Stjórn RBS hótar afsögn ef milljarða bónusar fást ekki greiddir 3. desember 2009 10:54 Stjórn Royal Bank of Scotland (RBS) hefur hótað að segja af sér, allir sem einn, ef breska fjármálaráðuneytið kemur í veg fyrir að bónusar upp á 1,5 milljarð punda eða rúmlega 300 milljarða kr. verði greiddir til starfsmanna fjárfestingarhluta bankans.Bloggsíður í Bretlandi loga vegna málsins enda er RBS að mestu kominn í eigu hins opinbera í Bretlandi eftir viðamiklar björgunaraðgerðir við að halda bankanum á floti í fjármálakreppunni. Bónusar þeir sem hér um ræðir eru tvöfalt hærri en þeir sem voru borgaðir til starfsfólks bankans á síðasta ári.Alls eigi 20.000 starfsmenn RBS að fá þessa bónusa í sinn hlut en það þýðir að hver þeirra um sig fengi greitt sem svarar til þreföldum meðalárslaunum í Bretlandi.Í blaðinu Daily Mail er haft eftir Vince Cable talsmanni Frjálslynda flokksins að flokkurinn myndi taka því fagnandi ef stjórn RBS léti verða af hótun sinni..."þeir geta ekki haldið skattgreiðendum í gíslingu á þennan hátt," segir Cable.Fréttin um hótun stjórnar RBS kemur á sama degi og Lord Myners þingmaður The City upplýsti um að 5.000 bankamenn í London myndi fá a.m.k. eina milljón punda, eða ríflega 200 milljónir kr. í laun og bónusa á þessu ári.Breska ríkisstjórnin hefur áður gefið út tilkynningu um að hún áskilji sér rétt til að hlutast til um bónusgreiðslur til starfsmanna þeirra banka sem eru að meirihluta í eigu hins opinbera þar í landi. Eignarhluturinn í RBS fer í 84% á næstu vikum. Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stjórn Royal Bank of Scotland (RBS) hefur hótað að segja af sér, allir sem einn, ef breska fjármálaráðuneytið kemur í veg fyrir að bónusar upp á 1,5 milljarð punda eða rúmlega 300 milljarða kr. verði greiddir til starfsmanna fjárfestingarhluta bankans.Bloggsíður í Bretlandi loga vegna málsins enda er RBS að mestu kominn í eigu hins opinbera í Bretlandi eftir viðamiklar björgunaraðgerðir við að halda bankanum á floti í fjármálakreppunni. Bónusar þeir sem hér um ræðir eru tvöfalt hærri en þeir sem voru borgaðir til starfsfólks bankans á síðasta ári.Alls eigi 20.000 starfsmenn RBS að fá þessa bónusa í sinn hlut en það þýðir að hver þeirra um sig fengi greitt sem svarar til þreföldum meðalárslaunum í Bretlandi.Í blaðinu Daily Mail er haft eftir Vince Cable talsmanni Frjálslynda flokksins að flokkurinn myndi taka því fagnandi ef stjórn RBS léti verða af hótun sinni..."þeir geta ekki haldið skattgreiðendum í gíslingu á þennan hátt," segir Cable.Fréttin um hótun stjórnar RBS kemur á sama degi og Lord Myners þingmaður The City upplýsti um að 5.000 bankamenn í London myndi fá a.m.k. eina milljón punda, eða ríflega 200 milljónir kr. í laun og bónusa á þessu ári.Breska ríkisstjórnin hefur áður gefið út tilkynningu um að hún áskilji sér rétt til að hlutast til um bónusgreiðslur til starfsmanna þeirra banka sem eru að meirihluta í eigu hins opinbera þar í landi. Eignarhluturinn í RBS fer í 84% á næstu vikum.
Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira