera hægt að ná á tiltölulega skömmum tíma miðað við skyldur samningsaðila innan EES-samningsins," segir hann og telur að með samstarfinu væri hægt að styrkja gengi krónunnar um nálægt því 30 prósent. „Þannig að eftir um rúmt ár væri hægt að ná þeirri stöðu sem var í upphafi 2008 og ná gengisvísitölunni í 140. Slíkt verkefni má ekki taka lengri tíma en eitt ár." Baldur segir vísitöluna 140 vera langtímajafnvægisstöðu krónunnar og þá stöðu sem við verði að miða við endurreisn bankanna. „Þetta er afar mikilvægt atriði ef nýir bankar eiga að hafa möguleika til lengri tíma." Stöðuna hér á Íslandi, sem orðið hafi fyrir meira efnahagsáfalli en nokkurt annað ríki í fjármálakreppunni, segir Baldur hins vegar vera þannig að ekkert megi fara úrskeiðis, eða tefja á leiðinni til endurreisnar. Baldur var hér á landi í síðustu viku til að kynna starfsemi EBRD og fjárfestingarkosti á starfssvæði bankans í Austur-Evrópu og Asíu.- óká Markaðir Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
„Þótt staðan á Íslandi sé einsdæmi og afar slæm, eru til lausnir til endurreisnar," segir Baldur Pétursson, aðstoðarframkvæmdastjóri Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD). „Núverandi vandi er hins vegar svo stór að við hann verður ekki ráðið nema með stórauknu samstarfi við alþjóðasamfélagið. Með umsókn um aðild að Evrópusambandinu, líkt og stjórnvöld stefna að, megi byggja upp traust og trúverðugleika sem sé forsenda fyrir aðgengi að alþjóðlegu fjármagni." Umsókn segir Baldur jafnframt nauðsynlega til að forða frá enn meira hruni, þótt hún nægi ekki ein og sér. „Samhliða verður að hefja samstarf við Seðlabanka Evrópu um aðgerðir til að tryggja styrkingu krónunnar og gengisstöðugleika. Slíkt samstarf myndi byggja bæði á umsókn um aðild að ESB sem og EES-samningnum." Baldur segir að með samstarfi við Seðlabanka Evrópu mætti tryggja gengishækkun krónunnar og varða leiðina út úr gjaldeyriskreppunni. „Slíkum samningum við Seðlabanka Evrópu ætti að vera hægt að ná á tiltölulega skömmum tíma miðað við skyldur samningsaðila innan EES-samningsins," segir hann og telur að með samstarfinu væri hægt að styrkja gengi krónunnar um nálægt því 30 prósent. „Þannig að eftir um rúmt ár væri hægt að ná þeirri stöðu sem var í upphafi 2008 og ná gengisvísitölunni í 140. Slíkt verkefni má ekki taka lengri tíma en eitt ár." Baldur segir vísitöluna 140 vera langtímajafnvægisstöðu krónunnar og þá stöðu sem við verði að miða við endurreisn bankanna. „Þetta er afar mikilvægt atriði ef nýir bankar eiga að hafa möguleika til lengri tíma." Stöðuna hér á Íslandi, sem orðið hafi fyrir meira efnahagsáfalli en nokkurt annað ríki í fjármálakreppunni, segir Baldur hins vegar vera þannig að ekkert megi fara úrskeiðis, eða tefja á leiðinni til endurreisnar. Baldur var hér á landi í síðustu viku til að kynna starfsemi EBRD og fjárfestingarkosti á starfssvæði bankans í Austur-Evrópu og Asíu.- óká
Markaðir Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira