Stjórnmálamenn fengu óeðlilega fyrirgreiðslu úr bönkum 21. apríl 2009 18:30 Mörg dæmi eru um að stjórnmálamenn, jafnvel ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, aðilar tengdir þeim og forsvarsmenn lífeyrissjóða, hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu í bankakerfinu. Þetta var kallað vildarkjarakerfið eða "special deal". Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að fyrir bankahrunið hafi ýmsir stjórnmálamenn, jafnvel ráðherrar í ríkisstjórn, fengið óeðlilega fyrirgreiðslu hjá gömlu viðskiptabönkunum. Í þessum hópi var einnig fólk sem tengdist stjórnmálamönnum og forsvarsmenn lífeyrissjóða. Í sumum tilvikum var um að ræða tugmilljóna króna lán til þess að kaupa hlutabréf, meðal annars í bönkunum sjálfum, án þess að leggja fram nein veð. Slík fyrirgreiðsla var ekki í boði fyrir almenning. Þetta var í hópi banka- og stjórnmálamanna kallað "special deal" sem mætti kalla vildarkjör, eða vildarkjarakerfi stjórnmálamanna. Stundum þurfti einungis eitt símtal til þess að fá fyrirgreiðslu af þessu tagi. Ef vel gekk og hlutabréf hækkuðu í verði myndaðist eigið fé og menn högnuðust, en ef illa gekk og verð hlutabréfa lækkaði þurftu þeir ekki að taka skellinn. Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið rannsakar meðal annars hvort stjórnmálamenn hafi notið óeðlilegrar fyrirgreiðslu í bankakerfinu, eins og fréttastofan hefur áður greint frá. Rannsóknanefndin hefur heimild til að keyra kennitölur stjórnmálamanna í gegnum bankakerfið til að rekja slóð fjármuna. Bankaleynd gildir ekki um þá aðgerð. Hins vegar gildir rík bankaleynd í Lúxemborg, en talið er að hluti af þessum viðskiptum hafi farið fram í gegnum dótturfélög íslensku viðskiptabankanna þar. Það torveldar starf Rannsóknarnefndarinnar, sem hefur enn ekki heimild til að fá þær upplýsingar sem hún óskar eftir að fá þaðan. Kosningar 2009 Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Mörg dæmi eru um að stjórnmálamenn, jafnvel ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, aðilar tengdir þeim og forsvarsmenn lífeyrissjóða, hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu í bankakerfinu. Þetta var kallað vildarkjarakerfið eða "special deal". Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að fyrir bankahrunið hafi ýmsir stjórnmálamenn, jafnvel ráðherrar í ríkisstjórn, fengið óeðlilega fyrirgreiðslu hjá gömlu viðskiptabönkunum. Í þessum hópi var einnig fólk sem tengdist stjórnmálamönnum og forsvarsmenn lífeyrissjóða. Í sumum tilvikum var um að ræða tugmilljóna króna lán til þess að kaupa hlutabréf, meðal annars í bönkunum sjálfum, án þess að leggja fram nein veð. Slík fyrirgreiðsla var ekki í boði fyrir almenning. Þetta var í hópi banka- og stjórnmálamanna kallað "special deal" sem mætti kalla vildarkjör, eða vildarkjarakerfi stjórnmálamanna. Stundum þurfti einungis eitt símtal til þess að fá fyrirgreiðslu af þessu tagi. Ef vel gekk og hlutabréf hækkuðu í verði myndaðist eigið fé og menn högnuðust, en ef illa gekk og verð hlutabréfa lækkaði þurftu þeir ekki að taka skellinn. Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið rannsakar meðal annars hvort stjórnmálamenn hafi notið óeðlilegrar fyrirgreiðslu í bankakerfinu, eins og fréttastofan hefur áður greint frá. Rannsóknanefndin hefur heimild til að keyra kennitölur stjórnmálamanna í gegnum bankakerfið til að rekja slóð fjármuna. Bankaleynd gildir ekki um þá aðgerð. Hins vegar gildir rík bankaleynd í Lúxemborg, en talið er að hluti af þessum viðskiptum hafi farið fram í gegnum dótturfélög íslensku viðskiptabankanna þar. Það torveldar starf Rannsóknarnefndarinnar, sem hefur enn ekki heimild til að fá þær upplýsingar sem hún óskar eftir að fá þaðan.
Kosningar 2009 Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira