Viðskipti erlent

Ál, olía og aðrar hrávörur hækka nokkuð

Nokkrar hækkanir hafa verið á hrávörumörkuðum heimsins í morgun. Heimsmarkaðsverð á áli er komið í 1.983 dollara á tonnið á markaðinum í London og olían fór yfir 81 dollara á tunnuna á markaðinum í New York.

Þá hefur verða á kopar hækkað um 0,9% í London og segir í frétt um málið á börsen.dk að verðhækkunin komi þrátt fyrir að Kína, stærsti innflytjandi á kopar í heiminum, ætli að draga úr innflutningi sínum um 46% á næsta ári. Gull hefur hækkað um 0,5% í morgun.

Verð á áli hefur ekki verið hærra frá því seinnipartinn í ágúst s.l. en eins og fram hefur komið í fréttum reikna sérfræðingar með að meðalverðið á áli verði um 1.918 dollarar á tonnið á næsta ári.

Verð á olíu hefur ní hækkað fjórar vikur í röð en það eru væntingar um betri framgang í efnahagslífi Bandaríkjanna sem hafa keyrt olíuverðið upp.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×